Kiwanisfréttir - 01.04.1978, Blaðsíða 31
aldamótaárið, á sama tíma og landsmönn-
um fjölgar aðeins um 1%. Og á fyrsta ára-
tug þessarar aldar fjölgar íbúum Reykja-
víkur um 74%, þannig að þeir eru orðnir
11593 árið 1910.
Að líta í dagblöð frá þessum tíma er
geysilegan fróðleik að finna, og vona ég að
einhverjir fræðimenn vinni upp úr þessum
gögnum og geri samfelda sögu um þetta
tímabil í sögu þjóðarinnar.
Þorsteinn Erlingsson skáld frá Hlíðar-
endakoti í Fljótshlið skrifaði grein í ísafold
13. júní 1896 þar sem hann tók mjög
sterka afstöðu á móti botnvörpuveiðum hér
við, land, en skipti síðan um skoðun. Hann
stóð að útgerðarfélaginu Garðar á Seyðis-
firði og var Björgvin Vigfússon lögfræðing-
ur, ráðunautur.
Einar Benediktsson skáld, og ritstjóri
Dagskrár, skrifaði grein á móti Þorsteini
Erlingssyni þann 16. júní í Þjóðólf og sýn-
ir það eitt, að skrifa grein í Þjóðólf, að
skáldinu var svo mikið í mun að koma
skoðunum sínum á framfæri, að hann gat
ekki beðið eftir sínu eigin blaði. Grein þessi
er snilldarvel rituð og gerir Einar allt, sem
hann getur til þess að hvetja íslendinga til
þess að byrja á togveiðum og leggur hann
til að keyptir verði 20 togarar til landsins.
En eins og vænta mætti á þessum tíma,
þóttu tillögur Einars loftkastakenndar. Á
þessum árum kaupa íslendingar skútur og
kúttera af Bretum. Voru þetta yfirleitt úr
sér gengin skip, sem kostuðu mikið í við-
haldi og varð þannig verulegt tap hjá
mörgum í þessum atvinnuvegi.
Seint á árinu 1904 sendir Einar Þorgils-
son kaupmaður í Hafnarfirði, Indriða
Gottsveinsson frá Stokkalæk á Rangárvöll-
um til Englands þeirra erinda, að kaupa
fyrir sig kútter. Samskipa Indriða út er
Guðmundur Þórðarson frá Hálsi, og er
hann að fara sömu erinda fyrir sjálfan sig.
K-FRÉTTIR
Þegar til Englands kemur skilja leiðir með
þeim og fer hvor í sína áttina. Indriði ferð-
ast um suðurhluta Englands og finnur
loks kútter, sem honum líst á í Dover, og
er um það bil að ganga frá kaupum, þeg-
ar hann fær skeyti um að hætta við kaup-
in ef mögulegt sé, og koma norður til
Leigh. Þar hittir hann fyrir Einar Þorgils-
son kaupmann og Björn Kristjánsson
kaupmann, síðar ráðherra; Guðmund
Þórðarson, sem áður var minnst á og Am-
bjöm Ólafsson frá Argilsstöðum í Hvol-
hreppi. Þar kaupa þeir togara.
Þeir sem stóðu að kaupunum á fyrsta ís-
lenzka gufutogaranum voru eins og áður
sagði, Einar Þorgilsson kaupmaður og út-
gerðarmaður í Hafnarfirði, og var hann
ættaður úr Rangárvallasýslu, Björn Krist-
jánsson kaupmaður og útgerðarmaður í
Reykjavík, hann var Árnesingar að ætt og
er af honum mikil saga, því hann kom víða
við og til fróðleiks er rétt að nefna, að hann
var sjómaður, skósmiður, söngkennari,
bókhaldari, vélamaður, steinafræðingur,
málmgraftarmaður, bæjargjaldkeri, kaup-
maður, útgerðarmaður, bankastjóri, al-
þingismaður og ráðherra.
Þá Arnbjöm Olafsson frá Argilsstöðum
í Hvolhreppi. Hann var mikill áhugamað-
ur um atvinnu- og framfaramál, en svo
ákafur var hann, að hann sást oft ekki fyrir
að sögn. Arnbjörn er sagður hafa verið lík-
ur Cato gamla, sem endaði allar sínar ræð-
ur á þeirri tillögu, að Karthago yrði eyði-
lögð, en Arnbjöm var ekki haldinn neinni
eyðileggingarfýsn, og enduðu ræður hans
jafnan þannig: — Og svo legg ég til að við
kaupum togara.
Þá eru það Guðmundur Þórðarson, sem
áður var nefndur, var hann frá Hálsi í Kjós
og að síðustu Indriði Gottsveinsson frá
Stokkalæk og var hann ráðinn skipstjóri,
31