Morgunblaðið - 14.01.2017, Qupperneq 20
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur
fallist á kröfu Lífeyrissjóðs banka-
manna (LB) um dómkvaðningu
matsmanns til að meta tiltekin atriði
í tengslum við greiðslur ábyrgðar-
aðila til Eftirlaunasjóðs Landsbank-
ans og Seðlabankans, en það hét
sjóðurinn áður. Árið 2015 neyddist
sjóðurinn til að skerða réttindi sjóð-
félaga um 9,65% vegna trygginga-
fræðilegrar stöðu og þá var staðan
enn neikvæð um 2,6% í árslok 2015.
Sé miðað við réttindaskerðinguna
og stöðuna nú vantar um 4,5 millj-
arða í sjóðinn til að rísa undir rétt-
indastöðunni eins og hún stóð fram
að skerðingunni 2015.
Telja forsvarsmenn LB að for-
sendur samkomulags, sem gert var
árið 1997 um greiðslur aðildarfyr-
irtækja að sjóðnum, hafi brostið og
að það hafi reynst ósanngjarnt.
Samkomulagið var gert í tengslum
við að ábyrgð aðildarfyrirtækjanna
var létt af skuldbindingum sjóðsins.
Samhliða samkomulaginu greiddu
sömu fyrirtæki framlag til sjóðsins
sem tryggja átti að þáverandi sjóð-
félagar yrðu jafnsettir með sín líf-
eyrisréttindi fyrir og eftir sam-
komulagið. Rann sú greiðsla til
svokallaðrar hlutfallsdeildar sem
stofnuð var um réttindi þeirra sjóð-
félaga sem voru í sjóðum fram að
undirritun samkomulagsins árið
1998.
Staðan sjóðsins versnar
Strax árið 2004, eða um sex árum
eftir að samkomulagið var gert, var
tryggingafræðileg staða hlutfalls-
deildar orðin neikvæð um 11,8%.
Var tilraun gerð til að fá aðildarfyr-
irtæki sjóðsins til að greiða viðbót-
arframlag í deildina til að rétta hana
af en það náðist ekki. Var því höfðað
mál á hendur þeim árið 2005 en í lok
árs 2006 náðist hins vegar sam-
komulag um greiðslu tiltekinnar
fjárhæðar inn í sjóðinn, vegna
launaþróunar frá gerð samkomu-
lagsins 1997 ásamt því að þau skuld-
bundu sig til að taka þátt í rekstrar-
kostnaði sjóðsins til frambúðar.
Þrátt fyrir samkomulagið 2006
hefur staða hlutfallsdeildarinnar
ekki batnað og samkvæmt úttekt
frá árslokum 2013 var staða hennar
neikvæð um 9,7%. Segja forsvars-
menn sjóðsins að þar sem hún sé
lokuð fyrir nýjum sjóðfélögum megi
búast við auknum halla að öðru
óbreyttu.
Margir matsþolar
Þegar LB kallaði eftir matinu
reyndust matsþolar, þ.e. þeir sem
hagsmuna hafa að gæta gagnvart
umbeðnu mati, vera sjö talsins. Það
eru Landsbankinn, en langflestir
þeirra sem eiga réttindi í hlutfalls-
deildinni störfuðu þar, Seðlabanki
Íslands, Valitor, Reiknistofa bank-
anna, fjármála- og efnahagsráðu-
neytið, Samtök starfsmanna fjár-
málafyrirtækja og Landsvaki. Í
málinu fyrir héraðsdómi voru það
aðeins ráðuneytið og Landsvaki sem
mótmæltu því að matið færi fram en
aðrir féllust á að það yrði fram-
kvæmt. Athygli vekur þó að Samtök
starfsmanna fjármálafyrirtækja
sóttu ekki dómþing. Matsþolar hafa
frest til 26. janúar til að skjóta úr-
skurði héraðsdóms til Hæstaréttar.
Meti framlög til sjóðsins
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skerðing Sjóðfélagar í hlutfallsdeild urðu fyrir mikilli skerðingu árið 2015.
Héraðsdómur heimilar Lífeyrissjóði bankamanna að fá dómkvaddan matsmann
Um 4,5 milljarða vantar upp á hlutfallsdeild sé miðað við samkomulag frá 1997
Miklir hagsmunir
» LB er 13. stærsti lífeyr-
issjóður landsins.
» Í desember 2015 var hrein
eign hans metin á 67,6 milljarða
króna.
» Um 1.200 manns njóta
greiðslna úr sjóðnum, þar af
tæplega 1.000 úr hlutfallsdeild.
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Hægist aftur á
Kristinn Árni Lár Hróbjartsson hjá
Northstack segir í samtali við Morg-
unblaðið að síðustu tvö ár hafi verið
virk í sprotafjárfestingum, og nýir
sjóðir hafi komið fram sem horfi sér-
staklega til slíkra fjárfestinga.
„Þetta var gott ár, en nú er bara
einn sjóður sem á eftir fjármagn í
nýfjárfestingar, Brunnur, sem gæti
aftur bent til þess að það hægist á
þessu nú í ár,“ segir Kristinn. „Þó lít-
ur út fyrir að það gætu bæst við sjóð-
ir á árinu, sem væri jákvætt fyrir
sprotaumhverfið.“ tobj@mbl.is
Árið 2016 var metár hvað varðar
fjárfestingar í sprotafyrirtækjum á
Íslandi samkvæmt nýrri samantekt
sprotavefsíðunnar Northstack.is,
sem sérhæfir sig í fréttum, grein-
ingu og umræðu um íslenska
sprotamarkaðinn.
Samkvæmt samantektinni hafa
aldrei verið fleiri sprotafjárfest-
ingar á einu ári hér á landi, eða 19
talsins. Af þeim voru átta þar sem
erlendir fjárfestar áttu í hlut.
Heildarfjárfestingin í þessum 19
fjárfestingum er um 6,2 milljarðar
króna, eða rétt undir 54 milljónum
bandaríkjadala.
Metár í sprotafjárfestingum í fyrra
6,2 milljarðar í 19 fjárfestingum Fjöldi fjárfestinga í sprotafyrirtækjum
20
15
5
2014 2015 2016
0
10
Heimild: Northstack
7
17
19
14. janúar 2017
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 113.99 114.53 114.26
Sterlingspund 139.8 140.48 140.14
Kanadadalur 87.22 87.74 87.48
Dönsk króna 16.281 16.377 16.329
Norsk króna 13.384 13.462 13.423
Sænsk króna 12.74 12.814 12.777
Svissn. franki 112.87 113.51 113.19
Japanskt jen 0.9967 1.0025 0.9996
SDR 153.84 154.76 154.3
Evra 121.06 121.74 121.4
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 150.6558
Hrávöruverð
Gull 1196.35 ($/únsa)
Ál 1787.0 ($/tonn) LME
Hráolía 55.19 ($/fatið) Brent
Afli íslenskra skipa dróst saman um
19% á árinu 2016, og var 1.069.600
tonn, sem er 247 þúsund tonnum
minna en landað var árið 2015.
Á vef Hagstofu
Íslands kemur
fram að samdrátt-
inn megi nær ein-
göngu rekja til
minni loðnuafla.
Ríflega 101 þús-
und tonn veiddust
af loðnu á síðasta
ári samanborið
við tæp 353 þús-
und tonn árið
2015, sem er sam-
dráttur upp á 71%.
Samdráttur í afla uppsjávarteg-
unda nam alls 32% á milli ára en alls
veiddust tæp 576 þúsund tonn af
uppsjávartegundum. Veiðar á síld
jukust um 7%, kolmunnaveiði dróst
saman um 13% og 1% meira var
landað af makríl í fyrra en árið á
undan.
Botnfiskafli jókst um 4%
Botnfiskafli nam 457 þúsund tonn-
um á síðasta ári, sem er 4% aukning
miðað við fyrra ár. „Að venju er
þorskaflinn uppistaðan í botnfiskafl-
anum en tæp 264 þúsund tonn veidd-
ust af þorski á síðasta ári sem er 8%
meira en árið 2015. Flatfiskaflinn
var svipaður á milli ára og var tæp 24
þúsund tonnum á síðasta ári. Afli
skel- og krabbadýra nam 12,7 þús-
und tonnum sem er jafngildir 26%
aukningu miðað við árið 2015,“ segir
í frétt Hagstofunnar.
Enn fremur kemur fram í fréttinni
að 6% meira af karfa hafi verið land-
að á árinu 2016 en árið 2015, ýsuveið-
ar hafi dregist saman um 6% en veið-
ar á ufsa hafi aukist um 3%.
Heildarafli dróst saman
um 19% á milli ára
Afli Þorskafli jókst
um 8% milli ára.
mbl.is
alltaf - allstaðar
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
HIN FAGRA OG FORNA ALBANÍA
8. – 19. apríl
ALBANÍA
WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900
Albanía hefur nú loksins opnast
fyrir erlendum ferðamönnum.
Enn hefur alþjóðavæðingin ekki
náð að festa þar rætur og er lítt
sjáanleg. Þar má sjá ævaforna
menningu, söguna á hverju horni,
gríðar fallega náttúru og fagrar
strendur og kynnast einstakri
gestrisni heimamanna þar sem
gömul gildi eru í hávegum höfð.
(Per mann í 2ja manna herbergi)
VERÐ 299.950.-
per mann í 2ja manna herbergi. Innifalið: Flug, hótel
í London, hótel með hálfu fæði í Albaníu, öll keyrsla
í Albaníu, allar skoðunarferðir, ísl. fararstjóri,
skattar og aðgangur þar sem við á.
PÁSKA-
FERÐ