Kiwanisfréttir - 01.04.1997, Blaðsíða 18

Kiwanisfréttir - 01.04.1997, Blaðsíða 18
havnklúbbsins, Áslakkur Jakobsen í móttökunefndinni, en hann ók bíln- um sem sótti okkur. Bíllin sem þau komu á var ævintýri út af fyrir sig. Þetta var Mini-bus sem sérstaklega var hannaður fyrir svona móttökur. Þar svignuðu borð undan veitingun- um og dúnmjúkar sessurnar undan okkur. Þegar allir höfðu gert sér gott af veitingunum var ekið sem leið lá til Tórshavnar þar sem við komum okkur fyrir á Hótel Havnia. Morg- uninn eftir fórum við í gönguferð um gamla bæinn. Það var eins og að vakna upp á röngum tíma, svona 50- 100 árum áður. Húsin voru lítil og gluggarnir smáir. Göturnar voru þröngar og skipulagið eins og land- slagið, upp og niður um brekkur og bala. í þessum bæjarhluta. á Tinga- nesi, er Kiwanishúsið í Tórshavn staðsett, á Skansagarði. Þar halda Kiwanisfélagar í Færeyjum fundi sína og mannfagnaði. Á laugardags- kvöldið hélt Kiwanisklúbburinn Rósan sína árlegu körfuhátið, kurva- veitsla. Hún fer þannig fram að konurnar koma hver með sína „kurv“ fulla af mat og karlarnir bjóða í körfuna. Síðan snæða þau saman konan sem útbjó körfuna og karlinn sem keypti hana. Þetta var hið fjörugasta uppboð. Ég hafði komið með mína eigin „kurv“ að heiman, með íslenskum mat og svo skemmtilega vildi til að Samal Baáhamar keypti mína körfu og Örnólfur keypti körfu Tórhördu konu hans. Við borðuðum því sam- an og fengum að smakka á bæði Fjölgar í Kiwanisferð á heimsþingið Á fimmta tug Kiwanisfélaga og maka hefur skráð sig í sumar- leyfisferð til Orlando og skemmtisiglingu með skemmti- ferðaskipinu Imagination á Karíbahafi. Þar af munu yfir þrjátíu sækja Heimsþingið sjálft í Nashville. íslenskum og færeyskum mat. Her- mann sprengdi skalann á uppboðinu og borðaði því dýrmætasta matinn.. Á eftir voru dansaðir færeyskir dansar og síðan spilað á gítar og sungið fram eftir nóttu. Daginn eftir fórum við í skoðunarferð um Tórs- havn með strætó. Það var Samal Blahamar sem ók bílnum og bauð okkur síðan í kaffi heim til þeirra hjóna á eftir. Þennan dag var haldinn sameiginlegur fundur með báðum klúbbunum í Kiwanishúsinu. Mér var boðið að sitja fundinn og notaði ég tækifærið til að kynna „Kiwanis- dúkkuna.“ Vakti dúkkan almennan áhuga og kæmi mér ekki á óvart að færeysku klúbbarnir tækju upp þetta verkefni. Þetta var áhugaverður fundur þar sem fólk skiptist á skoð- unum og upplýsingum. Á sunnu- dagskvöldið var okkur Islendingun- um boðið út að borða á nýjum veit- ingastað sem heitir Casablanca. Kvöldinu lauk svo með kveðjustund í Kiwanishúsinu. Um hádegið á mánudag héldum við síðan á brott frá Tórshavn. Það voru ánægðir ís- lendingar sem flugu heim til íslands með Flugleiðum og ekki skemmdi það fyrir hjá Hermanni að lesa um tvöfaldan sigur Hauka í bikarkepp- ninni í handbolta. Brynja Einarsdóttir. Golfmót Kíwanís 1997 Frá Garðavelli á Akranesi. Ágætu Kiwanisfélagar! Þá er rétt að fara að huga að golfkylfunum því 15. golfmót Kiwanis verður haldið á Garðavelli á Akranesi hinn 21. júní, 1997, og hefst kl. 10.00 f.h. Leiknar verða 18 holur. Þátttökugjald er kr. 1500.00. Skipulag mótins og fyrirkomulag verður með hefðbundnum hætti. Keppt verður í tveimur karlaflokk- um, 1 .flokki með forgjöf 0-29, og 2. flokki með forgjöf 0-36, og svo einum kvennaflokki. Gott væri ef menn hefðu forgjafarkort með í golfpokanum. Mótinu lýkur með kvöldverði og verðlaunaveitingum í Kiwanishúsinu að Vesturgötu 48, Akranesi. Mótið er í umsjón Þyr- ilsfélaga en formaður Golfnefndar er Jóhannes Karl Engilbertsson, Kiwanisklúbbnum Þyrli á Akra- nesi. Það er von þeirra Þyrilsfélaga að sem flestir golfarar innan Kiw- anis láti sjá sig á Akranesi 21 júní n.k. og taki þátt í hollri og góðri íþrótt og að veðurguðirnir verði þeim hliðhollir. 18 KIWANISFRÉTTIR

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.