Kiwanisfréttir - 01.12.1996, Blaðsíða 13

Kiwanisfréttir - 01.12.1996, Blaðsíða 13
w mclæmísþing 1996 Þórólfur Jónsson forseti Hrólfs, Dalvík, tekur viö K-lyklinum. Kjör embættismanna Á þinginu var staðfest kjör embætt- ismanna umdæmisins án mótfram- boðs. Einn maður , Georg Þór Krist- jánsson fyrrverandi svæðisstjóri Sögusvæðis, Helgafelli, Vestmanna- eyjum, var í kjöri til embættis kjör- umdæmisstjóra 1997-98, og var kjör hans staðfest samhljóða. Ný lög Ný lög umdæmis og klúbba voru samþykkt á þinginu. Jafnframt var samþykkt að láta íslenskufræðing yfirfara textann áður en lögin færu í prentun. Nýju lögin eru í samræmi við nýjustu útgáfu staðlaðra laga Alþjóðasambands Kiwanis. Uindœiiiisstjóralijóiiin fœra Herdísi Hinriksdóttur Islandi, blómvönd. Breytingar á þinghaldi Nokkrar breytingar á þinghaldinu voru samþykktar. Veigamest þeirra er vaflaust sú tillaga sem samþykkt var og er um að breyta þingjöldum þannig að þeim verði jafnað niður á félaga og að klúbbar greiði þinggjald í samræmi við félagatölu sína fram- vegis. Gisting og lokahóf verða tek- in út úr þinggjaldinu og verða klúbb- arnir því sjálfir að sjá fulltrúum sín- um fyrir gistingu. Samþykkt var að athuga möguleika á að færa þá fræðslu sem farið hefur fram á þing- inu út í svæðin. Samþykkt var tillaga frá færeysku klúbbunum um að athuga hvort ekki væri hægt að halda um- dæmisþingið í Færeyjum árið 2001. ekkju Einars Jónssonar stofnanda Kiwanis á K-lykillinn Kiwanisklúbburinn Hrólfur, Dalvík, hlaut K-lykilinn fyrir athyglisverð- asta styrktarverkefnið. Verkefni hans var að fá rafmagnsbíla sem síð- an voru notaðir í samvinnu við lög- regluna til umferðarfræðslu í skól- um. Fjölmiðlabikarinn Kiwanisklúbburinn Herðubreið, Mývatnssveit, hlaut Fjölmiðlabikar- inn fyrir klúbblað sitt sem nú hefur komið út í sjö ár samfleitt og dreift er ókeypis í byggðarlaginu. Norðmennirnir Odd Dahl ogfrú inœttu iþjóðbúninguin. . U///UCT7M'iw Ellert Hauksson forseti Herðubreiðar í Mývatnssveit, tekur við Fjölmiðlabikarnum. KIWANISFRÉTTIR 13

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.