Morgunblaðið - 14.01.2017, Side 12
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
E
inn af stjórnarmeð-
limum leikfélagsins
hérna í Hveragerði
fékk þessa fínu hug-
mynd að setja upp
leikrit byggt á bresku kvikmyndinni
„The Full Monty“, og horfði þá til
fyrirmyndarinnar í Hörgárdalnum
þegar sambærilegt staðfært leikrit
var sett upp þar,“ segir Hjörtur
Benediktsson, formaður Leikfélags
Hveragerðis, en þar verður leikritið
Naktir í náttúrunni frumsýnt föstu-
daginn 27. janúar. Hjörtur segir að
fenginn hafi verið sami leikstjóri til
að setja verkið upp í Hveragerði og
stýrði bændunum fyrir norðan, Jón
Gunnar Þórðarson.
„Hann þekkir verkið vel og tók
að sér að staðfæra handritið sem
hann átti og hafði gert upp úr bíó-
myndinni fyrir bændurna fyrir
norðan. Hann setti það í sunnlenskt
samhengi fyrir okkur, þarna fléttast
Eden inn í, heilsuhælið, tívolíið,
garðyrkjan og fleira úr raunveru-
leika Hveragerðis og Suðurlands.
Og auðvitað eru öll mannanöfn ís-
lensk. Þarna er meðal annars upp-
gjafa paprikubóndi og búvörusamn-
ingarnir fléttast inn í þetta og
fleira.“
Við getum þetta rétt eins
og folarnir úr Reykjavík
Fyrir þá sem ekki þekkja sög-
una fjallar leikritið um hóp karl-
manna sem grípa til eigin ráða til að
hjálpa vini sínum í raunum, þeir
safna fyrir hann peningum með
óvæntum aðferðum.
„Í þessu tilfelli hér í Hveragerði
er vinurinn atvinnulaus af því hann
Naktir
í náttúrunni
í Hveragerði
Það gekk vonum framar að fá nokkra karlmenn til að
fækka fötum í leikriti sem Leikfélag Hveragerðis setur
nú upp. Þar segir frá hópi karlmanna sem koma vini
sínum í raunum til hjálpar með eigin óvæntu ráðum.
Galvaskur Kristján Már Sæþórsson klæðlítill með rörtangir. Náttúruvænn Guðmundur Erlingsson í ljósmyndaferð.
Ljósmyndir/Guðmundur Erlingsson og Jóhann Sigurðsson
fyrrverandi, mæður og aðrar sem
hafa áhrif á líf karlanna,
en þær þurfa ekki að
fækka fötum. Í svona
litlu leikfélagi eins
og hér í Hveragerði
er auðvitað fyrsta
spurning sem kem-
ur upp þegar
hugað er að
uppsetn-
ingu:
Hvaða mannskap höfum við? En
þegar það spyrst út hvaða verk á að
taka er eins og þetta gerist að hluta
til sjálfkrafa. En auðvitað þarf líka
að hringja í einhverja og falast eftir
þátttöku. En það er ákveðinn fastur
kjarni fólks sem fylgir leikfélaginu,
því þótt fólk taki sér stundum hlé
koma flestir aftur þegar þeir hafa
hlaðið batteríin að nýju. Sumir hafa
verið þarna meira og minna í tutt-
ugu til þrjátíu ár. En það er alltaf
gaman að sjá ný andlit í leikfélag-
inu,“ segir Hjörtur og bætir við að
hann hafi farið á karlakvöld á Örk-
inni til að leita að leikurum því hann
vantaði tvo til þrjá í viðbót. „Þar
hitti ég tvo gæja og sagði þeim frá
leikritinu og það var eins og við
manninn mælt, þeir voru komnir á
fund daginn eftir og tóku þetta fús-
lega að sér og standa sig vel.“
Eins og sjá má á myndunum
eru þetta karlmenn á öllum aldri
og með ólíkustu líkama, þarna er
til dæmis þroskaður fyrrverandi
menntaskólakennari um sjötugt
sem vílar ekki fyrir sér að fletta
sig klæðum á sviði. Svo eru þeir al-
veg niður í tuttugu og fimm ára
stráka.
Hjörtur fer með sjálfur með
hlutverk í leikritinu, hann leikur
prest, en sá er ekki með strípiþörf.
„Ég er í fullum prestsskrúða allan
tímann,“ segir hann og bætir við að
hann voni að það valdi ekki von-
brigðum.
Selja líka almanak
með nektarmyndum
Hjörtur segir að fyrir jólin hafi
leikararnir farið í nektarmyndatöku
í sínu náttúrulega umhverfi, sumir á
bar, aðrir inni í gróðurhúsum, á fót-
boltavelli, út í náttúrunni eða annars
staðar.
„Þessar myndir notuðum við til
að gefa út dagatal og safna aur fyrir
leikfélagið. Þetta rokseldist og þetta
glæsilega almanak verður líka til
sölu á leiksýningunum, en þar fyrir
utan fæst það í Álnavörubúðinni í
Hveragerði, í blómabúðinni og
Shell-bensínstöð Hvergerðinga,“
segir Hjörtur og bætir við að þegar
hann hafi boðið konu einni að kaupa
dagatalið fyrir jólin hafi hún sagt að
það gæti hún ekki því hún hefði eng-
an nagla til að hengja það á.
„En ég bauð henni að gefa
henni nagla og lána henni hamar,
svo hún lét tilleiðast að lokum.“
Þyrstur Sigurður Sólmundarson stillir sér upp á barnum.
er að missa garðyrkjustöðina sína.
Slíkt leiðir til ýmissa vandamála, þá
getur orðið erfitt fyrir hann að
borga meðlag með syninum og hann
gæti átt á hættu að fá ekki að hitta
drenginn. Þá taka þeir sig saman
vinir hans og fá mann til að hjálpa
sér við að læra dans svo þeir geti
sett upp nektarsýningu. Þeir vita
sem er að folar úr Reykjavík hafa
komið á kvennakvöld á Hótel Örk og
sýnt þar fáklæddir dans, og þeir
spyrja sig hvers vegna þeir geti það
ekki rétt eins og hinir. Félögunum
líst misvel á hugmyndina og einn
segist vera svo feiminn að hann
hátti ekki einu sinni fyrir framan
konuna sína, hvað þá fullan sal af
fólki. En hann lætur vaða og
málin þróast þannig að þeir slá
í gegn og raka inn peningum sem
þörf er á fyrir atvinnulausa vin-
inn.“
Fjölbreyttir líkamar
karla á öllum aldri
Hjörtur segir það
hafa komið á óvart
hversu auðvelt var
að fá menn til að
leika í verkinu, að
óreyndu hélt hann
að þeir væru tregir
til að striplast á sviði
fyrir framan áhorf-
endur.
„Þetta gekk
vonum framar en
ég játa að ég var
svolítið svartsýnn í
byrjun, það eru
sautján leikarar í
þessu leikriti og megn-
ið karlmenn. En nokk-
ur hlutverk eru fyrir
konur; eiginkonur,
Eðlilegir Þeir kunna vel við sig innan um gróðurinn, frá vinstri standandi Kristján Már Sæþórsson, Hallgrímur
Hróðmarsson, Elías Óskarsson, Sigurður Sólmundarson og Valdimar Ingi Guðmundsson. Á hækjum sér er fremstur
Guðmundur Erlingsson en fyrir aftan hann Runólfur Óli Daðason og Hákon Briem Kristjánsson.
Siðapostuli Hjörtur
í hlutverki prestsins.
Leikritið Naktir í náttúrunni
verður frumsýnt föstud. 27. jan.
Miðapantanir í s. 863-8522 og
sýningardaga má sjá á Facebook--
síðu leikfélagsins, sem og myndir.
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017
Íslensku þjóðsögurnar og ævintýrin
eiga stað í hjarta flestra Frónbúa og í
dag, laugardag, verður haldið málþing
um fyrirbærið undir yfirskriftinni: Til-
urð, samhengi og söfnun. Hefst það kl.
12.30 í fyrirlestrasal Landsbókasafns
Íslands, Háskólabókasafns, eða Þjóð-
arbókhlöðunnar við Arngrímsgötu í
Reykjavík. Terry Gunnell talar um til-
gang þjóðsagnasöfnunar Jóns Árna-
sonar; Rósa Þorsteinsdóttir spyr hver
sé hvurs og hvurs sé hvað, hjá söfn-
urum, skrásetjurum og sagnafólki;
Örn Hrafnkelsson fjallar um Jón Árna-
son og stafræn hugvísindi; Aðalheiður
Guðmundsdóttir talar um leitina að
eldinum, Romina Werth skoðar bréf
Konrads Maurer sem og vinasambönd
hans og þunglyndið sem þar birtist;
Elsa Ósk Alfreðsdóttir tekur fyrir
pennavini heima og heiman; og Júl-
íana Þóra Magnúsdóttir spyr Jón
Árnason með upphrópun: Hvar eru
konurnar?
Málþing í dag í Þjóðarbókhlöðu
Morgunblaðið/Freyja Gylfa
Terry Gunnell Hann flytur erindi.
Íslenskar þjóðsögur og ævintýr
Vínbarinn Port 9, sem er við Veghúsa-
stíg 9 í Reykjavík, býður upp á notalega
viðburði á sunnudögum. Á morgun,
sunnudaginn 15. janúar, mun Hall-
grímur Helgason rithöfundur kíkja þar
við kl. 17 og lesa upp úr fyrstu ljóðabók
sinni, Lukku. Einnig ætlar hann að lesa
upp úr splunkunýrri þýðingu sinni á
leikritinu Óþelló, sem nú er sýnt í Þjóð-
leikhúsinu. Allir velkomnir.
Morgunblaðið/Einar Falur
Hallgrímur Ætlar að lesa á morgun.
Hallgrímur les
upp í Portinu
Notalegt við Veghúsastíg