Morgunblaðið - 14.01.2017, Page 19

Morgunblaðið - 14.01.2017, Page 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017 VIÐTAL Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Í vikunni var haldið í félagsheim- ilinu Aratungu í Biskupstungum hóf þar sem læknarnir Pétur Skarphéðinsson og Gylfi Haralds- son voru kvaddir eftir langa þjón- ustu við fólk í uppsveitum Árnes- sýslu. Þeir létu af störfum nýlega sakir aldurs eftir að hafa þjónað héraðinu og íbúum þess vel á fjórða áratug. „Þeir hafa verið ein- staklega farsælir í sínum störfum og hlúð að heilsufari íbúanna með miklum sóma,“ segir í kynningu á þessum viðburði þar sem voru skemmtiatriði, söngur og marg- vísleg menning, eins og vera ber. Pétur Skarphéðinsson kom til starfa í Laugarási sumarið 1983 og Gylfi rúmu ári síðar. Báðir höfðu þá numið heimilislækningar í Svíþjóð. „Fyrr á tíð var ekki hlaupið að því að fá læknisstöðu í heilsugæslunni. Ég sótti fyrst um á Seltjarnarnesi en fékk ekki en þá losnaði Laugarás,“ segir Gylfi, sem á fyrstu vikunum fékk eldsk- írn í starfi. Bar þá til að þrjú ung- menni sem voru síðla hausts í jeppaferð í fjöllunum upp af Laugarvatni týndust og var leitað í nærri tvo sólarhringa. „Þetta fór allt saman vel og krakkarnir sluppu vel en þetta verkefni er mér alltaf minnisstætt,“ segir Gylfi. Sálgæslan er hluti af starfinu Svæðið sem Laugaráslæknar sinna nær frá Þingvöllum austur í Þjórsárdal, það er Þingvallasveit, Grímsnes, Laugardalur og Bisk- upstungur, Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur. Á þessu svæði búa í dag um 2.800 manns en sé ferða- og sum- arhúsafólk sem um svæðið fer og á því dvelst tekið með í dæmið má margfalda þá tölu nokkrum sinn- um. Slíkt kallar á góða heilbrigð- isþjónustu og fyrir hana fengu læknarnir tveir á sínum tíma sér- staka viðurkenningu íbúanna, Uppsveitabrosið, sem árlega er veitt þeim sem unnið hafa góð störf í þágu samfélagsins. „Samskipti við fólk eru það sem læknisstarfið gengur út á. Kannski eiga tengsl læknis við skjólstæðinga ekki að vera of náin en í litlu samfélagi verður ekki hjá slíku komist. Maður kynnist fólk- inu í sínum daglegu aðstæðum; það hefur oft komið sér vel en vissulega getur verið til trafala að vita of mikið um persónulega hagi hvers og eins,“ segir Pétur. „Faðir minn var prestur og þannig kynntist ég sálgæsluhlutverkinu sem hann sinnti. Starf læknis er um margt svipað, það sem hrjáir fólk er oft öðru fremur eitthvað sem hvílir á sálinni. Með persónu- legri viðkynningu lærir maður að greina, þótt málin geti líka verið alvarlegs eðlis.“ Umgangspestir í febrúar Í víðfeðmu læknishéraði er mörgu að sinna. Pétur og Gylfi höfðu lengi vel engar tímapantanir á stöðinni; fólk gat einfaldlega mætt þangað og þurfti sjaldnast lengi að bíða. „Í mínum huga er ómögulegt að sinna heilsugæslu nema fólk fái þjónustu samdægurs eða því sem næst. Þetta dró líka úr óþörfu álagi. Fólk sem veiktist að kveldi eða nóttu dró þá við sig að leita strax til læknis enda gat það komist í tíma strax að morgni,“ segir Pétur. Þeir Gylfi eru báðir sammála um að ágúst hafi verið sérstaklega annasamur í starfi þeirra, þótt ástæðan fyrir því sé þeim ekki að fullu ljós. „Kannski var bara einhver óút- skýrður órói í fólki. En mesti kúfurinn var samt flensan í febr- úar. Hugtakið inflúensa er dregið af ítalska orðinu influence sem þýðir að hafa áhrif á eitthvað. Í því samhengi má velta fyrir sér hvort gangur himintunglanna ráði einhverju um það á hvaða tíma umgangspestir ganga yfir. Að minnsta kosti reiknaði maður allt- af með önnum í febrúar og mars sem gekk eftir,“ segir Pétur. Snerist á ökkla eða skar sig á fingri Slys og skaðar og læknisþjón- usta slíku viðvíkjandi voru þó erf- iðasti þátturinn í starfi. „Drátt- arvélaslysin voru tíð fyrr á árum og eins urðu mörg umferðarslys fyrr á árum í uppsveitunum og oft mannfórnir,“ segir Gylfi. „Sjálfs- víg og slíkt er nokkuð sem situr í manni og um þau getur maður alltaf spurt sig hvort rétt hafi ver- ið brugðist við. En veikindin voru annars af ýmsum toga og oft varð að fara í vitjanir. Það er tæplega sá bær í uppsveitunum að maður hefur ekki vitjað, en með bættum samgöngum fækkaði vitjunum. Opnun bráðamóttöku við sjúkra- húsið á Selfossi var líka til mikilla bóta.“ Meiri umferð ferðafólks og fjölgun sumarhúsa í uppsveitum Árnessýslu, sem nú teljast í þús- undum, leiddu af sér annir hjá Laugaráslæknum. „Það var tals- vert um minniháttar meiðsli, barn datt fram úr rúmi, maður sneri sig á ökkla í gönguferð eða sum- arbústaðakona fékk hnífinn í putt- ann þegar hún var að skera græn- metið. En auðvitað gerðust líka alvarlegir hlutir, til dæmis dauðs- föll og slys. Þetta var alveg þver- skurðurinn af þeim verkefnum sem læknar þurfa að sinna,“ segir Pétur læknir. Laugaráslæknar láta af störfum  Gylfi og Pétur voru á vaktinni í uppsveitum Árnessýslu í áratugi  Hlúðu að heilsufari íbú- anna með miklum sóma  Flensan og himintunglin  Slys og skaðar voru erfiðust í starfinu Morgunblaðið/Sigurður Bogi Samstarfsmenn Gylfi Haraldsson, til vinstri, og Pétur Skarphéðinsson voru læknar í uppsveitunum í áratugi. Laugarás Sveitaþorp sem er miðsvæðis á þjónustusvæðinu og því er læknissetrið að flestra dómi vel í sveit sett. Laugarás í Biskupstungum hef- ur verið læknissetur í áratugi. Með tilliti til samgangna er þetta litla sveitaþorp er ágæt- lega miðsvæðis í uppsveitum Árnessýslu og staðsetningin þykir því hentug. Þá er vel búið að starfseminni með heilsu- gæslustöð í húsi sem var byggt fyrir um tuttugu árum. Getur Pétur þess að við þá fram- kvæmd hafi sérstaklega munað um atfylgi þeirra Þorsteins Pálssonar og Margrétar Frí- mannsdóttur, þá þingmanna Sunnlendinga, þegar kom að því að útvega fé til verksins. „Eftir að nýja heilsugæslu- stöðin kom varð gjörbreyting á öllu starfinu. Aðstaðan varð betri og fólk vildi nýta sér það. Áður kom fyrir að maður sinnti læknisverkum við kertaljós í hjónaherbergjum heima á bæj- um. Þá kom sér líka vel að þekkja fólkið, skjólstæðingana, og vita hvernig þeir bjuggu og lifðu. Góð samskipti við fólkið er það sem mestu máli skiptir eftir langt starf,“ segir Pétur, sem nýlega flutti á höfuðborg- arsvæðið og þangað er Gylfi kominn líka. Nýir læknar í Laug- arási eru Þórður Guðmundsson og Sigurjón Kristinsson. Kertaljós í hjónaher- bergjum LÆKNISSETUR UPPSVEIT- ANNA Í MARGA ÁRATUGI Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is Hótel við heimskautsbaug Frekari upplýsingar veita: Gunnar Svavarsson, gunnar@kontakt.is Guðni Halldórsson, gudni@kontakt.is Nær 970 fm. eign,15 herbergi með baði,veitingasalur, eldhús og sér íbúð, auk 480 fm. óinnréttaðrar jarðhæðar. Góð staðsetning við höfnina. Auðveld kaup. Hentar vel einstaklingi eða hjónum sem vilja starfa við ferðaþjónustu í litlu sveitarfélagi á landsbyggðinni eða sem viðbót við annan sambærilegan rekstur. Hótel Norðurljós á Raufarhöfn er til sölu. Ha uk ur 01 .1 7

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.