Kiwanisfréttir - 01.04.1997, Blaðsíða 16

Kiwanisfréttir - 01.04.1997, Blaðsíða 16
Kiwanisklúbburinn Smyrill Borgarnesi Frá okkur Smyrilsfélögum er að sjálf- sögðu engar fréttir nema góðar, að undanskildu auðvitað þessu venjulega væli um félagafæð, slaka fundarsókn og allt það. Reyndar eru þessi mál ekki svo slæm hjá okkur nú, hvað svo sem seinna kannn að ske. Okkur tókst að ná í einn nýjan félaga í vetur en á móti kernur að sjálfur forsetinn er að flytja burt úr sýslunni, sem er að vísu öllu verra. En það þýðir þó ekki nema það að við verðum að leggjast fastar á árar og knýja dallin betur. Starfið gengur annars vel, sérstaklega nú seinni hluta vetrar. Fjáraflanir gengu ÁRSÞING LANDSSAMBANDS SINAWIK Sínawikkonur, fannr Kiwanísmanna! Arsþing Landssambands Sina- wik verður haldið laugardaginn 23. ágúst 1997. Fundarstaður er Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38. Þingfundur hefst klukkan 9 árdegis og stendur til klukkan 11.30, en þá verður snæddur hádegisverður. Klukkan 13.00 er farið í kynnisferð í stórfyr- irtæki í nágrenni Reykjavíkur og að henni lokinni er boðið upp á kaffi og meðlæti. Aformað er að heimsókninni ljúki klukkan 15.00. Sinawikkonur og aðrar konur Kiwanismanna eru vel- komnar. Þátttökulistar verða sendir í alla Sinawikklúbba og er nauðsynlegt að skrá sig fyrir lok maí. Þær konur sem ekki eru í Sinawik geta tilkynnt þátttöku sína beint til formanns Lands- sambandsins, Hönnu Bach- mann, Háteigsvegi 26, 105 Reykjavík. Með bestu kveðju Hanna Bachmann, formaður vel sem betur fer því nú erum við loks komnir á fulla ferð með afmælis- styrkinn sem við fórum að vinna að á. afmælisárinu í fyrra. Styrkurinn sá er sundlaugarlyfta og baðstóll fyrir aldr- aða og eða fatlaða, sem komið verður fyrir við sundlaugina hér í Borgarnesi. Vonum við að búnaðurinn verði þess valdandi að hreyfihamlaðir geti not- fært sér sundlaugina meira í framtíð- inni. Til umhugsunar má geta þess að fatlaðir einstaklingar virðast enn vera hálfgleymdir í okkar annars ágæta þjóðfélagi og mættum við gera enn betur til aðstoðar við þá. Smyrilsfé- lagar tóku þátt í fatasöfnunarátaki Eddusvæðis til handa bágstöddum í Litháen og segjast verður eins og er að þakkarbréf þau sem send voru frá þiggjendum í Litháen létu engan ósnortinn. Það er raunalegt að sú Evr- ópa sem við lifum í skuli skammta þegnum sínum svo misjafnlega sem raun ber vitni. Skipulagning næsta starfsárs er komin vel á veg og von- umst við til að gera ekki síður vel á því ári, en þessu sem nú er farið að styttast í endan á. Klúbburinn er nokk- uð styrkur þó árin séu orðin tuttugu og vel það, og ættum við því að endast önnur tuttugu nokkuð örugglega. Eg vil að síðustu senda ölluin Kiwanis- félögum bestu kveðjur og minna um leið á að ekki er nema „bæjarleið í Borgarnes” og allir eru velkomnir. Fyrir hönd Smyrilsfélaga, Einar Oskarsson. Hvers vegna brosir Eyjólfur Sigurðsson svona míkið? Það eru fleiri en ein ástæða fyrir því að Eyjólfur brosir svona mikið. Fyrir utan það að hafa staðið sig frábærlega sem Heimsforseti Kiw- anishreyfingarinnar á síðasta starfsári þá tilheyrir Eyjólfur heimsins hamingjusömustu þjóð! Samkvæmt könnun World Values Surveys er ísland efst á blaði meðal hamingjusömustu þjóða heimsins. Níutíu og sjö prósent þeirra sem svöruðu spurningunni hér að neðan völdu síðasta hluta svarsins: „Að öllu samanteknu myndir þú segja að þú værir alls ekki hamingju- samur, ekki mjög hamingjusamur eða mjög hamingjusamur?.” Á hæla íslands koma svo Svíþjóð (96,7), Danmörk (94,2), Noregur (93,5), Holland (93,5), Norður-írland (93,1), Belgía (92,8), og Frakkland (92,1). í Bandaríkjunum var hlutfallið 88,7, og í Kanada 78,4. En hverjir eru óhamingjusamastir? Af þeim þjóðum sem könnunin náði til er hlutfall hamingjusamra Rússa 52,3 af hundraði, í Hvíta- Rússlandi 45,9 og aðeins 37 prósent Búlgara telja sig hamingjusama. (Úrfebrúarhefti KIWANIS magazine) 16 KIWANISFRÉTTIR

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.