Kiwanisfréttir - 01.08.1997, Blaðsíða 12

Kiwanisfréttir - 01.08.1997, Blaðsíða 12
Kiwanisklúbburinn Höfði fær verðlaun Kiwanisklúbburinn Höfði í Reykja- vík, hefur verið sæmdur fjölgunar- verðlaunum Alþjóðasambands Kiw- anis, svonefndum „Diamond GrowthAward, 1996-97,“ verðlaun- um, vegna félagafjölgunar. Grósku- mikið starf hefur verið hjá klúbbn- um á yfirstandandi starfsári. Um sextíu manns, félagar og makar, sóttu á vegum klúbbsins hið árlega Kántrýball Brúarfélaga á Keflavík- urflugvelli. Fyrirhuguð er á vegum klúbbsins gönguferð yfir Fimm- vörðuháls og hafa félagar stundað gönguæfingar af kappi að undan- förnu vegna þess. Áður hafa þeir Höfðafélagar gengið frá Þingvöllum yfir í Hvalfjarðarbotn. Höfði hefur veitt dvalarheimilinu að Geldinga- læk stuðning og nú síðast var fjöl- mennt þangað til þess að endur- klæða með pappa og járni gripahús staðarins. Höfði er einn af örfáum klúbbum í umdæminu, sem gefur út fréttabréf. Forseti Kiwanisklúbbsins Höfða er Hreiðar Þórhallsson. Félagafjöldi í járnum - Misjöfn staða klúbba Félagafjöldi umdæmisins stóð í 1174 í upphafi starfsárs, 1. október, 1996. Samkvæmt skýrslu umdæmis- ritara voru félagar í umdæminu 31. mars s.l., nákvæmlega 1174! Ein- hverjar hreyfingar hafa orðið síðan, en það ræðst ekki fyrr en í lok sep- tembermánaðar n.k. hver endanleg tala verður. Enginn nýr klúbbur hef- ur verið stofnaður á starfsárinu og enginn er í aðlögun. Staða Kiwan- isklúbbsins Korpu, sem stofnaður var á síðasta starfsári er slæm. Félagar eru aðeins tíu talsins og klúbburinn hefur aldrei náð full- gildingartölunni, sem er 25 og hefur þar af leiðandi ekki enn verið vígður. Annar kvennaklúbbur, Harpa er einnig illa staddur því þar eru félagar einnig aðeins tíu talsins. Fimm aðrir klúbbar eru með félaga- tölu fyrir neðan 15, sem er sú lág- markstala sem alþjóðasambandið krefst til þess að klúbbar teljist með full réttindi („In Good Standing"). Aðra sögu er að segja af Kiwanis- klúbbnum Þorfinni á Flateyri, sem var með 9 félaga í byrjun starf- sársins. Þeim hefur fjölgað um 100% eða úr 9 í 18! Geri aðrir betur. Kiwanisklúbburinn Höfði í Reykja- vík hefur einnig náð frábærum ár- angri í félagafjölgun. Þeim „Höfð- ingjum“ hefur fjölgað úr 21 í 32 eða um 11 félaga og hefur enginn annar klúbbur í umdæminu náð að fjölga um jafnmarga félaga á starfsárinu, ef Hekla er undanskilin, en það er ekki sambærilegt því að hún fékk heilan klúbb (18 félaga úr Viðey) til liðs við sig. Það hefur áður verið bent á það hér í blaðinu að þar sem möguleiki er á því að litlir klúbbar sameinist, sé það einn besti kostur- inn til að halda félögum innan hreyf- ingarinnar um leið og það skapar sterkari klúbba. Kiwanisklúbburinn Súlur reisir minnismerki I ár eru liðin 50 ár frá mesta flugslysi sem orðið hefur á íslandi er 25 manns fórust með Dakotavél Flugfélags íslands á Hestfjalli í Héðinsfirði, hinn 29. maí árið 1947. Af því tilefni hefur Kiwanisklúbb- urinn Súlur á Ólafsfirði beitt sér fyrir því í samvinnu við aðra, að reistur hefur verið minnisvarði um þá sem fórust á Hestfjalli. Minnis- varðinn er málmkross í keltneskum stíl með áletraðri plötu. Meðal gesta við athöfnina var Davíð Oddsson forsætisráðherra og fleira stórmenni. Þyrilsfréttir Hið árlega Kúttmagakvöld Þyrils- félaga á Akranesi var haldið 15. febrúar s.l. Sama dag var haldinn umdæmisstjórnarfundur á Akranesi og að honum loknum bauð bæjar- stjórn Akraness til teitis að Kirkjuhvoli. Umdæmisstjórnar- menn og makar voru gestir á Kútt- magakvöldinu og má segja að þeir hafi bjargað deginum að þessu sinni, því mæting Þyrilsfélaga var slök. Skógrcekt Eins og áður hefur komið fram í þessu blaði var Kiwanisklúbbnum Þyrli úthlutað svæði til gróðursetn- ingar í landi sem á að verða útivist- arsvæði Akurnesinga í framtíðinni. Starfshópur hefur verið að störfum, en hann skipa þau Guðmundur Vé- steinsson og Guðlaugur Þórðarson frá Þyrli og Friðrika Bjarnadóttir og Jóhanna Einarsdóttir frá Sinawik. Þessi hópur hefur verið starfssamur, Heimsforseti og umdœmisstjóri í léttu skapi í Kiwanislnisiuu á Akranesi. fundað með garðyrkjustjóra bæjar- ins, haft umsjón með kaupum á plöntum og gróðursetningu. Á síð- asta ári voru gróðursettar 1150 plöntur, þ.e. Alaskavíðir, selja, birki, sitkagreni, stafafura og loðvíðir. Nú er búið að plægja land fyrir gróður- setningu og í vor voru gróðursettar 900 plöntur af Þyrilsfélögum og Sinawikkonum. Veður var mjög gott og á eftir var grillað. Samningurinn sem Þyrill og Sinawik gerðu við bæ- inn um afnot af Miðvogslandi, er til 25 ára. Þá verður þetta orðinn unaðs- reitur. Skógrækt með Skeljungi hef- ur veitt verkefninu styrk og var styrk- urinn veittur í plöntum frá Skógrækt- arstöðinni að Hvammi í Skorradal. Heimsþing Örnólfur Þorleifsson umdæmisstjóri og þrír félagar úr Þyrli ásamt eiginkonum, sóttu heimsþing Kiw- anis sem haldið var í Nashville, Tennessee. Að öllum líkindum hafa þau tekið þar nokkur létt línudans- spor og síðan flatmagað á þilfari skemmtiferðarskips á siglingu í Karabíska hafinu. Vonandi hafa þau notið þess vel. / grœnni laut. Skógrœktarfrömuðirnir Friðrika Bjarnadóttir og Guðmundur Vésteinsson. 12 KIWANISFRÉTTIR

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.