Kiwanisfréttir - 01.08.1997, Blaðsíða 14

Kiwanisfréttir - 01.08.1997, Blaðsíða 14
Kiwanisklúbburinn Elliði Kiwanisklúbburinn Elliði sem verður 25 ára 23. nóvember n.k. er athafnasamur klúbbur. Þar er gætt að því að virkja hvern félaga í starfi og leik og eru eiginkonurnar drjúgir þáttakendur. Má nefna gönguferðir sem farnar eru á hverjum sunnudegi árið um kring, sumarl'erð, en í ár fóru rúmlega fjörutíu manns í ferð til Leirubakka í Landssveit, ferð til írlands og ógleymanleg heimsókn til Akureyrar, Dalvíkur og Ólafsf- jarðar með viðkomu og gistingu í Blönduvirkjun, og fleira mætti telja. Fundarmæting hefur verið mjög góð, eða yfir 80%. í nóvembermán- uði var farið í heimsókn til Eldeyjar og í sama mánuði var fyrirtækið Marel heimsótt og skoðað. Tveir nýir félagar gengu í klúbbinn í vetur í kjölfar kynningarfundar sem haldinn var í mars. Fleiri eru að huga að inngöngu. Fastar fjáraflanir klúbbsins eru tvær. Villibráðar- kvöld, sem tókst mjög vel og dekk- jaskipti á bílum sem framkvænrd er vor og haust. Konukvöld var haldið í Skíðaskálanum í Hveradölum í nóvember, jólafundur með þátttöku maka á aðventunni og sameiginleg árshátíð var haldin með Vífli í apríl. Nú stendur yfir undirbúningur vegna 25 ára afmælisins í nóvember n.k. Styrkveitingar hafa verið eftir- farandi: Iþróttafélag fatlaðra, Ösp, hélt íþróttamót í maí. Þar voru gefn- ir verðlaunagripir, peningar og bik- arar. Bókagjafir til nemenda fyrir bestan árangur í íslensku voru gefn- ar til fimm grunnskóla í Breiðholti. í undirbúningi eru stórgjafir í tilefni af afmæli klúbbsins. í vetur keypti klúbburinn húsnæði að Grensásvegi 8 og er ætlunin að nota húsnæðið fyrir þá þjónustu sem klúbburinn hefur boðið upp á, og fyrir skrif- stofuaðstöðu. Húsnæðið sem er á jarðhæð skiptist í verkstæði, snyrtin- gu og skrifstofu. Kaupin á hús- næðinu eru eðlilegur þáttur í sögu klúbbsins, klúbbs með fjölbreytt félagslíf og mörg áhugamál. Myndi sumurn þykja nóg um, en það finnst fólkinu sem stendur að Kiwanis- klúbbnum Elliða ekki. Með Kiwanisk\’eðju Aðalsteinn Ingi Aðalsteinsson, fjölmiðlafulltrúi. Minning Reynir Eyjólfsson, einn af stofnfélögum og fyrrver- andi forseti Kiwanisklúbbsins Eldborgar í Hafnarfirði er látinn tæplega sjötugur að aldri. Reyn- ir setti mjög svip sinn á starf- serni klúbbsins fyrstu árin og var virkur þátttakandi á svæðisráð- stefnum og umdæmisþingum þar sem hann lét mjög að sér kveða. Hann var einnig mjög virkur þátttakandi í bæjarmálum í Hafnarfirði og veitti Sjálfstæð- isflokknum lið sitt. Reynir veiktist alvarlega árið 1992 og varð að hætta virkri þátttöku í klúbbnum. Kiwanisklúbburinn Eldborg heiðraði hann fyrir frábær störf hans í þágu klúbbs- ins og Kiwanishreyfingarinnar og jafnframt bæjarfélagsins sem hann fæddist og starfaði í alla sína ævi, með því að gera hann að heiðursfélaga klúbbsins, hinn fyrsti og eini sem hlotnast hefur sá heiður. Síðustu árin dvaldi Reynir á Sólvangsspítala í Hafn- arfirði. Reynir lætur eftir sig eiginkonu, Dóru Sigríði Guð- mundsdóttur og þrjú uppkomin börn. Utför hans var gerð frá Hafnarfjarðarkirkju hinn 25. júlí s.l. og báru félagar hans í Eld- borg hann til grafar. Kiwanis- fréttir senda aðstandendum Reynis Eyjólfssonar samúðar- kveðjur. Verðlaunaafliending á Asparmóti. 14 KIWANISFRÉTTIR

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.