Kiwanisfréttir - 01.08.1997, Blaðsíða 6

Kiwanisfréttir - 01.08.1997, Blaðsíða 6
Eldey 2$ ára Stofnfélagar heiðraðir. Frá vinstri: Hanknr Haniiesson, Þorvarður Guðjónsson, Ingvar Magnússon, Jóhann Baldurs, Arnór Pálsson og Þorkell Skálason ásanit mökum. Kiwanisklúbburinn Eldey í Kópavogi var stofnaður 14. febrúar árið 1972. Móðurklúbbur var Kiwanisklúbburinn Hekla, Reykjavík. Stofnfélagar voru 22 og þar af eru 9 enn starfandi í klúbbn- um. Fyrsti forseti klúbbsins var Friðrik Hróbjartsson, en núverandi forseti er Eyjólfur Guðmundsson. A þessu starfsári hefur starf klúbbsins gengið mjög vel. Fjórir nýir félagar hafa bæst í hópinn og fleiri eru væntanlegir. Fjáraflanir hafa gengið vel og nokkrir styrkir verið veittir. Aðal fjáröflun klúbbs- ins hefur verið kertasala fyrir jólin, blómasala á konudag og útgáfa afmælisblaðs, en öllum ágóða af því er varið til kaupa á þrekstiga fyrir endurhæfingarstöðina á Reykjalundi í Mosfellsbæ. Önnur styrktarverk- efni eru: Bingókvöld fyrir aldraða og sáu Eldeyjarkonur (konur Eld- eyjarfélaga) um kaffi og meðlæti og síðan var stiginn dans að venju við harmónikuleik, sambýli þroska- heftra að Hrauntungu 54, og í sam- vinnu við Kiwanisklúbbinnn Brú á Keflavíkurflugvelli er pakkað niður sælgæti í poka sem dreift er til sjúkra og fatlaðra barna fyrir jólin. Klúbbfélagar í Brú og Eldey heim- sóttu sameiginlega börn á Barna- spítala Hringsins, Barnadeild Borg- arspítala og sambýlin í Kópavogi og Garðabæ. Aðalfundur var haldinn að venju undir nafninu „Ferð út í bláinn,“ að þessu sinni í Vestmannaeyjum helg- Sigríður Þorsteinsdóttir formaður Eldeyjarkvenna og Arnór Pálsson veislustjóri, Sigurður Geirdal bœjarstjóri, Anna Vilhjáœmsdóttir afhenta forseta Eldeyjar gjöf. Eyjólfur Guðmundsson forseti og Kristinn Richardsson kjörforseti. 6 KIWANISFRÉTTIR

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.