Kiwanisfréttir - 01.08.1997, Blaðsíða 15

Kiwanisfréttir - 01.08.1997, Blaðsíða 15
£, UwrnttnÁnfnr Eldborgar Rœðumaður dagsins Össur Skarphéðinsson til hœgri og þeir EUertBorgar Þorvaldsson veislustjóri, annar frá vinstri og Magnús Kjartansson hljómsveitar- stjóri, þriðji frá vinstri, eru þungt hugsi, en Jóhann Gunnar Bergþórsson, forseti Eldborgar og aðrir eru hýrir á svip eins og Hafnfirðingar eiga að vera. Arlegur Sjávarréttadagur Kiwan- isklúbbsins Eldborgar í Hafn- arfirði, var haldinn í Veitingahúsinu Glæsibæ í Reykjavík, laugardaginn 8. mars. s.l. Það var komið að átjánda Sjávar- réttadegi Eldborgar og að sögn þeir- ra sem komið hafa við sögu þeirra síðastliðin ár var þessi með þeim betri hvað varðar mat og alla skemmtun. Forseti Eldborgar, Jóhann Gunn- ar Bergþórsson setti samkomuna, en veislustjóri var Ellert Borgar Þor- valdsson, forseti Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar og landskunnur skemmtikraftur með söngsveitinni Randver fyrr á árum. Að þessu sinni var heiðursgestur dagsins hinn landskunni Alþingis- maður og laxavinur, Össur Skarp- héðinsson. Össur fór á kostum í skemmtiræðu sinni sem var kröftug og kjarnmikil, þótt segja megi með vissu að sumt af því sem hann lét flakka sé betur geymt í minningun- ni, en á prenti. Veglegt happdrætti var í boði að venju og Sveinn Guðbjartsson, heiðursforseti Eldborgar, stjórnaði málverkauppboði eins og honum einum er lagið. Kostur á borðum Eldborgarskút- unnar var eins og ávallt hefur verið fiskur og aftur fiskur af öllum stærð- um, gerðum, útliti bragði og lykt. Eitt besta sjávarréttahlaðborð sem fyrirfinnst norðan miðbaugs, eins og allir vita sem það hafa reynt. Sjávarréttadagurinn er sú leið sem Eldborgarfélagar hafa valið sér til þess að afla fjár í styrktarsjóð klúbbsins. Markmiðið er að rétta hlut þeirra sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Auk þess leggjum við áherslu á að bjarga mannslífum og sjúkum sálum. Styrkþegar Kiwanis- klúbbsins Eldborgar hafa verið margir í tuttugu og sjö ára sögu klúbbsins. Þar má nefna sjúkrastofn- anir, íþróttafélög, björgunarsveitir, fjölda líknarfélaga og góðgerðar- stofnanir. Ekki var annað að sjá en að veislugestir væru ánægðir með daginn og Eldborgarfélagar með þær krónur sem dagurinn gaf í styrk- tarsjóð. Fyrir það erum við þakk- látir. Ragnar Valdimarsson, fjölmiðlafulltrúi Ferðafrömuðirnir Ævar Breiðfjörð og Bjarni Magnússon Veislugestir kíkja á krœsingarnar. liafa góða matarlist. KIWANISFRÉTTIR 15

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.