Kiwanisfréttir - 01.12.1996, Blaðsíða 20

Kiwanisfréttir - 01.12.1996, Blaðsíða 20
Ósgarður hús Kiwanisklúbbsins titytd Ólafsfirðí Árið 1989 keypti klúbburinn Strandgötu 21, en það hús heitir Ósgarður og var byggt árið 1925. Efri hæð hússins er 68, 9 fermetrar og neðri hæðin 66 fermetrar. Ekki voru þá lil miklir sjóðir til húsakau- pa. Félagar ákváðu þá að hætta að hafa mat á fundum í tvö ár og greiða matarverðið í hússsjóð. Nokkrar endurbætur hafa verið gerðar á hús- inu síðan klúbburinn eignaðist það. Skipt var um alla glugga á efri hæð og þak lagfært að hluta. íbúð er á neðri hæð hússins, og er hún leigð út. Félagsmálafundir, stjórnarfundir og nefndafundir klúbbsins, eru haldnir í húsinu. Þar er einnig fram- kvæmd öll vinna er lýtur að fjár- öflun og þar hefur Sinawik haldið sína fundi. Einnig hefur húsið verið leigt ýmsum félögum svo sem Kiwanislnísið Ósgarður, Ólafsfirði. Reiki, Ljósinu, Heilun, Línunni, Skotfélaginu og Hestamannafélagi Ólafsfjarðar, fyrir fundi og ýmsar uppákomur. Af framangreindu má sjá að húsið er mikil lyftistöng fyrir starfsemi klúbbsins okkar. Þorgeir Gunnarsson Kiwanísklúbburinn Keilir vnritií / Sýnið varúð!, böm á leið í skólann REYKJANESBÆR FORELDRAR KIWANIS bornln tyrst o£ tromst. Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ, forel- drafélag skólanna í bænum ásamt Kiwanisklúbbnum Keili í Keflavík, ákváðu að setja upp borða yfir tvær umferðarþungar götur í Keflavík. Þetta var gert um svipað leyti og nemendur hófu skólagöngu í haust. Á borðunum stóð: Sýnið varúð!, böm á leið í skólann, Reykjanesbær, for- eldrar, Kiwanis, bömin fyrst og fremst. Tilgangurinn var að vekja athygli ökumanna sem þarna áttu leið um, á því að sýna varúð og taka tillit til ungra nemenda á leið í skólann. Kiwanisklúbburinn Keilir tók með ánægju þátt í þessu verkefni þar sem einkunnarorð okkar eru Bömin fyrst og fremst. 20 KIWANISFRÉTTIR

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.