Kiwanisfréttir - 01.12.1996, Blaðsíða 17

Kiwanisfréttir - 01.12.1996, Blaðsíða 17
^þynUlritúr Þar sem lítið hefur heyrst í okkur á þess- um vettvangi á s.l. ári, er rétt að líta að- eins um öxl og geta þess helsta í starfi klúbbsins á liðnu starfsári. Heimsóttir voru þrír klúbbar, Smyr- ill, Korri og Katla. Það verður að segjast eins og er að ekki tóku margir félagar þátt í þessum heimsóknum og þyrftum við að taka okkur á í þeim efnum. Heimsóknir í aðra klúbba og aukin kynni eru mjög nauðsynleg í öllu okkar starfi. Um áramótin fékk forsetinn okkar Stefán L. Pálsson leyfi frá störfum, en hann gerðist veiðieftirlitsmaður á haf- svæði því sem kallað er „Flæmski hatt- urinn“ og sá þar um að landinn færi eftir settum reglum. Stefán hélt sambandi við félaga sína með léttum bréfaskrift- um og tók stundum félaga með sér í huganum á flæmska hattinn. Kjörfor- seti, Halldór Fr. Jónsson, tók við sem forseti og hefur hann nú gegnt forseta- embætti í Þyrli allra manna lengst. Skógrækt Hið árlega skógræktarátak Þyrils og Sinawik var hinn 18. júní og þegar gróðursetningu lauk var heilmikil grill- veisla. Eins og áður hefur komið fram í þessu blaði fékk Þyrill úthlutað landi frá Akraneskaupstað í Miðvogslandi og hefur gróðursetningin farið fram á hverju ári um nokkurt skeið. Búið er að skipuleggja þetta svæði sem framtíðar útivistarsvæði. íþróttamót I tilefni af 50 ára afmæli IA fóru mörg íþróttamót fram hér á Akranesi í ýmsum greinum. Þar á meðal var Islandsmót fatlaðra og sá íþróttafélagið Þjótur um það af hálfu ÍA. Þyrilsfélagar aðstoðuðu við framkvæmd mótsins. M.a. unnu þeir við að koma fyrir borðum, stólum og palli í íþróttahúsinu að Jaðarsbökkum, vegna lokahófs og verðlaunaafhend- inga. Og síðan komu þeir salnum í samt lag aftur að lokahófinu loknu. Mótið tókst vel í alla staði. Kötlufélagar gáfu öll verðlaun á mótinu. Fjáröflun og styrkir Aðal fjáröflun klúbbsins sem er flug- eldasala, gekk mjög vel og varð hagn- aður af henni kr. i .094.706. Á aðalfundi klúbbsins var úthlutað styrkjum að upphæð 410.000 til sjö aðila. Félagafækkun Fækkun félaga er áhyggjuefni. Við upp- haf starfsárs vorum við 41 en í dag erum við 38. Tuttugu og sjö félagar hafa gengt starfi forseta frá upphafi, þar af eru sex hættir í klúbbnum. Hreyfingin er sífellt að berjast við mál af þessu tagi. Gegnumstreymi og erfiðleika við að fá ungt fólk til starfa. Sömu spurningarnar koma upp aftur og aftur. Er Kiwanis ekki nógu aðlaðandi? Er starf í þjón- ustuklúbbum orðið úrelt? Kostar þetta ekki of mikið? En ef menn vilja láta gott af sér leiða fyrir þá sem minna mega sín, þá er þetta vettvang- urinn. Þjóðfélagið hefur breyst og klúbbarnir þurfa að endurskoða starfíð í ljósi þess. Það má aldrei verða stöðnun í starfi Kiwanis. Það þarf að efla almanna- tengsl og samstarf við ljölmiðla. Fræðsla um vímuefnavarnir Kiwanisklúbburinn Þyrill stóð ásamt, Sinawik á Akranesi, Lions- og Lion- essuklúbbum Akraness, Rotaryklúbbn- um og Soroptimistaklúbbi Akraness, fyrir fræðslufundi um vímuefna vamir í Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akra- nesi, þann 8. október s.l. Fyrirlesarar voru Pétur Tyrfingsson ráðgjafi hjá SÁÁ, Ólafur Guðmundsson hjá forvarnadeild lögreglunnar í Reykjavík og fulltrúi frá „jafningja- fræðslunni.“ Á þennan fund var sérstak- lega boðið unglingum á aldrinum 16-20 ára og forráðamönnum þeirra, en með þessum fundi vildu þau félagasamtök sem að honum stóðu leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að sporna gegn neyslu vímuefna og álykta að „fræðsla sé forvörn.“ Vonandi taka foreldar og hin glæsilega æska þessarar þjóðar höndum saman og reyna að uppræta þesa vá. Fundurinn var vel sóttur. Þyrilsfélagar og Jjölskyldur planla trjám. Halldór Fr. Jónsson forseti Þyrils afltendir Olafi Jónssyni fyrsta forseta Þyrils gjöf í tilefni sextugs afmœlis lians. Sameiginlegt verkefni Hinn 30. október s.l. heimsótti okkur svæðisstjóri Eddusvæðis, Gísli H. Árnason, ásamt átta félögum sínum úr Höfða. Gísli sagði frá starfi sínu og ferðalögum í klúbba sem sumar hverjar voru hálfgerðar hrakafallasögur og er greinilegt að ýmislegt getur komið upp á hjá mönnum sem þurfa að ferðast um landið okkar og eru kannske ekki alveg með staðhætti á hreinu. Gísli kynnti þá hugmynd sína að efna til sameiginlegs styrktarverkefnis svæðisins en með því vill hann efla tengsl á milli klúbbanna í svæðinu. Verkefnið er fatasöfnun handa bágstöddum í Lítháen. Ákveðið var á svæðisráðsfundi í Ólafsvík 10. nóvem- ber að fara út í þetta verkefni, en þar skírði Gísli nánar frá útfærslu þess. Þyrilsfélagar samþykktu að taka þátt í þessu verkefni. Atlamót Atlamótið í fjaðrabolta (badminton ) fór fram í íþróttahúsinu á Akranesi 2. nóv. s.l. Mót þetta hefur verið haldið árlega um árabil, en það er til minningar um Þyrilsfélagann Atla Þór Helgason er lést af slysförum fyrir nokkrum árum. Kiwanisklúbburinn Þyrill hefur séð um og gefið öll verðlaun á þessu móti. Maður mótsins að þessu sinni var Skagamaðurinn Ámi Þór Hallgrímsson úr TBR sem er landsliðsmaður í bad- minton. Hann vann þrefaldan sigur í mfl. (Þeir geta fleira en sparkað í bolta á Skaganum). Mót þetta er mjög sterkt og gefur stig til landsliðssætis. Forseti Þyrils, Halldór Fr. Jónsson, afhenti verðlaunin ásamt Ólafi Erni, syni Atla Þórs heitins. Þyrilsfélagar senda sínar bestu jóla- og nýársóskir til allra Kiwanisfélaga og fjölskyldna þeirra, með ósk um gott og árangursríkt starfsár. Akranesi í nóvember 1996 Þröstur Stefánsson, blaðafulltrúi. KIWANISFRÉTTIR 17

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.