Kiwanisfréttir - 01.12.1996, Blaðsíða 9

Kiwanisfréttir - 01.12.1996, Blaðsíða 9
IÐ DYRNAR "Á }Á íff stínÁ víi Áyrndr kny á" (OPINB. JOH. 3.,20) Þetta segir Jesús Kristur í okkar helgu bók. Þessi orð hans eru ekki jólatexti. En þau minna okkur á jólin, af því að þau segja okkur, að Jesús sé kominn til mannanna. Hann knýr á dyr hjarta þíns og biður þess að fá að komast þar inn. Þar vill hann undirbúa hina sönnu jólahátíð. Frá því hefur verið sagt, að þegar Vilhjálmur 2. Þýskalandskeisari kom eitt sinn í heimsókn til Jerúsal- em, þá hafi soldáninn þar í borg sent vagn á móti honum til þess að flytja hinn tigna gest síðasta spölinn. En þegar til átti að taka kom í ljós, að vagninn var svo stór og fyrirferða- rmikill, að hann komst ekki í gegn- um hin þröngu, sögufrægu borgar- hlið. Nú voru góð ráð dýr, og varð niðurstaðan sú, að soldáninn skipaði svo fyrir, að hluti borgarmúranna skyldi rifinn niður, svo hliðið yrði nógu breitt, og nýr vegur lagður, til þess að keisarinn kæmist hindrunar- laust inn í hina helgu borg. „Sjá, ég stend við dyrnar og kný á,“ segir konungurinn Kristur. Þegar hann kemur og óskar eftir inngöngu í hjörtu okkar jarðarbarna þá kemur hann, því miður, oftast að luktum dyrum. Það eru aðeins litlu börnin, sem ekki geta lokað hann úti. Allir aðrir geta lokað dyrum hjarta síns fyrir hinum almáttka. Þeir loka með löngun sinni til að syndga, með óbeit sinni á því að leyfa honum að hreinsa hjartað og upplýsa það, með stærilæti sínu, sjálfsréttlætingu og þrjósku við að gera vilja Guðs virkan í lífi sínu. Þess vegna verður að greiða Drottni veg. Ekki af því að hann sé svo stór og fyrirferðarmikill, heldur af því að hjartarúm okkar er svo lítið, þar er svo yfirfullt af ýmsu öðru, sem alls ekki ætti að eiga þar heima. Það er heilög trú, sem opnar Drottni leiðina að hjarta þínu. Guðs góði, heilagi andi ryður veginn þangað. En hann fer ekki neina að múrnum, sem umlykur hjartað. Hann slævir andstöðu þína og brýtur niður stærilæti þitt, svo að þú finnur vanmátt þinn og þörf á frelsara. Að lokum er aðeins um þína eigin vilja- ákvörðun að ræða. Viltu hætta and- stöðu þinni við Drottinn, opna dyrnar fyrir frelsara þínum, þegar hann kemur og knýr á? Hann vill eiga sitt ríki í hjarta þínu. Hann vill hafa frjálsan og daglegan aðgang að öllunt vistar- verum og afkimum þess. Hann vill hafa áhrif á og móta hugmyndir þín- ar, langanir og þrár, hugsanir þínar og viljastefnu alla. En hann ryðst aldrei inn. Hann stendur kyrr við dyrnar og knýr á. Að utanverðu á hurðinni er ekkert handfang, taktu eftir því. Það er að innanverðu, þín megin. Viltu þá ekki Ijúka upp fyrir honum? Ef þú gerir það, þá hefir aðventan öðlast þann tilgang, sem henni er ætlaður: Að veita þeim. sem þannig tekur á móti jólagestin- uin góða, varanlega lífsgæfu. Þá mætir þú jólunum á þeirra eigin vegi og bæn þín til hans, sem á jólunum fæddist, jólabarnsins blessaða og góða, Jesú Krists, finnur sér farveg í þessum orðum skáldsins: „O, gefmér kraft að grœðafáein sár, °g gjörðu bjart og hreint í sálu minni, svo verði hún kristalstœr sem barnsins tár og tindri í henni Ijómi afhátign þinni. 0, gef mér barnsins glaðan jólalmg, við geisla Ijósadýrðar vœrt er sofnar. Þá hefur sál mín sig til þín á flug, og sérhvert ský á himni mínum rofnar. ” Þegar slíkrar jólabænar er beðið, þá verður bjart í sinni og sál við ljósið hans, sem á hjartadyrnar knýr. Mætti það undur trúarinnar verða veruleiki á hverju heimili og í hverju hjarta á þeim jólum, sem nú fara í hönd. Þá átt þú, með Jesú, og í hans nafni: Gleðileg jól. Björn Jónsson KIWANISFRÉTTIR 9

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.