Kiwanisfréttir - 01.08.1997, Blaðsíða 18

Kiwanisfréttir - 01.08.1997, Blaðsíða 18
noer AeitH&okn / nnn a Forsetar skiptast á fánum. Jerry Christiano, heimsforseti Kiwanis og kona hans Anita, voru í opinberri heimsókn á Islandi dagana 2. til 4. maí s.l. Föstudaginn 2. maí voru þau hjón, Jerry og Anita, ásamt umdæmisstjórahjónunum, Örnólfi og Brynju og nokkrum um- dæmisstjórnarmönnum og fyrrver- andi embættismönnum og konum þeirra, gestir á konukvöldi Kiwan- isklúbbsins Esju í Kiwanishúsinu að Engjateigi 11, í Reykjavík. Esju- félagar færðu heimsforsetahjónun- um að gjöf fána Esju á stöng og fæti sem að sjálfsögðu var sóttur upp á topp fjallsins Esju í 1000 metra hæð yfir sjávarmáli. Heimsforseta var falið það ánægjulega verkefni á fundinum, að afhenda einum Esjufé- laga, Sigurþóri Sigurðssyni, Hixon- orðuna, sem var gjöf klúbbfélaga til Sigurþórs í tilefni sjötugsafmælis hans. Laugardaginn 3. maí bauð um- dæmisstjórn heimsforsetahjónunum á skak í Faxaflóanum. Segja má að þetta hafi verið einskonar smugu- veiðar, því enginn var kvótinn til þess arna. Héldu þau til veiðanna ásamt fríðu föruneyti tólf Kiwanis- manna og maka. Var stefna tekin l'rá Reykjavík á Hvalfjarðarmynni þar sem staðnæmst var á fengsælum þorskmiðum Kjalnesinga. Þar fengu leiðangursmenn að reyna sig við þann gula og tókst svona upp og ofan. Þau Jerry og Anita kræktu sér þó í sinn fiskinn hvort. Að veiðun- um loknum var gert að aflanum og hann síðan matreiddur að hætti skip- skokksins og snæddur, því ekki mátti koma með aflann að landi. Voru menn á einu máli um að þetta hafi verið hið mesta lostæti. Að málsverðinum loknum var „stírnað" upp á Skaga þar sem Kiwanisfélagar úr Þyrli tóku á móti gestum og buðu þeim í Kiwanishúsið á Akranesi þar sem þeirra biðu veitingar. Þar undu menn sér um stund við spjall og voru gestunum færðar gjafir. Þaðan var haldið í Iþróttamiðstöð Akraness þar sem Gunnar Sigurðsson knatt- spyrnuleiðtogi og forseti bæjar- stjórnar og Gísli Gíslason bæjar- stjóri tóku á móti gestunum. Þarna voru bornar fram dýrindis veitingar Myndirnar eru teknar af Ásgeiri B. Guðlaugssyni og ræður fluttar. Því næst var haldið upp í Borgarfjörð og staðnæmst á Hvanneyri þar sem félagar úr Kiw- anisklúbbnum Jöklum tóku á móti gestum. Að góðum sveitasið beið þeirra hlaðið borð veitinga með margskonar góðgæti að hætti heima- Á hafið skal haldið til veiða. Anita Cristiano, Jerry Christiano og Örnólfur Þorleifsson. 18 KIWANISFRÉTTIR

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.