Kiwanisfréttir - 01.08.1988, Qupperneq 10

Kiwanisfréttir - 01.08.1988, Qupperneq 10
Þorbjörn Karlsson: Frá þinghaldi í Hamborg og Seattle EYRÓPUÞINGIÐ 1 Inngangur Evrópuþingið í Hamborg var auglýst sem afmælisþing í tvennum skilningi: í fyrsta lagi eru á þessu ári liðin 25 ár síðan fyrstu Kiwanisklúbbarnir voru stofnaðir í Evrópu, í Vínarborg, í Basel og í Brussel. í öðru lagi eru nú liðin 20 ár síð- an stofnskrárþing Evrópusambands Kiw- anis var haldið í Zurich í júní 1968. Með stofnskránni (constitution), sem þar var samþykkt, var stofnun Evrópusambands- ins staðfest. Þing þetta var fyrsta Evrópuþingið, en þau hafa síðan verið haldin á hverju ári. Til Evrópuþings komu að þessu sinni yfir 900 þátttakendur, Kiwanisfélagar, eiginkonur og annað fylgdarlið. Pingið var þannig með þeim fjölmennustu, sem haldin hafa verið, og hefur aðeins 13. Evrópuþingið í Mónakó 1980 verið fjöl- mennara. Þá var heildarþátttakan yfir 1000 manns. Frá íslandi kom um 60 manna hópur og verður það að teljast allgott, þar sem við höldum fyllilega okkar hlut miðað við félagafjölda, en íslenskir Kiwanisfélagar eru nú um 6% af Kiwanisfélögum í Evrópu. Er þátttaka okkar t.d. mun betri en þátttaka Norðmanna, en þaðan komu innan við 30 manns sem er afar lélegt þar sem Hamborg liggur svo að segja við bæjardyr þeirra. 2 Föstudagur 10. júní Klukkan 14:00 föstudaginn 10. júní var 21. Evrópuþingið, afmælisþingið, sem svo var kallað, sett í ráðstefnuhöll Hamborgar, Congress Centrum, af Kjörforseti Evrópu ávarpar Evrópuþingið í Hamborg. Evrópuforseta, Hannesi Payrich. Þar fluttu ávörp Hans Servais, umdæmis- stjóri Austurríkis-Þýskalands og Tony Kaiser, heimsforseti Kiwanis. Þá fór fram afheding KI-E verðlaun- anna, sem að þessu sinni féllu í hlut sam- bandsþings Evrópuráðs í Strassburg. Forseti sambandsþingsins, hr. Lous Jung, veitti verðlaununum móttöku, og flutti við það tækifæri ræðu, þar sem hann skýrði frá störfum þingsins, sögu þess og venjum. Þessu næst kynnti Evrópuforseti þá af 10 KIWANISFRÉTTIR

x

Kiwanisfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.