Kiwanisfréttir - 01.08.1997, Blaðsíða 10

Kiwanisfréttir - 01.08.1997, Blaðsíða 10
Emblukonurnar Lilja, Júlía og Þór- hildur afhentu drengnum Jóngeiri hjálm og veifu á sjákrahúsinu, en hann liafði fengið botnlangakast daginn áður. Það er ekki auðvelt að halda utan um starf eins og þetta. Leysa þarf ýmiss verkefni sem upp koma innan klúbbsins og vegna sameiginlegra verkefna, en um leið þarf að vinna að því að gera starfið eftirsóknarvert og skemmtilegt. Klúbbfélagarnir eru að læra að vinna saman sem ein heild með virkri þátttöku allra félag- anna. Leiðum að markmiðum hinna ýmsu nefnda hefur verið fylgt eftir, fyrirlesarar fengnir, fræðsla á vegum klúbbsins fyrir eigin félaga hefur farið fram, heimsóttir aðrir klúbbar og skemmtikvöld haldin. Skemmti- legast og e.t.v dýrmætast í starfi okkar er sú þróun sem átt hefur sér stað í samstarfi milli klúbba í svæðinu og sú samvinna sem fylgt hefur í kjölfarið í stóru og smáu. Hinn 25. apríl s.l. héldum við Emblurnar upp á fimm ára afmæli l/lr heimahögunum Frábærir embættismenn í síðasta tölublaði var skýrt frá því að Stefán R. Jónsson fráfarandi um- dæmisstjóri hafi verið sæmdur heið- urstitlinum frábær umdæmisstjóri. Nú hafa þær fréttir borist frá al- þjóðaskrifstofunni, að allir svæðis- stjórar síðasta starfsárs ásamt tólf klúbbforsetum og riturum starfsárs- ins 1995-96, hafi verið sæmdir heið- urstitlum (Distinguished). Þetta eru þau Páll Skúlason, svæðisstjóri Eddu, Steinn Ástvaldsson, svæðisstjóri Grettis, Sveinbjörn Árnason, svæð- isstjóri Oðins, Eiríkur Þorgeirsson, svæðisstjóri Sögu, Soffía Jacobsen, svæðisstjóri Þórs og Sverrir Örn Kaaber, svæðisstjóri Ægis. Frábærir klúbbforsetarar og ritarar voru út- nefnd: Kiwanisklúbburinn Skjöldur, Valbjörn Steingrímsson forseti og Kristinn Georgsson ritari, Kiwanis- klúbburinn Drangey, Jón Geirmunds- son forseti og Ragnar Guðmundsson ritari, Kiwanisklúbburinn Grímur, Guðmundur G. G. Arnarson forseti og Dónald Jóhannesson ritari, Kiw- anisklúbburinn Skjálfandi, Brynjar Halldórsson forseti og Egill Olgeirs- son ritari, Kiwanisklúbburinn Katla, Hilmar Svavarsson forseti og Sævar Hlöðversson ritari, Kiwanisklúbbur- inn Helgafell, Hafsteinn Guðfinns- son forseti og Kjartan Gylfason rit- ari, Kiwanisklúbburinn Geysir, Björn Ingi Rafnsson forseti og Ólafur Þ. Guðmundsson ritari, Kiwanisklúbb- urinn Elliði, Guðmundur H. Guð- mundsson forseti og Bragi G. Bjama- son ritari, Kiwanisklúbburinn Brú, Robert Pollard forseti og Lynn Swisher ritari, Kiwanisklúbburinn Sólborg, Emilía Dóra Guðbjarts- dóttir forseti og Dröfn Sveinsdóttir ritari, Kiwanisklúbburinn Keilir, Bragi Eyjólfsson forseti og Erlingur R. Hannesson ritari, Kiwanisklúbb- urinn Eldey, Einar Vilhjálmsson for- seti og Gunnar Már Gíslason ritari. Emblupistill Nú er komið sumar og vetrarstarfinu lokið. Við tekur sumarið með vikulegum gönguferðum og fundi í hinum yndislega Kjarnaskógi. Emblur voru stofnaðar fyrir fimm árum. Þótt ekki sé ýkja langt síðan er mikið vatn runnið til sjávar. Mikil umræða hefur verið í hinum ýmsu klúbbum, ráðstefnum og samkom- um um aðild kvenna að Kiwanis. Kiwanisklúbburinn Embla er gott dæmi um það að konur eiga erindi í hreyfinguna. Á fyrsta árinu voru félagarnir í klúbbnum orðnir 32, en fljótlega fór þeim að fækka. Ástæður eru auðvitað fjölmargar fyrir því að félagi hættir þátttöku, en það má segja að ein helsta ástæðan sé skortur á næganlegri kynningu á því hvers konar félagsskapur Kiwanishreyfingin er. Önnur er sú staðreynd að ungar konur eiga erfiðara með að vera með í þessum félagaskap, gangnstætt karlmönnun- um, en þetta ræðst af hefðum í íslenskum fjölskyldum. Það þarf ekki að velta því mikið fyrir sér ef ungum hjónum með lítil börn væri boðin þátttaka í Kiwanisklúbbi, hvort þeirra gæti og myndi þekkjast boðið. Það er hins vegar ekkert í markmiðum Kiwanis sem hindrar þátttöku kvenna í hreyfingunni. Við- horf félaganna sem fyrir eru breytast smátt og smátt og hópurinn fer að vinna vel saman að markmiðum og kynningu á Kiwanishreyfingunni, þrátt fyrir það að sá tími sem konur hafa til félagsstarfa sé ekki sá sami og karlmenn ráða yfir. Emblur hafa unnið markvisst að því að styrkja klúbbinn í sessi og þrátt fyrir fáa félaga höldum við ótrauðar áfram. Emblurnar fagna fimm ára afmœlinu. 10 KIWANISFRÉTTIR

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.