Kiwanisfréttir - 01.04.1997, Blaðsíða 7

Kiwanisfréttir - 01.04.1997, Blaðsíða 7
1/(y heimahögunum Golfmót Eddu-, Þórs- og Ægissvæðis 19. júlí 1997 Golfmót Eddu- Þórs- og Ægissvæðis verður haldið á golfvellinum við Sandgerði laugardaginn 19. júlí n.k. og hefst kl. 10. Völlurinn er 9 holur 2640 metrar af gulum og 2297 metrar af rauðum teigum par 35, hannaður af Hannesi Þorsteinssyni golfvallahönn- uði, byggður á jörðunum Vallarhúsum og Kirkjubóli, skammt fyrir norðan Sandgerði, mitt á milli Sandgerðis og Garðs. Völlurinn var vígður og tekinn formlega í notkun í júní 1994. Síðast- liðið sumar var svo vígður og tekin í notkun nýr glæsilegur golfskáli með mjög fullkominni aðstöðu. Þar er hægt að fá léttari veitingar og allar helstu golfvörur. Golfmót svæðanna þriggja var síð- ast haldið á Húsatóftavelli við Grinda- vík 20. júlí 1996. Glæsilegir verð- launagripir voru afhentir í mótslok. Þá lentu í l. til 3. sæti án forgjafar félagar úr Ægissvæði og í l. sæti með forgjöf félagi úr Þórssvæði og í 2. og 3. sæti félagar úr Ægissvæði. Þátttaka var: Eddusvæði 4, Þórssvæði 5, Ægis- svæði 16, konur voru 9 og 3 gestir samtals 37. Félagar og eiginkonur úr svæðunum eru hvattir til að mæta, einnig eru allir Kiwanisfélagar úr öðr- um svæðum velkomnir og leika þá með sem gestir. Munið að hafa með forgjafarskír- teini, til að sýna við skráningu á móts- stað. Á golfþingi í febrúar síðastliðn- um var samþykkt að taka í notkun nýtt forgjafarkerfi, svokallað „SLOPE“ kerfi, sem tók gildi frá síðustu áramót- um. í því er gert ráð fyrir að núverandi forgjöf sé miðuð við að erfíðleika- stuðull vallar sé 113. Hafí völlur sem leikið er á hærri stuðul, hækkar forgjöf leikmanns samkvæmt ákveðn- um reglum, því er nauðsynlegt að leikmaður hafi í forgjafarskírteini skráða leikforgjöf með einum auka- staf. Dæmi um útreikning forgjafar: Forgjöf sinnum slope deilt með 113. Hafi maður 22.6 í forgjöf (þá er leikin forgjöf 23), reiknast forgjöf á Sand- gerðisvelli sem hefur erfiðleikastuðul- inn 124, þannig: 22.6 sinnum 124 deilt með 113 = 24.8 og því leikin for- gjöf 25. Mætum öll með góða skapið og góða skemmtun. Kiwanisdúkkan Kiwanisklúbburinn Katla í Reykjavík, hefur ákveðið að taka þátt í verkefn- inu með Kiwanisdúkkuna. Þeir hafa fengið Hörpukonur í lið með sér og munu þær sjá um saumaskapinn. Stefán R. Jónsson frábær umdæmisstjóri. Umdæmið fær stjórnunarverðlaun Stefán R. Jónsson fráfarandi umdæm- isstjóri var einn af 11 umdæmis- stjórum í heiminum sem útnefndir voru „Distinguished Governor, eða frábærir umdæmisstjórar“ á síðasta starfsári. Þrír aðrir Evrópumenn hlutu þessa viðurkenningu, en það eru umdæmisstjórar Sviss-Liechtenstein, Þýskalands og Austurríkis. Einn var frá Taiwan og einn frá Kanada, en hinir voru frá Bandaríkjunum. Einnig fékk umdæmið stjórnunarverðlaunin „District Administrative Excellence Award“ fyrir starfsárið 1995-96. Níu önnur umdæmi fengu þessi verðlaun en þar af var aðeins eitt Evrópu- umdæmi, Þýskaland. Þetta er í annað skiptið sem umdæmið hlýtur þessi verðlaun. Fyrra skiptið var á starfsári Sæmundar Sæmundssonar, 1993-94. Kiwanisráðstefna í janúar Ráðstefna Einherja og Umdæmis- stjórnar um Kiwanismálefni var hald- in í Kiwanishúsinu í Reykjavík laug- ardaginn 25. janúar s.l. Ráðstefnan var ekki eins vel sótt að þessu sinni og í fyrra og má vera að leiðinlegt veður og flensa hafí haft áhrif á þátttökuna. Aðal málefni ráðstefnunnar nú voru Joðverkefnið og K-dagurinn auk ann- arra mála. Framsögumenn voru Guð- mundur Pétursson formaður Joð- nefndar og Sverrir Karlsson formaður K-dagsnefndar 1994-96. Þátttaka í umræðum var góð. Fjörutíu manns frá sautján klúbbum tóku þátt í ráðstefn- unni. Ráðstefnugestir voru beðnir um að svara nokkrum spurningum um ráðstefnuna og málin sem voru á dag- skrá. Svörin við þessum spurningum ásamt fundargerð ráðstefnunnar hafa verið send öllum klúbbum í unrdæm- inu. Reykingabann á fundum? Kiwanisklúbburinn Kirkjufell í Grundarfirði hefur lagt fram tillögu um að tóbaksreykingar verði bannað- ar á öllum fundum í Kiwanisumdæm- inu Island-Færeyjar. Umdæmisþing á vorin? Á svæðisráðsfundi Ægissvæðis sem haldin var 18. janúar 1997 í Hafnar- firði var samþykkt tillaga frá Kiwan- isklúbbnum Keili í Keflavík þess efn- is að beina þeim tilmælum til um- dæmisstjórnar að hún skipi vinnu- nefnd sem fái þann starfa að kanna kosti og galla þess að umdæmisþing verði haldið í maímánuði í stað ágúst- mánaðar. Svæðisstjóri Ægissvæðis, Ragnar Valdimarsson, kynnti þessa tillögu fyrir umdæmisstjórnarfundi sem haldin var á Akranesi í mars s.l. Þar var samþykkt tillaga um að eftir- farandi Kiwanisfélagar skipi þessa nefnd: Guðmundur Pétursson, Keili, Keflavík, Björn Ágúst Sigurjónsson, Heklu, Reykjavík, Guðmundur Pét- ursson, Esju, Reykjavík, Oddný Rík- arðsdóttir, Sólborg, Hafnarfirði og Sigurður Steinarsson, Esju, Reykjavík. Þorfinnur, Flateyri verðlaunaður Það munaði ekki miklu að Kiwanis- klúbburinn Þorfinnur á Flateyri legð- ist af á síðasta ári. Félögum hafði fækkað niður í 8 af ýmsum ástæðum og var snjóflóðið sem féll á Flateyri í október 1995 hluti af vandamálinu. En þeir Flateyringar voru ekki á þeim brókunum að gefast upp. Félagar í Þorfínni eru nú orðnir átjan talsins og vegna þessarar miklu fjölgunar hefur Alþjóðasamband Kiwanis veitt klúbb- num svonefnd „Gimsteinaverðlaun“ sem veitt eru fyrir afgerandi fjölgun félaga en á engilsaxnesku heita þessi verðlaun „Diamond Growth Award“ og eru í formi taumerkis sem fest er á klúbbfána viðkomandi klúbba. KIWANISFRÉTTIR 7

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.