Kiwanisfréttir - 01.04.1997, Blaðsíða 8

Kiwanisfréttir - 01.04.1997, Blaðsíða 8
 Whb' • ' 1 - —g IÍQ IO IV \ i ik i 'tmÆ 1 9 < y 1Wr 1 Rill J Umdœmisstjórar 1997-98 ásamt verðandi Heimsforseta og verðandi Evrópuforseta. Walter Cellers, USA, verðandi Heims- forseti 1. röð 5. frá vinstri, Guy Caron, Frakkland-Mónakó, verðandi Evrópuforseti 6. frá vinstri, Björn Agúst Sigurjónsson. Island-Fœreyjar,4. röð lengst til liaigri og Tor Hveding, Norden, 5. röð annar frá liœgri Lagakrókurínn Lagaflaekjur í síðasta tölublaði Kiwanisfrétta, desember 1996, birtist í „Laga- króknum“ frétt um samþykkt nýrra laga fyrir umdæmið og Kiwanis- klúbbana. Þessi frétt hefur valdið misskilningi og er því rétt að allar staðreyndir málsins komi í ljós. Að því viðbættu má búast við einhverj- um öðrum leiðréttingum og smá- vægilegum breytingum þar sem Kiwanis International hefur frá því að nýi íslenski textinn var saminn gert töluverðar breytingar á hinum enska texta stöðluðu laganna. Þótt hér sé aðallega um orðalagsbreyt- ingar að ræða eru þær í svo miklu mæli að í raun og veru er um nýjan texta að ræða. Það varð því ekki hjá því komist að semja nýjan íslenskan texta stöðluðu laganna. Samþykkt nýju laganna á umdæmisþinginu í Kópavogi var skilyrt. Fyrsta skilyrðið var að tex- tinn yrði yfirfarinn af íslen- skufræðingi. Þetta var gert. Hitt ski- lyrðið var að klúbbunum yrðu send þessi endurbætta útgáfa laganna og þeir fengju síðan ákveðinn tíma til að gera athugasemdir við textann. Vegna þess að dráttur varð á útgáfu Félagatals og Laga umdæmisins og til þess að spara kostnað, ákvað um- dæmisstjórn í samráði við laganefnd að láta prenta hinn nýja texta í Félagatalinu sem sent er öllum Kiw- anisfélögum í umdæminu, og taldi þar með að seinna skilyrðinu væri fullnægt. Þetta gátu allir ekki sætt sig við og ákvað umdæmisstjórn þá að framlengja frestinn til að gera athugasemdir fram að umdæmis- þinginu í Reykjavík í júní 1997. Hin nýju umdæmislög og lög Kiwanis- klúbba verða því ekki endanlega samþykkt fyrr en á umdæmisþing- inu í Reykjavík í sumar. Fundarstjórn Sp. Afundum í klúbbnum okkar eru formenn nefnda og aðrir sífellt að biðja um orðið til þess að lesa upp til- kynningar og bera fram fyrirspumir um alls konar mál og verkefni. Stundum tekur þetta stóran hluta af fundartímanum. Hvað get ég sem klúbbforseti gert til þess að tak- marka þessar endalausu tilkynning- ar sem taka tímann frá rœðumanni kvöldsins? Sv. Sem klúbbforseti stjórnar þú fundinum. Endalausar tilkynningar og fyrirspurnir geta takmarkað áhuga félaganna og hugsanlegra nýrra félaga og dregið úr fundar- sókn. Láttu félagana hafa samband við þig daginn fyrir fund svo þú getir skipulagt tímasetningar fund- arins. Félagsmál ætti ekki að ræða á almennum fundum með ræðumanni. Þesskonar mál eiga frekar heima á félagsmálafundum eða stjórnarfund- um. Lions- og Rótarýfélagar í Kiwanis? Já nú er þetta mögulegt. A heims- þinginu í Salt Lake City var sam- þykkt lagabreyting á stofnskrá Kiw- anis sem heimilar félögum í öðrum þjónustuhreyfingum að ganga í Kiwanisklúbba. Það er stjórn klúbbsins sem getur tekið ákvörðun um þetta. A sama hátt þá er Kiw- anisfélögum heimilt að að ganga í þessar hreyfingar en vera samt áfram í Kiwanis. 8 KIWANISFRÉTTIR

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.