Morgunblaðið - 14.01.2017, Síða 1

Morgunblaðið - 14.01.2017, Síða 1
L A U G A R D A G U R 1 4. J A N Ú A R 2 0 1 7 Stofnað 1913  12. tölublað  105. árgangur  VALDASKIPTI NÁLGAST Í BANDA- RÍKJUNUM LAUGARÁS- LÆKNAR AÐ HÆTTA ÁRNESSÝSLA 19ERLENT 22  Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins urðu formenn stjórnar- flokkanna ásáttir um að Sjálfstæð- isflokkur fengi formennsku í fimm fastanefndum Alþingis, Viðreisn fengi formennsku í einni nefnd og stjórnarandstöðunni yrði boðin for- mennska í tveimur. Björt framtíð myndi þá ekki fara fyrir neinni af fastanefndum þingsins. Loka- ákvarðanir hafa ekki enn verið teknar en Sjálfstæðisflokkur fær líklega formennsku í fjárlaganefnd, atvinnuveganefnd, umhverfis- og samgöngunefnd, efnahags- og við- skiptanefnd og allsherjar- og menntamálanefnd. Formennska í utanríkisnefnd muni hins vegar falla í skaut Viðreisnar. Þá muni stjórnarandstaðan fá formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og velferðarnefnd. »14 Línur lagðar um for- mennsku nefnda Morgunblaðið/Ófeigur Alþingi Búið er að leggja línur um hverjir taka við formennsku í fastanefndum. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Fatasöfnun Rauða krossins flutti út 2.720 tonn af notuðum fatnaði, textíl og fylgihlutum á síðasta ári og hefur magnið aldrei verið meira. Aukn- ingin er 500 tonn frá 2015 og þar á undan var 300 tonna aukning á milli ára. Rauði krossinn selur fötin á kílóverði að mestu í Þýskalandi en hluti fer til Hollands. Hagnaðurinn af fataverk- efninu var 85 milljónir árið 2015 en mestur hefur árshagnaðurinn orðið 115 milljónir. Hagnaður- inn rennur til hjálparstarfs, að mestu leyti innan- lands. „Skýringarnar á þessari miklu aukningu milli ára eru margslungnar en ég hugsa að það séu þrír þættir sem skipta mestu máli: Það er bætt efnahagsástand og fjölgun túrista, aukin kynn- ingarstarfsemi okkar og síðan þessi vitund- arvakning um að minnka sóun. Það er algjör só- un að henda flík eða nokkrum textíl í ruslið. Það er eins mikil sóun og hægt er að hugsa sér. Það er miklu nær að reyna að koma þessu í einhvers konar endurnotkun og endurnýtingu og við njót- um góðs af í leiðinni,“ segir Örn Ragnarsson verkefnisstjóri í viðtali við Sunnudagsblað Morg- unblaðsins. Sunnudagsblaðið heimsótti fata- flokkunarmiðstöð Rauða krossins í iðnaðarhús- næði við Skútuvog og fræddist um starfsemina eins og sjá má í úttekt í blaðinu. Morgunblaðið/Eggert Flokkun Fötin koma í pokum úr Sorpugámum og eru flokkuð á færibandi. Það sem nýtist í starf Rauða krossins hér á landi er tekið til hliðar en afgang- urinn er fluttur út. Sjálfboðaliðar unnu 5.071 stund í fataflokkunarmiðstöðinni í fyrra en til viðbótar starfa sjö manns hjá Fatasöfnun Rauða krossins. Magnið aldrei verið meira  Rauði krossinn flutti út 2.720 tonn af notuðum fötum í fyrra  Hagnaðurinn fer í hjálparstarf  Bætt efnahagsástand og fjölgun ferðamanna hefur áhrif Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Verð á nýjum bílum lækkaði jafnt og þétt sl. ár vegna hagstæðs gengis krónu gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Samkvæmt samtölum Morgunblaðs- ins við talsmenn bílasalanna lækk- uðu bílar í verði um 8-16%. Páll Þorsteinsson, upplýsinga- fulltrúi Toyota á Íslandi, segir að þar hafi bílar lækkað um 10-16% á síð- asta ári. „Síðustu 18 mánuðir voru mjög góðir hjá okkur. Einstaklingar og fyrirtæki eru að endurnýja bílana sína og eigum við von á að salan í ár verði ívið meiri en í fyrra,“ segir Páll ennfremur. Markaðsstjóri BL, Loftur Ágústs- son, hefur svipaða sögu að segja. Þar hafi algengustu gerðir bíla lækkað um 8-10%, en dæmi sé um tæplega 15% verðlækkun. „Þetta er auðvitað nokkuð mis- munandi eftir bílum, en í sumum til- fellum hefur bæst við búnaður í bíl- ana og þá hefur ekki verið hægt að lækka þá alveg jafn mikið. Við höfum hins vegar haft þá stefnu að reyna að fylgja styrkingu krónu eins og kost- ur er,“ segir Loftur í samtali við Morgunblaðið og bætir við að geng- issveiflur, hvort sem um ræðir styrk- ingu eða veikingu krónu, séu ekki ákjósanlegar. Auk þess sé mikil sam- keppni á markaðnum. MNýir bílar lækka talsvert »4 Bílar hafa lækkað um 8-16%  Nýir bílar lækkuðu jafnt og þétt í verði á síðasta ári  Búist er við meiri sölu í ár  Einstaklingar og fyrirtæki endurnýja bílana  Gengissveiflur ekki ákjósanlegar Morgunblaðið/Ernir Bílasala Upplýsingafulltrúi Toyota segir sölu sl. 18 mánuði vera góða.  Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfu Lífeyrissjóðs bankamanna (LB) um dómkvaðningu matsmanns til að meta tiltekin atriði í tengslum við greiðslur ábyrgðaraðila til Eft- irlaunasjóða Landsbankans og Seðlabankans. Árið 2015 neyddist sjóðurinn til að skerða réttindi sjóðs- félaga um 9,65% vegna trygginga- fræðilegrar stöðu og þá var staðan enn neikvæð um 2,6% í árslok 2015. Telja forsvarsmenn LB að forsendur samkomulags, sem gert var 1997 um greiðslur aðildarfyrirtækja að sjóðn- um hafi brostið og það hafi reynst ósanngjarnt. »20 Heimilt að fá dóm- kvaddan matsmann  Árið 2016 var metár hvað varð- ar fjárfestingar í sprotafyr- irtækjum á Ís- landi, samkvæmt samantekt sprotavefsíð- unnar North- stack.is. Sprota- fjárfestingarnar voru 19 og af þeim voru átta þar sem erlendir fjár- festar áttu í hlut. Heildarfjárfesting var 6,2 milljarðar króna eða sem nemur 54 milljónum dollara. Kristinn Árni Lár Hróbjartsson hjá Northstack segir að síðustu tvö ár hafi verið virk í sprotafjárfest- ingum, og nýir sjóðir hafi komið fram sem horfi sérstaklega til slíkra fjárfestinga. »20 Aldrei meira fjárfest í sprotafyrirtækjum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.