Kiwanisfréttir - 01.08.1988, Page 19

Kiwanisfréttir - 01.08.1988, Page 19
(þykkar pönnukökur með sýrópi, steikt- um pylsum og eggjum) var því öllu gerð góð skil. Þvínæst hófst skráning til leikja og afhending á mótshúfum (þ.e. Kiwan- isfélagar fengu húfu með Kiwanismerki en aðrir húfu frá Sparisjóði Keflavíkur og nágrennis en Sparisjóðurinn styrkti samkomuna með þessum húfum og voru þær vel þegnar). Eftir hádegið var gengið til leikja af ýmsum toga t.d. pokahlaup, reiptog, naglahlaup, hornabolti, leit að földum hlutum í fjallinu, og fótbolti, að lokum þar sem klúbbarnir kepptu um farand- bikar, en Setbergsfélagar úr Garðabæ unnu hann að þessu sinni úr hendi Hraunborgar í Hafnarfirði. Meðan leikirnir stóðu sem hæst kom flugvél eins félagans yfir svæðið og dreifði sælgæti yfir hópinn við mikinn fögnuð yngstu kynslóðarinnar. Um sexleitið var grillið tilbúið og mættu allir þar með sínar steikur og steiktu í góðum félagsskap. Eftir matinn kom fólk saman þar sem úthlutað var þátttökuskilríkjum til þeirra barna sem mættu á svæðinu og tóku þátt í leikjum og starfi Vigdísarvallahátíðar 1988. Úthlutað var 156 skírteinum og Bálkösturinn fyrir íkveikju. Yngsta kynslóðin í pokahlaupi. þótti ýmsum mikið til þeirra koma og þurfti að skrifa mörg auka skírteini því sumir höfðu gleymt að skrá sig. Pá fór fram verðlaunaafhending til þeirra sem unnu í sínum aldursflokkum, gull, silfur og brons eins og vera ber. Þar stigu margir stoltir niður af verðlaunapallinum með verðskuldaða viðurkenningu, sumir með fleiri en eina. Alls var úthlutað 63 peningum. Um kl. 21:00 var kveikt í um 5 metra háum bálkesti, í þröngu dalverpi inn af völlunum. Þar sátu fjölskyldurnar uppi í brekkunni og sungu gömul og góð ætt- jarðarlög við harmonikuundirleik Kol- brúnar Sveinbjörnsdóttur frá Grindavík. Uppúr kl. 23:00 mætti discótekið „Dísa“ á svæðið og hélt uppi dansi við góðan orðstír til kl. 04:00, spilaði lög við allra hæfi eldri sem yngri. Sunnudagurinn hófst á sama veg og laugardagurinn með morgunverði „A la Brú“. Upp úr hádeginu tóku menn höndum saman og hreinsuðu vel allt svæðið og þrifu svo að ekki var hægt að merkja að þarna höfðu 310 manns verið saman- komnir um helgina, Kiwanismönnum til sóma. Veðurguðirnir reyndust okkur vel, hlýtt var og logn, sólskin svona stundum en smá rigningarúða gerði á laugardags- kvöldið en það gerði engum mein og hefði svo vel getað verið miklu verra og ber að þakka það. Ástvaldur Eiríksson, formaður Vigdísarvallahátíðar 1988. KIWANISFRÉTTIR 19

x

Kiwanisfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.