Kiwanisfréttir - 01.12.1996, Blaðsíða 8

Kiwanisfréttir - 01.12.1996, Blaðsíða 8
Örnólfur Þorleifsson umdœmisstjóri tekur við skírteini umdœmisstjóra úr liendi Jerrys Christianos, heimsforseta. Frá vinstri: Anita Christiano, Jerry Christiano, Örnólfur Þorleifsson og Brynja Einarsdóttir. verðlaunin (Growth Award) og þjónustuverðlaunin (Service Award)). Til þess að hljóta verðlaun fyrir Joðverkefnið þarf klúbburinn að fræða félaga sína um verkefnið, gera framkvæmdaáætlun, setja sér mark- mið og ná því áður en starfsárinu lýkur. Til þess að fá viðurkenningu fyrir góða stjórnun klúbbsins þarf klúbburinn að uppfylla nokkur skil- yrði eins og að sækja fræðslu fyrir embættismenn, gera fjárhagsáætlun á réttum tíma, og greiða gjöld sín. Til þess að vinna til þjónustuverð- launa þarf klúbburinn að uppfylla fjögur skilyrði í styrktarverkefnum og er eitt þeirra “Börnin fyrst og fremst.” Til þess að fá fjölgunar- verðlaun þarf klúbburinn að setja sér markmið í fjölgun og ná því og forseti klúbbsins þarf sjálfur að koma með einn nýjan félaga. Klúbb- urinn þarf að ná nettófjölgun félaga á starfsárinu. Itarlegri upplýsingar er hægt að fá hjá umdæmisskrifstof- unni í Reykjavík Kiwanishreyfingin fær verðlaun fyrir opnunarhá- tíðina á heimsþinginu Þetta eru svokölluð PACE verðlaun sem eru veitt af Indiana Association of Event Professionals og voru verðlaunin veitt fyrir opnunarhátíði- na á Heimsþinginu í Salt Lake City, sem þau Eyjólfur Sigurðsson Heimsforseti og kona hans Sjöfn Ólafsdóttir stóðu fyrir. Verðlaunin voru veitt fyrir besta hljóð, bestu lýsingu og bestu “audio/visal” ”effekta.” í fréttinni er sérstaklega minnst á kynninguna á Eyjólfi og Sjöfn þar sem notuð voru atriði er táknuðu eldgos með tilheyrandi tæknibrellum í hljóð- og sjónhverf- ingum. Meetings and Convention Department (deild sem sér um ráðstefnhald og þing KI) fær ham- ingjuóskir fyrir þetta atriði. 7Væ&ta eintak 'Kjíuaniáfrétta heniur útí apríl 1997. ‘Efni í það klað nerður að íiafa baii&t ritnefnd ekki csíðar en 15. mar& til til þe&& að tiffqcfja hirúngu. Saga /Ohulnis til styrktar joðverketnínu Áður en „Saga Kiwanis“ var gefin út af umdæminu árið 1994 var það vitað að selja þurfti ákveðin fjölda eintaka til þess að standa undir kostnaði við útgáfu bókarinnar. Kostnaði var í hóf stillt m.a. vegna hag- stæðra kjara hjá Bókaútgáfunni Skjaldbreið, en þar sat Eyjólfur Sigurðsson fráfarandi heimsforseti þá við stjórnvölinn. Klúbbarnir skuldbundu sig til að kaupa ákveðinn fjölda eintaka, sem þeir og gjörðu, og þar með var björninn unninn. Þegar upp var staðið voru eftir um 600 eintök óseld og ákvað umdæmis- stjórn að ágóðinn af sölu þeirra rinni óskiptur til Joðverkefnisins. Þetta framtak umdæmisins er eins- dæmi enn sem komið er innan Kiwanishreyfingar- innar. Islenska er eina tungumálið auk frummálsins enskunnar, sem bókin hefur verið gefin út á, en að sjálfsögðu er það í góðu samræmi við hefð okkar sem bókmennatþjóðar. Því miður hefur sala þessai'a auka- eintaka verið dræm þótt vitað sé að fjöldi Kiwanis- félaga hefur ekki keypt eða lesið bókina. Það hlýtur að vera áhugavert fyrir alla Kiwanisfélaga að eiga þessa bók sem er einstök heimild um upphaf og sögu hreyftngarinnar auk þess sem í henni er viðauki um Kiwanishreyfinguna á Islandi eftir þá félaga Bjarna B. Ásgeirsson og Þorbjörn Karlsson, fyrrverandi Evrópuforseta. Þar er einnig að finna greinargóðar upplýsingar um Evrópusambandið og bernskuár þess. Eins og bent er á í auglýsingu hér í blaðinu er bókin einnig tilvalin sem gjöf til fyrirlesara á Kiwan- isfundum. Umdæmisstjórn hefur nú ákveðið að gera átak í því efni að selja þessi aukaeintök af bókinni og hvetur blaðið Kiwanisfélaga og klúbba til að bregðast vel við. Með kaupum á bókinni geta Kiwanisfélagar lagt sitt persónulega lóð á vogarskál Joðverkefnisins. 8 KIWANISFRÉTTIR

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.