Kiwanisfréttir - 01.08.1997, Blaðsíða 19

Kiwanisfréttir - 01.08.1997, Blaðsíða 19
Og si'ðan var ránsfengurinn étinn. Örnólfur umdœmisstjóri, Jerry Heimsforseti og Gísli Gíslason bœjarstjóri á Akranesi, rœðast við. Jerry og Anita í Kiwanishúsinu á Akranesi ineð Halldóri forseta Þyrils. Heimsforseti ogfrú ásamt Sverri Hallgrímssyni, forseta Jökla. manna. Heimsforsetinn og fylgdar- lið hans gengu síðan um staðinn undir leiðsögn heimamanna og skoðuðu hann og kynntu sér þá starf- semi sem þar fer fram. Var heims- forsetinn mjög áhugasamur um það, enda er hann sjálfur vel menntaður í búvísindum. Jöklafélagar færðu heimsforsetahjónunum gjafir að skilnaði, en síðan var ekið um Hvalfjörð til Reykjavíkur og m.a. staðnæmst undir fjallinu Þyrli. Um kvöldið snæddu heimsforsetahjónin kvöldverð að Hótel Holti ásamt um- dæmisstjórahjónunum og nokkrum Kiwanismönnum og konum þeirra. Heimsforsetahjónin heimsóttu síðan íþróttahús fatlaðra að Hátúni 14 í Reykjavík og skoðuðu það. Voru þau hjón mjög hrifin af húsinu og þeirri starfsemi sem þar fer fram, en húsið hlaut styrk frá Hjálpar- stofnun Kiwanis, KIF, á sínum tíma. Asgeir B. Guðlaugsson. Anita með þann gula. Jerry með einn utan kvóta. KIWANISFRÉTTIR 19

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.