Kiwanisfréttir - 01.04.1978, Blaðsíða 29

Kiwanisfréttir - 01.04.1978, Blaðsíða 29
Forysta Rangæinga I upphafl togaraútgerdar á íslandi Erindi þetta, sem hér birtist, var flutt á fundi í Kiwanisklúbbnum Dimon á Hvols- velli 11. marz síðastliðinn. Blaðstjóm Kiwanisfrétta fór þess á leit við mig að þetta yrði birt í blaðinu. Það leyfði ég fús- lega, þrátt fyrir að ég gerði mér ljóst, að uppbygging hefði verið á annan veg hefði ég samið þetta sem blaðagrein, en ekki sem ræðu. Hins vegar er það von mín, að fólk hafi einhvern fróðleik eftir lesturinn. Mikil atvinnubylting verður hér á ís- landi um síðustu aldamót, þjóðin hefur haft það eina markmið í gegnum margar aldir að skrimta, komast í gegnum hinn harða vetur með menn og skepnur og sjá eitt sumar enn. A seinnihluta 19. aldar má sjá að vor er í lofti í atvinnumálum Is- lendinga, Þeir hafa eignazt skútur og kútt- era og þeir geta sótt á dýpri mið en for- feður þeirra gerðu á árabátum og fólki fer að líða betur í þessu landi en áður, og til marks um það er, að ekki var neitt hungur og mannfellir á síðasta þriðjungi 19. aldar. En veður skipast fljótt í lofti. Þegar ís- lendingar fóru loks að geta sótt á dýpri mið en áður, sást hér við landi fyrsti gufu- knúni togarinn og var það þýzki togarinn „President Hervig“, sem kom hér inn á Faxaflóa í júní 1889 og olli miklu uppnámi við Faxaflóa og víðar um land, og náðu þau inn á Alþingi íslendinga, þar sem sam- þykkt var stjórnarfrumvarp, sem bannaði K-FRÉTTIR allar botnvörpuveiðar við ísland. Frum- varp, sem ekki hlaut náð fyrir augum kon- ungs var ekki staðfest. Fyrstu tilraunir með botnvörpu, sem ég hefi séð skráðar heimildir um, eru um til- raunir Breta í Norðursjó á árunum 1635— 1640 á dögum Karls I. og var þá dregin bómullarvarpa og segl notað til þess að knýja skipið áfram. Það er ekki fyrr en ár- ið 1881, að fyrsti gufutogarinn er byggður í Hull í Bretlandi, og eins og áður sagði birtist fyrsti togarinn við íslandsstrendur í júní 1889, og var sá þýzkur, en eftir fylgja Bretar og sækja þeir svo stíft á þessi mið okkar, að ekki er orðið mögulegt að gera út kúttera og árabáta fyrir þessum ryksugu- togurum, svo notað sé nútíma orðalag. Landhelgisgæzla okkar var nánast engin á þessum árum. Hún var í höndum Dana, eins og öll okkar utanríkismál á þeim ár- um, og vildu Danir ekki styggja Breta, eins og viðskiptaháttum þeirra var háttað við Breta á þeim tíma. Danir gerðu samning við Breta árið 1901, sem var til 50 ára og kvað svo á, að Bretar máttu veiða upp að 3 mílum og inn á öllum fjörðum, þannig að eftir 1948 máttu Bretar veiða inni á fjörðum. Með auknum sjávarafla og vinnu við hann hefst mikil búseturöskun í landinu á síðasta áratug 19. aldar. Verður t. d. 72% aukning á íbúatölu Reykjavíkur, þar fjölg- ar fólki úr 3886 manns árið 1890 í 6682 29

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.