Kiwanisfréttir - 01.04.1978, Blaðsíða 19

Kiwanisfréttir - 01.04.1978, Blaðsíða 19
aftur að nauðsynlegt væri að allir peningar yrðu lagðir inn á ákveðna bankabók í Landsbanka íslands (Múlaútibú) strax og það væri mögulegt, og þá jafnóðum, þó svo að dráttur yrði á endanlegu uppgjöri. K-dagsnefnd tók á móti skilum frá klúbbum á Reykjavíkur- og Reykjanes- svæði í Kiwanishúsinu fram eftir kvöldi K-dagsins. Allir peningar er hún tók við voru lagðir inn í bankann um miðnætti K-dagsins í bankahólf. Starfið í framhaldi af K-degi: Strax daginn eftir, þann 30. okt., var ítrekað við alla klúbba í landinu sem til náðist, að hraða uppgjöri. Tveir fundir voru haldnir vikulega næstu fjórar vikur þar á eftir og aðalverkefni þeirra funda var að hringja til klúbbanna og óska eftir endanlegu uppgjöri. Önnur verkefni á þessum fundum voru talning peninga og merkja og ganga frá uppgjörum er borist höfðu. Mikið starf var unnið á vegum nokkurra klúbba í sérstakri söfnun á vegum sjó- mannastéttarinnar. Sérstaklega útbúnir listar voru sendir um borð i skip og báta víða um land og hefur að eðlilegum orsök- um ekki tekist að gera endanleg skil á þeim ennþá. Þá ber að geta þess að nokkrir klúbbar leituðu til fyrirtækja með allgóð- um árangri og einnig eru nokkrir aðilar eftir því sem nefndin hefur frétt, að hug- leiða framlög. Staðan 4. febrúar 1978: K-dagsnefnd hefur aftur og aftur rætt það hversu hart ætti að ganga eftir endan- legum skilum. Nefndin hefur verið sam- mála um að ekki hafi verið fram til þessa hægt að ganga stíft eftir skilum meðan list- ar eru að gefa okkur meira fé til söfnunar- innar. Hins vegar höfum við marg ítrekað K-FRÉTTIR beiðni okkar til þeirra klúbba er ekki höfðu uppi aðra fjáröflun en sölu lykilsins, að þeir gerðu endanleg skil. Flestir klúbbamir hafa gert það, en ekki allir. Hvað er komið inn af peningum. til K-dagsnefndar 4. febrúar 1978: S.l. fimmtudag 2/2 ’78, var haldinn fundur í K-dagsnefnd og þá lágu fyrir nýj- ustu tölur um innkomna peninga í Lands- bankann. Samtals höfðu þá verið innlagðir pen- ingar að upphæð kr. 13.318.344.00. Kostn- aður þá greiddur er kr. 2.603.414.00. Af þeim kostnaði er um tvö hundruð þúsund krónur greiddur í söluskatt af framleiðslu lyklanna, en hann fæst að öllum líkindum endurgreiddur. Mjög lítill kostnaður er ógreiddur. Um 20 listar eru enn í bátum og skipum og endanlegt uppgjör vantar frá 5 klúbbum. Hver liður fyrir sig fær nánari skýringu á umdæmisstjórnarfundi þeim er fjallar um störf K-dagsnefndar. Reykjavík 3. febrúar 1978 Eyjólfur Sigurðsson form. K-dagsnefndar. 19

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.