Morgunblaðið - 14.01.2017, Side 2

Morgunblaðið - 14.01.2017, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Fyrsti ríkisstjórnarfundur nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fór fram í gær og var þar m.a. farið yf- ir stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, skipan ráðherranefnda og siðareglur ráðherra. Venju samkvæmt var boðið upp á léttar veit- ingar, þó ekki kaffi og sykrað kruðerí líkt og svo oft áður, heldur ber, grænmeti og boost- heilsusafa sem ríkur er af spínati. „Þegar nýr forsætisráðherra tók við embætti var farið yfir hin ýmsu mál og eitt af því sem hann leggur áherslu á er heilsusamlegt fæði,“ segir Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, og bendir á að umsjón- armaður veitinga, Margrét Sigurbjörnsdóttir, hafi tekið áherslum ráðherrans fagnandi. „Við ætlum að reyna að hafa þetta hollt og gott hjá okkur – svona vill forsætisráðherrann hafa þetta,“ segir Margrét og bendir á að á borð- um hafi einnig verið brokkolí, tómatar, döðlur og aprikósur, svo fátt eitt sé nefnt. khj@mbl.is Ný ríkisstjórn Íslands sat í gær sinn fyrsta fund í Stjórnarráðinu Morgunblaðið/Eggert Græn matarstefna með nýjum forsætisráðherra Kanarí frábært verð VITA | Skógarhlíð | Sími | VITA.IS 24. janúar, 7 nætur Verð frá99.900 kr. og 12.500 Vildarpunktar á mann m.v. 2 í herbergi með hálfu fæði á IFA Catarina. Verð án Vildarpunkta: 109.900 kr. Flogið með Icelandair Eingöngu flug frá 29.900 kr. Nánar á vita.is Ákveðið var eftir langan samninga- fund á milli samn- inganefnda sjó- manna og Samtaka fyrir- tækja í sjávarút- vegi í gær að funda á ný um helgina. Konráð Al- freðsson, varafor- maður Sjómannasambands Íslands, segir að fundur muni hefjast klukk- an eitt í dag. „Við ákváðum á fund- inum að setja saman nefnd sem hef- ur afmarkað verkefni. Þrír frá hvorum aðila,“ segir hann. Hann segir að menn nálgist ein- hverja lausn með hverjum þeim fundi sem haldinn er. „Við nálgumst einhverja lausn, hver sem hún verð- ur,“ segir Konráð. Fimm atriði eru einkum til um- ræðu. Ekki er gefið upp hver þau eru en Konráð segir að ekki sé búið að loka neinum hluta viðræðnanna. „Við förum yfir öll mál. Þegar menn nálgast þá eru þau mál sett til hliðar. Þetta þokast á meðan menn eru að tala saman,“ segir Konráð. Samningar hafa tvívegis verið felldir. „Við ákváðum að fara með fimm atriði fram í þessum viðræðum en þau hefðu getað verið þrjátíu,“ segir Konráð. vidar@mbl.is Konráð Alfreðsson Helgin notuð til viðræðna Flogið var með 41 hælisleitanda frá Íslandi til Make- dóníu í gær, að sögn Guðbrands Guðbrandssonar, að- stoðar-yfirlögregluþjóns á stoðdeild ríkislögreglu- stjóra. „Ég reikna með að í næstu viku verði flogið með 20 einstaklinga einnig til Makedóníu og við förum síðan með 30 manna hóp til Albaníu einhvern tímann fljót- lega eftir það,“ segir Guðbrandur. Spurður um fjölda hælisleitenda sem fluttir verða úr landi í janúar segist Guðbrandur búast við að heildarfjöldinn verði í kringum 100 manns. „Þetta eru hópferðir sem við erum að ræða um en ef teknir eru inn í töluna einstakir hælisleitendur sem flogið er með út nær þetta alveg 100 manns í þessum mánuði,“ segir Guðbrandur. vilhjalmur@mbl.is Hundrað hælisleitendur sendir úr landi í janúar  Flogið með um 60 hælis- leitendur til Makedóníu Morgunblaðið/Ómar Hælisleitendur Frá mótmælum við þinghúsið í fyrra. Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Fjármálaráðuneytið hefur ekki und- ir höndum nein gögn um misnotkun tvísköttunarsamninga Íslands og Hollands. Þetta segir í skriflegu svari Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra við fyrirspurn Morgunblaðsins um viðbrögð hans við þeim upplýsingum í skýrslu starfshóps ráðuneytisins um eignir Íslendinga á aflandssvæðum að þessir samningar hafi verið misnot- aðir á undanförnum árum. Fjallað var um málið í fréttaskýr- ingu í Morgunblaðinu á fimmtudag- inn. Fram kom að starfshópurinn teldi að tvísköttunarsamningarnir hefðu einkum verið notaðir til að færa eignarhald íslenskra fyrir- tækja úr landi og til Hollands og Lúxemborgar og þannig í skatta- skjól þessara samninga. Virk þátttaka í aðgerðaáætlun „Ráðuneytið telur rétt að beina þeim hluta fyrirspurnarinnar sem vísar til misnotkunar á tvísköttun- arsamningum Íslands við Holland og Lúxemborg til formanns starfs- hópsins. Ráðuneytið hefur engin gögn þar að lútandi,“ segir orðrétt í svarinu. Varðandi hugsanlega endurskoð- un þessara tvísköttunarsamninga segir ráðherra að nauðsynlegt sé að hafa í huga að Ísland sé þegar virkur þátttak- andi í aðgerðar- áætlun G20 og OECD gegn skattsvikum og skattaskjólum (Base Erosion and Profit Shift- ing, BEPS). Lokaáfanginn í þeim aðgerðum sé sameiginleg endur- skoðun á tvísköttunarsamningum milli allra þátttökuríkja aðgerðar- áætlunarinnar með sérstökum við- auka sem undirritaður verði í París í júní nk. af fjármálaráðherrum landanna. „Inntak þess viðauka er að skatt- yfirvöld fái frekari verkfæri til að beita í baráttunni gegn misnotkun tvísköttunarsamninga sem gangi framar eða komi til viðbótar þeim sem þegar eru til staðar í samning- unum. Ísland, Holland og Lúxem- borg eru þátttakendur í umræddri áætlun með um og yfir 100 öðrum ríkjum. Í ljósi þess er endurskoðun á fyrrnefndum tvísköttunarsamn- ingum Íslands þegar í gangi, þó að óbeint sé, í þeim tilgangi að hamla gegn misnotkun þeirra,“ segir fjár- málaráðherra. Varðandi það hvað fjármálaráð- herra hyggist gera með skýrslu starfshópsins, sem gerð var opinber í síðustu viku, segir í svarinu: „Vegna þess hversu skammur tími er liðinn frá því að fjármálaráð- herra tók við embætti hefur ekki náðst að kortleggja efnisþætti skýrslunnar þannig að unnt sé að segja til um framhaldið á þessari stundu. Í stefnuyfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar segir m.a. að „mark- visst skuli unnið gegn skattundan- skotum og skattaskjólum“. Verður því ekki annað séð en skýrsla starfshópsins verði mikilvægt inn- legg inn í þá vinnu sem framundan er eigi það markmið að nást,“ segir fjármálaráðherra. Hefur ekki nein gögn um misnotkun  Nýr fjármálaráðherra svarar fyrirspurn Morgunblaðsins  Segir skýrslu um aflandseignir vera mik- ilvægt innlegg í vinnu sem framundan er  Skattyfirvöld fái frekari verkfæri í baráttu gegn misnotkun Benedikt Jóhannesson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.