Morgunblaðið - 14.01.2017, Page 18

Morgunblaðið - 14.01.2017, Page 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Á næstunni verður ráðist í það verk að fella og fjarlægja sitkagrenitré í Öskjuhlíð sem standa upp fyrir að- flugsflöt að braut 31 á Reykjavík- urflugvelli, þ.e. austur/vestur braut- inni. Samkvæmt greiningu þarf að fella um 130 tré. Verkið hefur verið boðið út og verða tilboð opnuð eftir helgina. Með þessu verki er verið að upp- fylla samkomulag sem gert var milli ríkisins og Reykjavíkurborgar hinn 19. apríl 2013. Samkomulagið und- irrituðu Ögmundur Jónasson, þáver- andi innanríkisráðherra, og Jón Gnarr, þáverandi borgarstjóri. Samkomulagið var í nokkrum lið- um og þar stóð m.a. orðrétt: „Að flugöryggi við notkun austur/vestur flugbrautar verði bætt með því ann- ars vegar að séð verði til þess að gróður í Öskjuhlíðinni skagi ekki upp í hindrunarfleti núverandi flug- brautar og hins vegar að heimiluð verði uppsetning aðflugsljósa fyrir nákvæmnisblindaðflug vestan við brautina.“ Aðflugsljósin í biðstöðu Uppsetning aðflugsljósa er ekki hafin ennþá. Að sögn Jóns Karls Ólafssonar, framkvæmdastjóra flug- vallasviðs Isavia, liggur ekki fyrir fjárveiting til verksins. Kostnaðar- áætlun vegna lendingarljósa vestan flugvallar er á bilinu 90-100 milljónir króna. Í tilboðsgögnum kemur m.a. fram að starfsmenn Reykjavíkurborgar munu merkja trén sem á að fella og hafa eftirlit með framkvæmd. Öskju- hlíð sé vinsælt og fjölsótt útivist- arsvæði og því sé nauðsynlegt að halda raski sem fylgir fellingu í lág- marki. Verkefnið er að fella hæstu trén á skilgreindu svæði. Á svæðinu eru lægri tré og undirgróður en einnig klappir og stórir steinar sem hafa mikið gildi fyrir útivistarsvæðið. Það sé því nauðsynlegt að ganga um með varfærni þannig að á svæðinu sé sem minnst rask þegar framkvæmdum er lokið. Þetta þýðir að takmarka þurfi umferð tækja um skóginn og sér- staklega aðgengi stærri tækja sem valda meira raski. Framkvæmdum skal að fullu lokið eigi síðar en 15. mars 2017. Reykjavíkurborg hyggst móta nýtt útivistarsvæði og göngustíga á því svæði sem verður til þegar trén fara. Aðgengi fólks að þessum hluta Öskjuhlíðarinnar mun því verða mun betra. Greinarnar verða kurlaðar og notaðar í göngustíga á svæðinu og nokkrir trjábolanna verða notaðir í bekki og fleira á svæðinu . Ásatrúarfélagið fær hins vegar megnið af trjábolunum til notkunar í nýtt hof sem er það er að byggja við Menntasveig í Öskjuhlíðinni. „Þeir hjá Isavia buðu okkur þessi tré og við erum að leita lausna. Þetta er mjög heillandi hugmynd og alger- lega í anda þeirrar heimspeki sem við höfum lagt upp með,“ segir Hilm- ar Örn Hilmarsson allsherjargoði í viðtali við Morgunblaðið í nóvember. Felld verða 130 tré í Öskjuhlíð til þess að auka flugöryggi  Greinarnar kurlaðar og notaðar í göngustíga  Ásatrúarfélagið fær bolina Mynd/Landupplýsingagátt Trjáfellingar Myndin sýnir hvaða tré verða felld. Aðflug er yfir Fossvogskirkjugarð. Bygging HR neðst til vinstri. Morgunblaðið/RAX Trjágróður Hæstu trén hafa hindrað flugumferð að Reykjavíkurflugvelli. Gylfi Ólafsson hef- ur verið ráðinn að- stoðarmaður Bene- dikts Jóhannes- sonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Gylfi er 33 ára heilsuhagfræð- ingur. Frá árinu 2013 hefur hann verið sjálfstætt starfandi ráðgjafi í heilsuhagfræði á Íslandi. Þá stofnaði hann og rak ný- sköpunarfyrirtækið Vía í skor- dýraeldi í Bolungarvík frá 2013- 2016. Gylfi var oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi í alþingiskosn- ingum 2016. Hann er giftur Tinnu Ólafsdóttur og saman eiga þau eina dóttur. Gylfi aðstoðar fjármálaráðherra Gylfi Ólafsson Ánægju er lýst í yfirlýsingu samtakanna ViVe með það markmið sem fram kemur í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar að notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) verði lögfest sem eitt af þjónustuformum fólks með fötlun. Skuli þetta gert í samráði við sveitarfélög en leiðarljósið verði að fólk með fötlun geti sjálft stýrt þjónustunni sem það þiggur. ViVe segir að 2009 hafi verið sett af stað þverpólitísk vinna við að leggja grunn að þingsályktunartillögu um notendastýrða persónulega aðstoð. Væri markmiðið þá að félagsleg þjónusta í þessari útfærslu yrði raunveru- legur valkostur. Sumarið 2010 hafi þingsályktunartillaga um þetta verið samþykkt á Alþingi og nú þurfi að halda starfinu áfram. Fagna stefnu ríkisstjórnar um NPA Opnið 8-17 virka daga. Vetrartilboð á kuldagöllum aðeins 14.500,-Litir: Gulur og blár – grár – dökkblár – rauður Dvergshöfða 27 , 110 Reykjavík | www.blossi.is | blossi@blossi.is ALHLIÐA FASTEIGNAVIÐHALD MÚRUM & SMÍÐUM Múrvinna Smíðavinna Málningarvinna Jarðvinna Ekkert verk of smátt né stórt! Upplýsingar í síma 788 8870 eða murumogsmidum@murumogsmidum.is TI LBO Ð Þ ÉR AÐ KOS TNA ÐAR LAU SU! Sigrún Gunnarsdóttir og Unnsteinn Jóhannesson eru aðstoðarmenn- irnir sem Óttarr Proppé heilbrigð- isráðherra hefur ráðið sér til full- tingis. Sigrún er fædd 1960, er hjúkrunarfræðingur að mennt og með doktorsgráðu á sviði lýðheilsu- mála og stefnumótunar. Hún hefur mikla reynslu á sviði heilbrigðis- mála og stjórnsýslu auk þess að hafa sinnt ýmsum félagsmálum, kennslu og trúnaðarstörfum. Hefur hún m.a. verið varaþingmaður Bjartrar framtíðar og hefur tekið sæti á Alþingi. Þá er hún formaður stjórnar Krabbameinsfélags Ís- lands. Unnsteinn Jóhannsson er þrítug- ur og hefur síðastliðin tvö ár verið aðstoðarmaður formanns Bjartrar framtíðar og sem slíkur meðal ann- ars sinnt flokksstarfi og fjölmiðla- tengslum. Bakgrunnur hans er meðal annars úr skátahreyfingunni og starfi Samtakanna 7́8. Sigrún Gunnarsdóttir Unnsteinn Jóhannsson Aðstoða nýjan heil- brigðisráðherra

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.