Kiwanisfréttir - 01.08.1997, Blaðsíða 23

Kiwanisfréttir - 01.08.1997, Blaðsíða 23
Kennedy Shriver, systir Johns F. Kennedys. Þá fóru fram heiðranir og viðurkenningar. Meðal þeirra sem tóku við viðurkenningum var Stefán R. Jónsson, umdæmisstjóri íslands- Færeyja, 1995-96. Stefán tók við viðurkenningum sem frábær um- dæmisstjóri, fyrir fjölgun félaga og fyrir frábæra stjórn umdæmisins. Heiðursverðlaun Kiwanis, „World Service Medal“ voru veitt Lewis Zirkle lækni. Kl. 20.00 um kvöldið var svo hið eftirsótta „Super Star Show“ með Barböru Mandrell og „The Oak Ridge Boys,“ en þau eru í hópi 30 vinsælustu skemmtikrafta í Ameríku. Þetta kvöld verður mörg- um ógleymanlegt. Þinginu var síðan framhaldið mánudaginn 30. júní og þriðjudaginn 1. júlí, skýrslur fluttar, lagabreytingar og kosningar. Góð- vinur okkar Nettles Brown ráðgjafi umdæmisins 1994-95, hlaut kosn- ingu sem féhirðir heimsstjónar og verður því heimsforseti eftir tvö ár. Þingslit voru um kvöldið og mætt- um við tímanlega til að fá góð sæti. Þar voru flutt ávörp og þakkir og uppboð haldin til styrktar Joðverk- efninu. Alls söfnuðust um 15 millj- ónir Bandaríkjadala til styrktar Joð- verkefninu. Að lokum flutti enn einn Islandsvinurinn, Walter G. Sellers verðandi heimsforseti, einhverja þá bestu ræðu sem ég hef nokkurn tímann heyrt. Voru margir mér sam- mála um það miðað við undirtektir. Skemmtiatriði flutti B.J. Thomas og hefur hann greinilega engu gleymt. 2. júlí héldum við á brott frá Nash- ville og var ferðinni heitið til Fort Lauderdale í Florida með millilend- ingu í Charlotte. Lent var í Fort Lauderdale um hádegið. Þar komum við okkur fyrir á Double Tree hótelinu, en þar voru þá fyrir 14 nýir ferðalangar sem ætluðu að verða samferða okkur í siglingu á Karíba- hafi. 3. júlí. Um sex leitið var ákveðið að fara í siglingu um höfnina og fara á góðan veitingastað. A veitinga- staðnum var m.a. boðið upp á krókudíl að borða og létum við það mörg eftir okkur að prófa það. Var hann nokkuð góður og smakkaðist líkt og svínakjöt. Aðrir snæddu krabba og naut. 4. júlí. Þetta er þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna. Um kvöldið var bærinn stíflaður af fólki og ein stærsta og flottasta flugeldasýning Ameríku var á stórum pramma úti fyrir ströndinni. 5. júlí. Haldið af stað til Miami. Otrúlegt! Þarna var skip, sögðu sumir, eftir reynslu fyrri daga! Þegar um borð var komið blasti við mikill íburður og flottheit. Allt skínandi gljáfægt og fínt. Síðan var fylgst með útsiglingunni. Stærð skipsins, Imagination, er 70 þúsund tonn og tekur það 2060 farþega og 1000 manna áhöfn. Margt var uppá að bjóða. Leikhús, spilavíti, diskótek, notarlegar setustofur og píanóbar. Siglingin. Siglt var á milli staða við Karíbahafið 5. - 12. júlí. Komið var við í Cozumel í Mexikó, á Cay- maneyjum, en þangað kom Kolum- bus árið árið 1503 og í Ocho Rioa á Jamaiku. Frá Miami var svo stefnan tekin á Orlando í „bárujárnsrútu,“ þar sem dvalið var í þrjá daga. Hótelið okkar, Adams Mark, áður Sheraton, var fínt og sambyggt stóru „molli“ (Kringlu). Þar voru 218 verslanir og 40 veitingastaðir. 14. júlí. Ákveðið var að hafa „Grand Finale“ þetta kvöld. því Bjarni, Sigrún, Rúnar og Inga voru á förum daginn eftir. Fyrir valinu varð steikhús hjarðmannsins eða „Cattle- man"s Steakhouse." Þar fékk ég þá bestu steik sem ég hef borðað um ævina. 15. júlí. Þetta var allrasíðasti heili dagurinn. Nú var um að gera að nota tímann vel því það er hægt að gera sér ýmislegt til gamans og skemmt- unar í Orlando. Þar er Sea World, Cypress Gardens, Gatorland, Bar- gain World, Kennedy Space Center, Florida Aquarium og svo mætti lengi telja svo ekki sé nú minnst á Disney World. 16. júlí. Þá var stóri dagurinn runnin upp. Eftir góðan viðurgern- ing í flugvélinni reyndu flestir að sofna. Þegar heim var komið hljóm- uðu kveðjur og þakkarorð um bið- salinn á meðan beðið var eftir far- angrinum. Mér var í upphafi ferðar falið að halda utan um ferðasöguna. Ekki of langa, ekki of stutta. Viljan verður að taka fyrir verkið. Þessi ferð var skipulögð og undirbúinn af hæfu fólki. Það var alveg sama hvað kom upp á, alltaf var hlegið að öllu saman og segir það nokkuð um sam- ferðarfólkið. Þessi ferð var svo góð að það er ekki hægt að endurtaka hana. Það er fyrst og fremst að þakka öllum þeim sem tóku þátt í henni og viljum við Hugrún þakka þeim öllum góða og yndislega við- kynningu. Allir þeir sem gerðu ferð þessa mögulega með framlögum sínum í mat og drykk fá sérstakar þakkir. Það eru: Budweiser umboð- ið, Catco ehf., Afurðasalan Borgar- nesi, Eðalfiskur Borgarnesi og Vign- ir G. Jónsson, Akranesi. Ég lík þess- um pistli með orðum okkar góða umdæmisstjóra: „Vernm jákvœð. Verum Vinir.“ Bernhard Jóhannesson KIWANISFRÉTTIR 23

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.