Kiwanisfréttir - 01.04.1978, Blaðsíða 25
Fréttir frá Eldey í Kópavogi
Á almennum fundi í Kiwanisklúbbnum
Eldey í Kópavogi miðvikudagskvöldið 18.
janúar fór fram afhending augnlækninga-
tækja til augnlækningadeildar heilsugæzlu-
stöðvar Kópavogs. Tæki þessi munu gera
augnlækningadeild heilsugæzlustöðvarinn-
ar mögulegt, að veita alla augnlækninga-
þjónustu til Kópavogsbúa, aðra en þá, sem
krefs uppskurða á augum, sem aðeins getur
farið fram á sjúkrahúsum. Tækin munu
gera heilsugæzlustöð Kópavogs að bezt
búnu stöð sinnar tegundar á landinu og er
þetta mikilvægt, þar sem mjög erfitt er að
komast að hjá augnlæknum og biðtími er
mjög langur. Tæki þau, sem um er að
ræða eru eftirfarandi:
Sjóngler og öll tæki til gleraugnamæl-
inga. Tæki til glákugreiningar og til að
fylgjast með gláku og meðhöndlunar gláku-
sjúklinga. Tæki til greiningar á skjálgu,
rangeygni, og til meðhöndlunar á skjálgu.
Svokallaður rauflampi, sem er tæki til eins-
konar smásjárskoðunar á augum. Tæki til
aðgerða á augnalokum og til að fjarlægja
aðskotahluti úr augum. Tæki til aðgerða á
táragöngum augna og skoðana á táragöng-
um. Tæki til athugunar á litaskyni eða at-
hugun varðandi litblindu.
Fyrir þrem árum síðan valdi Kiwanis-
klúbburinn Eldey kaup á augnlækninga-
tækjum fyrir augnlækningadeild heilsu-
gæzlustöðvar Kópavogs, sem sérstakt styrkt-
arverkefni fyrir klúbbinn. Síðan þessi
ákvörðun var tekin, hefur öllu styrktarfé
klúbbsins verið varið til þessa stóra verk-
efnis. Til öflunar fjár til styrktarsjóðs
klúbbsins safna Kiwanismenn í Eldey fé
meðal Kópavogsbúa og annarra með sölu
kerta fyrir jól. Þannig ber Kópavogsbúum
heiðurinn af því, að gera Kiwanismönnum
í Kópavogi þetta mögulegt og er þeim inni-
lega þakkað fyrir aðstoð undanfarinna ára.
Verðmæti þessara augnlækningatækja er
samtals um fjórar milljónir króna.
Á sex ára starfsferli Kiwanisklúbbsins
Eldeyjar í Kópavogi hefur fé verið safnað
meðal Kópavogsbúa til kaupa á kennslu-
tækjum til sérkennsludeildar skólanna í
Kópavogi og einnig til kaupa á svokölluð-
um togbekk fyrir endurhæfingarstöð Kópa-
vogs. Einnig hefur klúbburinn safnað fé til
kaupa og uppsetningar á skíðalyftu í Blá-
fjöllum.
NESCO
U
Leiöandi fyrirtæki
á sviði sjónvarps
útvarps og hljómtækja
VERZLUN OG SKRIFSTOFA: LAUGAVEGI 10, REYKJAVlK. PÓSTHÓLF: 759. SlMI: 27788 (4 LlNUR).
K-FRÉTTIR 25
n