Kiwanisfréttir - 01.12.1996, Blaðsíða 5

Kiwanisfréttir - 01.12.1996, Blaðsíða 5
l/lr heimahögunum Gott starf í Ægissvæði Síðasti svæðisráðasfundur starfs- ársins í Ægissvæði var haldinn í Kiwanishúsinu í Hafnarfirði laugar- daginn 14. ágúst 1996. Mæting var góð og fulltrúar voru frá öllum klúbbum í svæðinu. Sverrir Kaaber svæðisstjóri 1995-96 veitti þeim Dröfn Sveinsdóttur úr Sólborg, Hafnarfirði, sem valin var frábær klúbbritari, og Robert Pollard, frá Brú, Keflavíkurflugvelli, sem valinn var frábær klúbbforseti, viðurkenn- ingar á fundinum. Stefán Jónsson umdæmisstjóri lýsti yfir ánægju sinni með starfið í Ægissvæði. Það gladdi hann einnig að svæðinu hefur tekist að halda í horfinu með fjölda félaga, og er aukning um sjö félaga á árinu, miðað við upplýsingar á þessum fundi. Mannasiðir við háborðið Á umdæmisþinginu í Kópavogi var fræðslunefndin með sýningarfund, svokallaðan fyrirmyndarfund, sem átti að sýna fólki hvernig fyrirmynd- ar Kiwanisfundur færi fram. Nokkr- ir háttsettir embættismenn voru sett- ir við háborðið og var þeim fyrirlagt að haga sér ekki eins og menn eiga almennt að gera á Kiwanisfundi. Forseti átti síðan að áminna þá, öðr- um til eftirbreytni. Á fyrrnefndum svæðisráðsfundi í Hafnarfirði, kvartaði einn forseti yfir þessum „dónaskap” „yfirliðsins” og taldi hann hafa sett ljótan svip á annars ágætan fund. Umdæmisstjóri upp- lýsti þá fundarmenn um að þarna hefðu átt sér stað mistök í leikara- skapnum, - forseti, sem leikinn var af Soffíu Jacobsen fyrrverandi svæðisstjóra, gleymdi að áminna hina „brotlegu.” Var gert góðlátlegt gaman að þessu og höfðu sumir á orði að það hefði líklega hvort eð var ekkert þýtt fyrir Soffíu að reyna að áminna þetta lið. Þeir höguðu sér alltaf svona! Seinleg aðferð við fjölgun Óli Kr. Hrafnsson, forseti Sund- boða, fluttti skemmtilegan viðauka við hina formlegu skýrslu klúbbsins. Hann fjallaði um ánægjuleg sam- skipti Sundboða við aðra Kiwanis- klúbba sem hefði leitt til þess að nokkrir piparsveinar í Sundboða hefðu nælt sér í konuefni á þessum uppákomum. Vildi hann meina að þarna væri komin ágæt aðferð lil að fjölga í Kiwanishreyfingunni. Stef- án Jónsson umdæmisstjóri taldi þetta hið besta mál, en varaði inenn við að einskorða sig við þessa að- ferð við að fjölga félögum, það tæki allt of langan tíma. Kiwanisuppskriftir Róbert Pollard forseti Brúar á Kefla- víkurflugvelli, sagði frá skeminti- legri fjáröflun sem „Missouri- Arkansas”- umdæmið í Bandaríkj- unum hefði komið á framfæri. Um- dæmið gaf út matreiðslubók með allskonar uppskriftum sem fékk heitið „From Kiwanis Kitchens”, sem á Islensku gæti heitið „Ur Kiw- anis eldhúsum.” Hver kafli bókar- innar bar titilinn „við byggjum” (betri matarlyst, kökur, aðalrétti, sal- öd, o.s.frv.) og ineð því er vitnað í slagorð Kiwanis í léttum dúr. í bók- inni eru einnig upplýsingar um Kiw- anishreyfinguna. Bókin hefur notið mikilla vinsælda og hafa verið prentuð fjögur upplög nú þegar. Róbert kom með þá hugmynd að Ægissvæðið gæfi út svona bók sem heitið gæti „íslenska Kiwanis Mat- reiðslubókin.” Að sunnan Kiwanisklúbbarnir í Sögusvæðinu, sem nær frá Þorlákshöfn austur í Hornafjörð, að Vestmannaeyjum meðtöldum, gefa út blaðið „Um- hverfið” og hefur það nú komið út í 15 ár. Eins og nafn blaðsins bendir til, er það einkum tileinkað um- hverfismálum og segir í blaðhaus: „Til hvatningar í umhverfisvernd, hreinsun umhverfis og snyrtingu.” Ritstjóri og ábyrgðarmaður blaðsins um árabil, er hagyrðingurinn og félagi í Kiwanisklúbbnum Búrfelli, Hjörtur Þórarinsson. í forustugrein sem Hjörtur skrifar, vitnar hann í markmið Kiwanis og segir í fram- haldi af því:” Með þessi gullnu markmið í huga er ávallt von til að menn komi umhverfi sínu og sam- skiptum í viðunandi og betra ástand. Að þeir reynist góðir menn og batn- andi. Umhverfi okkar og öll um- gengni við byggð og búskap er í mikilli og vaxandi umræðu. Öll þessi umræða og framkvæmdir eru háðar því að markmið okkar sé að glata ekki trausti samferðamanna. Óteljandi eru dæmi erlendis um óhefta rányrkju og rániðju. Þar er traustið og heiðurinn og jafnvel mannslíf sett að veði gegn stund- argróða við hættulegan orku- og rániðjurekstur. Þá skal ekki gleymt hinum vitfirrtu styrjaldarátökum, vegna trúarskoðana, valdabaráttu og auðgræðgi. Þekking okkar á lög- málum náttúru og umhverfis eykst hröðum skrefum. Heilbrigði og sjúkdómavarnir manna og dýra eru í órofa keðju. Spilling og mengun í umhverfinu kemur manni fyrr eða síðar sjálfum í koll. Allt heil- brigðiseftirlit og aðhald er grund- völlur hollari lífshátta en ekki síst grunnar að nauðsynlegu trausti allra neytenda á matvælaframleiðslu okkar. En fyrst og síðast verðum við að bæta, vernda og styrkja okkar innra umhverfissvæði, þá mun það leiða til farsældar fyrir land og þjóð. Viðey og Hekla sameinast Kiwanisklúbburinn Viðey í Reykja- vík sem stofnaður var 16. september 1986 og því 10 ára gainall í ár, hefur verið lagður niður. Frumkvöðlarnir að stofnun þessa klúbbs komu upphaflega úr Heklu þannig að það er mjög við hæfi að félagarnir í Viðey hafa nú allir sem einn gengið KIWANISFRÉTTIR 5

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.