Kiwanisfréttir - 01.08.1997, Blaðsíða 16

Kiwanisfréttir - 01.08.1997, Blaðsíða 16
 WvTBÍ- - t> - á \w~ % É0#*' ■ * ■ ■ ! . Ær fl EiMfL . - íí Nesfélagar fagna 25 ára afinœli klúbbsins. Nes ‘jKj'iHdní&ktiíúÚnnnyi ara Kiwanisklúbburinn Nes fagnaði 25 ára afmæli sínu hinn 18 febrúar 1996, og var þeim tímamót- um fagnað með tilheyrandi veislu- höldum og útgáfu afmælisblaðs sem rakti sögu klúbbsins. Það var um jólin 1970 sem nokkrir meðlimir í Heklu og Kötlu fengu þá hugmynd að ekki væri al- vitlaust að stofna Kiwanisklúbb á Nesinu. A kynningarfundi haldinn 13. desember 1970 í anddyri íþrótta- hússins skráðu sig 20 meðlimir og uppfylltu þar með skilyrði fyrir stofnun klúbbsins. Strax var hafist handa við að sækja um aðlögunar- skírteini, og fyrsta stjórn klúbbsins var skipuð þessum mönnum: For- seti: Vilhjálmur H. Vilhjálmsson frá Kötlu, varaforseti: Njáll Þorsteins- son, gjaldkeri: Hafsteinn Guðjóns- son, féhirðir: Ólafur Finnbogason og ritari Þorbjöm Karlsson. Næst var að velja klúbbnum nafn og var tillaga Bjarna B. Ásgeirssonar, Nes, samþykkt. Einnig var það samþykkt að hittast á fimmtudagskvöldum því þá var ekkert sjónvarp. Þann 25. mars 1971 afhenti Arnór heitinn Hjálmarsson klúbbnum fullgilding- arskírteini sitt, en þennan sama dag var fyrsti fundur klúbbsins haldinn í nýja félagsheimilinu. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan, en til marks um starfsemi klúbbsins má geta þess að á 25 ára afmælinu voru 10 af 31 félögum klúbbsins einnig stofnfélagar. Helstu föstu styrktarverkefni klúbbsins í gengum tíðina hafa tengst bæjarfélaginu, má þar nefna Björgunarsveitina Albert, vistmenn á Bjargi, árleg verðlaun til nemenda í grunnskólum Nessins fyrir góða frammistöðu í móðurmálinu og svona mætti lengi telja. í tilefni af- mælisins var tekið lauslega saman að þessi stuðningur klúbbsins hefur numið rúmum 8.000.000 kr. á þessu 25 ára tímabili og eru þá ótalin framlög til almennra verkefna hreyfingarinnar í heild og önnur sér- stök verkefni sem safnað hefur verið til með sérstökum átökum eða fram- lögum. Tekjuöflun klúbbsins hefur breyst nokkuð í gengum tíðina. Má segja að flugeldasalan hafí alltaf verið til staðar, en fyrri fjáröflunar- leiðir eins og fisksala hafði lagst af, en í stað þess var ráðist í byggingu klukkutums á Eiðistorgi sem klúbb- urinn selur auglýsingar á. Á þessu tímamótaári klúbbsins var ákveðið að heiðra tvo félaga með æðsta heiðursmerki hreyfing- arinnar, Hixson orðunni. Þeir miklu og öflugu Kíwanismenn sem svo sannarlega hafa unnið til þessarar 16 KIWANISFRÉTTIR

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.