Kiwanisfréttir - 01.04.1997, Blaðsíða 21

Kiwanisfréttir - 01.04.1997, Blaðsíða 21
Óðinssvæðis írfrfó Guðmundur Ingólfsson spilar undir fjöldasöng við varðeldinn. Föstudaginn 21. júní lagði ég af stað úr Mývatnssveit í þessa árlegu ferð á mínum góða Galant og þóttist nokk- uð viss um að gera góða ferð. Leiðin lá inneftir um heiðar og skörð, áð á Akureyri og bætt í nestiskassann. Síðan út með firði, í gegnum Dal- víkurbæ og svo missti maður allt fjölmiðlasamband í Múlagöngun- um. Gott var nú að sjá loks í gegn og ná aftur sambandi við mannheima og þá var bara næst að líta inn á Vesturgötunni hjá Sæmundi Olafs mínum góða vini og fá kaffisopa. Þegar tími var kominn til birtist Halldór Guðmunds til að taka Sæm- und með á hátíðina og þustum við út í bfla og ókum af stað sem leið lá fram að Hringveri og elti ég bíl Halldórs til að komast á réttan stað og var ekki vanþörf á, því ekki þekkti ég leiðina og svo var að auki þungbúið veður og þoka en við álp- uðumst á réttan stað og var það ekki mér að þakka. Síðan var tjaldað hjá þeim sem áður voru mættir, gantast við kunningjana og yfirleitt reynt að skemmta sér og hafa það gott eins og venja er á þessum hátíðum. Ýmislegt var gert sér til dundurs og skemmtunar þetta kvöld og voru svo allir ákveðnir í að vakna hressir í dagskrá morgundagsins. Laugardagurinn byrjaði nú líka aldeilis vel með því að Sveinbjörn Árnason svæðisstjóri setti hátíðina og síðan tók við hugvekja séra Sig- ríðar Guðmarsdóttur sóknarprests í Olafsfirði sem fór fram í Hringvers- húsinu og var mjög vel sótt og var það einkar yndisleg og ánægjuleg stund og ekki síst fyrir börnin sem fengu sitt þarna. Síðan var farið í ýmsa leiki og keppnir s.s. naglaboð- hlaup og önnur hlaup, fótbolta og fleiri íþróttir og leiki. Þá kom flug- vél og spreðaði sælgæti yfir hátíðar- gesti í nokkrum tilraunum sem tók- ust misjafnlega því stundum lenti nammið á bílum og tjöldum en ekki á börnin eins og til stóð en allir höfðu samt gaman að og lífgaði það upp á hátíðina. Kvöldmatur var sameiginlegur við Hringver og gat fólk þar keypt sér að borða og sáu Súlufélagar um matreiðsluna og grilluðu hinn besta mat handa öllum og virtist öllum líka vel og áttu góða máltíð saman við borð utandyra og innan. Eftir kvöldmat var boðið upp á varðeld og var þar fjöldasöngur við undirleik Guðmundar Ingólfs- sonar úr Herðubreið á gítar en hann er gamall hljómsveitasjarmör og lagahöfundur frá Siglufirði og síðan var diskótek í Hringveri fyrir börn og unglinga á ýmsum aldri og nokk- uð breiðum og skemmtu menn sér vel við það og svo áfram fram á nótt við aðstoð hvers annars. Þá var komið að sunnudeginum og jafnframt lokadegi þessa gamans. Upplýsti svæðis- stjóri Sveinbjörn okkur um mætingu fólks á hátíðina. Alls mættu yfir 250 manns en aðeins 179 gistu sem er heldur slappt. Frá klúbbum mættu: Skjálfandi 60, Askja 50, Embla 21, Súlur 17, Kald- bakur 11, Hrólfur 10, Herðubreið 7, Faxi 3 og Grímur 0 og er þá átt við þá er létu svo lítið að gista á svæðinu og mega hinir bara naga handarbökin og sjá eftir að gera það ekki. Sveinbjörn afhenti sumarhá- tíðarbikarinn og hlaut hann í þetta skipti Kiwanisklúbburinn Skjálfandi á Húsavík sem vann hann sér til eignar að öllu leiti því þetta var bæði í fimmta sinn sem klúbburinn fær hann og jafnframt í þriðja skipti í röð. Þeir félagar eru vel komnir að bikarnum eftir frábæra mætingu á þessar hátíðir í gegnum árin og svo voru þeir eða kannski nákvæmlega Þórður Ásgeirsson upphafsmaður- KIWANISFRÉTTIR 21

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.