Kiwanisfréttir - 01.12.1996, Blaðsíða 18

Kiwanisfréttir - 01.12.1996, Blaðsíða 18
\Jísna horníð Þessar tvær vísur eru úr blaði sunn- lenskra Kiwanismanna, Umhverfinu og kæmi ekki á óvart að höfundurinn væri Hjörtur Þórarinsson. Sunnlendingar fremstir fari framar öðrum jafnan skari og sjái Suðurland hreinna hœði á legi og landi og loftið verði ómengandi Sókn um Suðurland Og meira er af Hirti að segja: Hann þurfti að leiðrétta félagatalið og gerði það á þennan hátt: Utstrikunin var ei virt sem var á þessu blaði. Það gekk til baka, gagnlaust birt og Guðlaug upplífgaði. Um Hveragerði: Hverasvæðið hvergi fegra hvetur líf í umferðina. Umhverfið hér yndislegra en áður var um Fossflötina. Meira að norðan Kiwanisklúbburinn Hrólfur á Dalvík efndi til hagyrðingakvölds 2. nóvember s.l. Hagyrðingarnir sem tóku þátt í kvöldinu að þessu sinni voru, Hjálmar Freysteinsson læknir á Akureyri, Björn Þórleifsson forstöðumaður öldrunar- mála á Akureyri, Friðrik Steingrímsson, Svanhildur Sumarrós Leósdóttir og Stefán Vilhjálmsson. Yfirskrift kvölds- ins var „Hláturinn lengir lífið.“ Hér eru nokkrar glefsur úr prógramminu sem blaðið Bæjarpósturinn á Dalvík skýrir frá. Hjálmar og Björn höfðu fyrr um daginn setið ráðstefnu um öldrunarmál. Þar var rætt um nýja tegund af plástri sem gæti hægt á öldrun. Um það kveður Bjöm: Upp þó hrannist hrukkurnar hress og glöð við áfram bjástrum. Og stöðvum áhrif öldrunar, með alveg nýjum rassaplástrum. Hjálmari varð hugsað til yfirskriftar kvöldsins og sagði: Þó skemmtun sé góð mig skelfir hitt skaparans hefnigirni. Ef hláturinn lengir lífið mitt lendi ég þá hjá Birni? Hagyrðingarnir voru beðnir að botna nokkra fyrriparta. Einn var svona: Bráðum verður borað gat beint til Siglufjarðar. Stefán hugsaði til Kristjáns Mullers og sagði: Kristján býður mér í mat það mest af öllu varðar. Annar fyrripartur var svona: Inn um fjörðinn andar hljótt œði kaldri stroku. Rósa botnar svona: Sigli ég um sundið mjótt senn í dimmri þoku. Ennfremur: Nú legg ég minni leku gnoð og leigi frá mér kvótann Friðrik botnar svona: Framvegis ég fisk í soð fœ með því að skjót 'ann. Labbar Flóki um Luxemburg og leitar sóknarbarna Stefán bætir við: Finnur kassa fer á torg fátt mun þá til varna. Hjálmar bætir þessu við: Eg hefum það pottþétt og prentuð gögn að prestum sé aldrei sparkað. En séu þeirfúlir má salta þá ögn og senda á Evrópumarkað. Víða í Evrópu vita menn flest um verðleika íslenska hestsins. En lœra á nœstunni líklega mest um lundaifar íslenska prestsins. Hjálmar spurði og hafði þennan for- mála: Þegar rökkvar rekkar heyra refagól úr fjallasalnum. Þetta lœtur illa í eyra Er orðið reimt í Svan’arðardalnum? Friðrik var fljótur að svara: Magnaður í myrkri snar margur leynist hroðinn. Fráleitt vil ég flœkjast þar feifœttur og loðinn. Hjálmar vakti máls á beinu flugi og áhyggjum kaupmanna af verslun elendis. Konur hœtta að kaupa blóm kreppudraugur sveimar. Sáralítið selst afskóm þó sumir kaupi reimar. Heilbrigðisráðherra sendir HEILBRIGÐIS - OG TRYGGINGAMÁLARÁÐUNEYTIÐ REYKJAVlK Kiwanishreyfingin á íslandi Engjateigi 11 105 Reykjavík. TILV. RÁÐUNEYTIS DAGS. 96080147 17. október1996 10070 IP/IMH Á alþjóðadegi geðsjúkra þann 10. október s.l. lögðuð þið fram ómetanlegan skerf til málcfna geðsjúkra i landinu með framlagi ykkar til Barna- og unglingagcödcildar Landspítala, sem var íbúð til afnota fyrir aðstandendur geðsjúkra bama og unglinga. Ráðuneytið vill af því tilefni þakka ykkur ómetanlegt framlag til heilbrigðisþjónustunnar í landinu. Með innilegu þakklæti og virðingu 18 KIWANISFRÉTTIR

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.