Kiwanisfréttir - 01.12.1996, Blaðsíða 21

Kiwanisfréttir - 01.12.1996, Blaðsíða 21
mæns uDDsms Súlna Afmœlishátíðin sett i' hellinum í Múlagöngum. Tuttugu ára afmælishátíð Kiwanis- klúbbsins Súlna á Ólafsfirði, var haldin 18. maí s.l. Hundrað og tutt- ugu félagar og gestir frá mörgum klúbbum sóttu þessa afmælishátíð, þeirra á meðal umdæmisstjóri, Stefán R. Jónsson og fráfarandi Evrópuforseti, Ævar Breiðfjörð. Safnast var saman við félagsheimil- ið Tjarnarborg, kl. 18.30 og farið í rútum út í helli í Múlagöngum, sem upplýstur var með kertaljósum. Þar setti forseti hátíðina og bauð gesti velkomna. Fyrst á dagskránni var söngur Stefáns V. Ólafssonar við harmónikuundirleik Jóns Arnasonar frá Syðri-Á. Síðan var skálað í Múlamiði, sem seitlar út úr berginu í miðjum göngunum. Að því loknu var séra Svavari A. Jónssyni afhent veislustjórn. Var nú haldið aftur í félagsheimilið þar sem dagskráin hélt áfram meðan setið var undir borðum. Margar ræður og árnaðar- óskir voru fluttar og gjafir þegnar. Einn stofnfélagi, Gunnar Björnsson, var gerður að heiðursfélaga. Þess má geta að þegar Gunnar var forseti Hér hampar Þorgeir forseti afmœli- gjöf frá móðurklúbbnum, Hrólfi, Dalvík. í Súlum, var Ævar Breiðfjörð um- dæmisstjóri og þótti okkur því við- eigandi að fá hann til að sæma Gunnar þessari nafnbót. Tveir nýir félagar voru einnig teknir inn í klúbbinn. Allir stofnfélagar fengu áritaðan skjöld með nafni sínu. Þess skal getið að þrettán félagar af tutt- ugu og sex, eru stofn félagar. Hákon Aðalsteinsson, skógarbóndi á Hér- aði, sá um gamanmál á meðan á borðhaldi stóð. Síðan var stiginn dans fram eftir nóttu við undirleik hljómsveitarinnar „Tvöföld áhrif.“ Þótti okkur afmælishátíðin takast að öllu leyti vel. Að lokum fylgir vísa frá ónefnd- um velunnara Kiwanishreyfingar- innar. A Kiwanisþingi er karlafjöld. Þeir kappsamir stunda sín ræðuhöld. Að Ijá mörgum lið, þeir lofa þann sið. Já klúbbur sá lifi um ár og öld. Með Kiwaniskveðju, Þorgeir Gunnarsson, forseti. Ævar Breiðfjörð afhendir Gunnari Björnssyni viðurkenningu heiðursfélaga í Súlum. Kona Gunnars, Birna Björnsdóttir, fylgist með. KIWANISFRÉTTIR 21

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.