Kiwanisfréttir - 01.08.1988, Page 22

Kiwanisfréttir - 01.08.1988, Page 22
Fríður hópur við upphaf Keilisgöngu. FRÉTTIR AF KEILI Mér datt í hug, að stinga niður penna eftir að heim var komið úr velheppnaðri útilegu á Vigdísarvöllum, þar sem klúbb- ar í Ægissvæði héldu fjölskylduhátíð og segja ykkur lítillega frá starfi okkar fél- aganna í Keili. f*að má segja að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem við tókum virkan þátt í Vigdísarvallarhátíð, en á okkar vegum tóku þátt í hátíðinni um 70 manns. Voru allir sammála um, að hátíðin hafi tekist vel og þeim sem henni stjórnuðu til sóma. Af okkur Keilisfélögum er það annars að frétta, að starfið í ár hefur gengið mjög vel undir frábærri stjórn forsetans okkar Árna Björgvinssonar og hans stjórnarmanna. í upphafi starfsárs var haldið ræðu- námskeið sem Magnús Jónasson úr Hraunborgu stjórnaði. Námskeiðið þótti takast vel, en það var aðallega haldið fyr- ir þá sem lítið höfðu haft sig í frammi á fundum. Fjáraflanir í styrktarsjóð voru með hefðbundnum hætti, en jólatréssala hef- ur verið aðalfjáröflun svo til frá stofnun klúbbsins, en hann var stofnaður árið 1970. Að þessu sinni gekk salan mjög vel og hefur sjaldan eða aldrei gengið betur. Aðalstyrktarverkefni klúbbsins hefur verið allt frá árinu 1976 Þroskahjálp á Suðurnesjum. Hefur klúbburinn ásamt öðrum Kiwanisklúbbum á Suuðurnesjum átt stóran þátt í mikilli uppbyggingu Þroskahjálpar, sem rekur nú sjúkraþjálf- un, leikfangasafn og skammtímavistun í eigin húsnæði. Á yfirstandandi starfsári gaf klúbburinn þroskahjálp ýmisskonar þjálfunartæki. Á árinu létum við unglingamál til okk- ar taka og gáfum félagsmiðstöðvum Myllubakkaskóla í Keflavík og Grunn- skólans í Njarðvík billiardborð og fleira. Einnig gáfum við á árinu Fjölbrautar- skóla Suðurnesja kr. 100.000,- til tölvu- kaupa. Fyrir nokkrum árum var samþykkt, að 25% af fjáröflun í styrktarsjóð, rynni í sjóð, sem nota á í sérstakt verkefni á 20 ára afmæli klúbbsins. Mætingar á fundi hafa verið mjög góð- ar eða 75% enda hafa fundir verið eftir- sóknarverðir, félagsmálafundir léttir og 22 KIWANISFRÉTTIR

x

Kiwanisfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.