Kiwanisfréttir - 01.08.1997, Blaðsíða 20

Kiwanisfréttir - 01.08.1997, Blaðsíða 20
yi 1 heimskringlunni 101 eins árs og ennþá virkur Kiwanisfélagi! Ray Jackson er ennþá virkur félagi í Kiwanisklúbbnum Wilmington í Delaware, í Bandaríkjunum, þótt hann sé orðin ÍOI árs gamall. Á með- fylgjandi mynd er Colleen McKeown, fyrrverandi klúbbforseti, að næla merki 60 ára félaga í barm Rays í tilefni afmælisins. Ray heldur áfram að sækja fundi klúbb- sins og taka þátt í verkefnum hans þrátt fyrir 60 ára starf í Kiwanis. Geri aðrir betur! Alþjóðaráðið um aðgerðir gegn sjúkdómum af völdum joðskorfs Eyjólfur Sigurðsson, fráfarandi Heimsforseti, hefur verið skipaður í stjórn Alþjóðaráðsins um aðgerðir gegn sjúkdómum af völdum joð- skorts, The International Council for Control of Iodine Deficiency Dis- orders (ICCIDD). Alþjóðlegur Joðdagur 2. maí, 1998 Vegna tilmæla frá nokkrum Kiwanis umdæmum, hefur verið ákveðið að færa Alþjóðlega Joðdaginn frá októ- ber til maí. Næsti Joðdagur verður því 2. maí, 1998. Taiwanar veita Joðverk- efninu öflugan stuðning Kiwanisumdæmið á Taiwan (Repu- plic of China District) hefur keypt 685 Hixon orður til stuðnings Joðverk- efninu. Þetta þýðir í peningum 685.000 Bandaríkjadalir eða um fjór- ar milljónir og sjö hundruð þúsund ís- lenskar krónur! Á Taiwan eru 227 Kiw- anisklúbbar með samtals 10.650 félaga. Á sjöundu milljón dollara veitt til útrýmingar á joðskorti Alþjóðasamband Kiwanis hefur miðað við 24. apríl s.l., úthlutað meira en 6.2 milljónum dollara til Joðverk- efnisins í 43 löndum. ítalir verðlauna Kiwanis- hreyfinguna Á Sikiley hefur verið starfandi menn- ingarstofnunin Instituto Sicilia Nuova (Stofnunin Nýja Sikiley) síðastliðin 20 ár og veitir árlega verðlaun sem kölluð eru Giara d'argento (Silfur- skálin), til lands- eða heimsfrægra manna eða stofnana á sviði menn- ingar, leiklistar, tónlistar eða starfsemi sem heldur uppi merki Sikileyjar. Verðlaunin voru afhent í september s.l. fyrir þjónustu Kiwanis á heimsví- su. Nicolo Russo, fyrrverandi forseti Kiwanisklúbbsins Giarre-Riposto og jafnframt fyrrverandi umdæmisstjóri Italíu og fyrrverandi Evrópuforseti, veit- ti verðlaununum viðtöku fyrir hönd klúbbsins og Alþjóðasambandsins. Kiwanisfélagar fá kennitölu Þegar Alþjóðasamband Kiwanis end- urnýjaði tölvubúnað sinn, var ákveðið að allir Kiwanisfélagar skildu fá út- hlutað sérstakri kennitölu, „Member- ship ID Number.“ Það má því búast við því að Kiwanisfélagar verði í vaxandi mæli beðnir um að framvísa hinni fjögurrra til sex stafa kennitölu sinni við útfyllingu ýmiskonar Kiw- anissskjala. Og hvar er svo að finna þessa Kiwanis kennitölu? Kennitalan er skráð aftan við nöfn Kiwanisfélaga á félagaskrám eins og „Membership Record Form“ og á „Club Roster,“ sem m.a. fylgir ávallt reikningum fyr- ir erlendu gjöldin. Klúbbritarar hafa þessar upplýsingar undir höndum. Kiwanisklúbbsins Brúar getið í Kiwanis Magazine í þættinum Cyber K, sem fjallar um rafeindamál, er sagt frá Kiwanis- klúbbnum Brú á Keflavíkurflugvelli og birt mynd af fána klúbbsins sem er táknrænn fyrir kjörorð klúbbsins „Build Richer Understanding" sem þýða mætti sem „að stuðla að meiri/- betri gagnkvæmum skilningi - milli manna/þjóða“. Skýrt er frá fjölþjóð- legri meðlimaskrá klúbbsins, en fé- lagarnir eru auk Islendinga og Banda- ríkjamanna, frá Englandi, Noregi, Þýskalandi, Portúgal og Kanada. Sagt er frá síðu klúbbsins á Veraldarvefn- um (Internet) og styrktarverkefnum klúbbsins. Hægir á útbreiðslu Kiwanis aukning mest í Evrópu og á Asíu-Kyrrahafssvæðinu Kiwanisklúbbar eru nú starfandi í 78 löndum og eru félagar um 316.000. Enn eru flestir félagar í Norður-Ame- ríku, eða 85%, en þar fer félögum fækkandi á meðan fjölgun er stöðug í Evrópu og í Asíu og Ástralíu. Konum fjölgar stöðugt í hreyfingunni og eru nú 15% af heildartölunni. Hæst er hlutfall kvenna í Suður-Ameríku, eða 23%, en lægst í Evrópu, aðeins 6%! Ef hlutfall Kiwanisfélaga er skoðað í samanburði við fólksfjölda í ein- stökum löndum og umdæmum, kemur í Ijós að hlutfall Íslands-Færeyja er lang hæst eða um 4500 félagar miðað við milljón íbúa, á meðan Þýskaland er með aðeins 26 félaga á hverja milljón íbúa. I Bandaríkjunum er hlut- fallið rúmir þúsund félagar, eða fjórum sinnum lægra en á Islandi og í Færeyjum. Meðalaldur félaga í umdæminu Ísland-Færeyjar er einnig sá lægsti í Evrópu, eða 48,4 ár. Nú má fullgilda klúbba með 15 félögum! Á meðal lagabreytinga sem samþykk- tar voru á heimsþinginu í Nashville í júní s.l., var sú breyting að nú megi fullgilda (Charter) Kiwanisklúbba með minnst 15 félögum. Þetta eru góðar fréttir fyrir Korpufélaga. Þing- fulltrúar samþykktu einnig að hækka alþjóðlegu gjöldin (International Dues) úr $ 18 í $27. Góðar hugmyndir fyrir Joðverkefnið Það er venja að umdæmisstjórar á sama starfsári, og makar þeirra, gefi heimsforsetahjónunum einhveija gjöf til minningar um árið. í Nashville var Anitu fært að gjöf bútasaumateppi þar sem hvert unrdæmi átti sinn fulltrúa með einhverju táknrænu fyrir um- dæmið. Konur umdæmisstjóranna gerðu enn betur því teppin voru tvö og var seinna teppið boðið upp á heims- þinginu til ágóða fyrir Joðverkefnið. Teppið var slegið á $15.000.00! Kon- urnar gáfu einnig út matreiðslubók með réttum frá öllunt umdæmum inn- an Kiwanis. Bókin er seld á tíu dollara og fara fimm dollarar til Joðverkefnis- ins af hverri bók. Bókin mun verða til sölu á umdæmisþinginu. 20 KIWANISFRÉTTIR

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.