Morgunblaðið - 14.01.2017, Síða 22

Morgunblaðið - 14.01.2017, Síða 22
FRÉTTASKÝRING Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Yfirheyrslur í öldungadeild Banda- ríkjaþings vegna tilnefninga Don- alds Trumps hafa leitt í ljós að við- horf þeirra, sem hann tilnefndi í mikilvæg embætti, samræmast ekki yfirlýsingum hans í nokkrum mikil- vægum málefnum, einkum þjóðarör- yggismálum. Svör þeirra hafa til að mynda verið í andstöðu við yfirlýs- ingar Trumps um að bæta tengsl bandarískra stjórnvalda við Rúss- land og rifta samningi um kjarnorku- mál við klerkastjórnina í Íran. Þá hefur utanríkisráðherraefni Trumps lýst því yfir að heimsbyggðinni stafi hætta af loftslagsbreytingum, ólíkt forsetanum verðandi sem hefur sagt að viðvaranir vísindamanna um hlýn- un jarðar séu „blekking“, runninn undan rifjum Kínverja, til að grafa undan efnahag Bandaríkjanna. Telja hættu stafa af Pútín Skoðanamunurinn kom berlega í ljós í fyrradag þegar James Mattis, sem Trump tilnefndi varnarmálaráð- herra, svaraði spurningum þing- manna. Mattis, sem er fyrrverandi hershöfðingi, sagði að hann liti á stefnu rússneskra ráðamanna sem ógn við Bandaríkin og hann teldi litl- ar líkur á að þeir gætu orðið banda- menn stjórnarinnar í Washington. Trump hefur farið lofsamlegum orðum um Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og boðað aukið samstarf við Rússa, meðal annars í baráttunni gegn hryðjuverkastarfsemi í heimin- um. Ólíkt Trump lagði Mattis áherslu á að saga síðustu áratuga sýndi að tilraunir til að bæta tengslin við stjórnvöld í Kreml bæru sjaldan árangur og Bandaríkjamenn þyrftu að gera sér grein fyrir því að Pútín væri að reyna að „koma Atlantshafs- bandalaginu á kné“. Mattis hét því einnig að beita sér fyrir því að Bandaríkjamenn héldu áfram til- raunum til að efla varnir banda- manna sinna í Evrópu vegna hætt- unnar sem þeim stafaði af Rússlandi. Rex Tillerson, utanríkisráðherra- efni Trumps, tók í sama streng þegar hann svaraði spurningum þing- manna á miðvikudaginn var. Hann sagði að samstarfsríki Bandaríkj- anna í NATO hefðu fulla ástæðu til að óttast stefnu stjórnvalda í Kreml. Hann kvaðst líta svo á að rússnesku ráðamennirnir stefndu hagsmunum Bandaríkjanna og evrópskra sam- starfsríkja þeirra í hættu. Trump sagði í sumar að til greina kæmi að viðurkenna innlimun Krím- skaga í Rússland árið 2014 en Till- erson sagði að það yrði ekki gert nema með einhvers konar samkomu- lagi sem nyti stuðnings Úkraínu- manna. Hann kvaðst einnig vera hlynntur því að Bandaríkjamenn sæju Úkraínu fyrir vopnum til að efla varnir landsins vegna hættunn- ar sem stafaði af Rússlandsher. Trump ýjaði eitt sinn að því að ekki væri víst að hann myndi fyrir- skipa her Bandaríkjanna að verja bandalagsríki NATO ef Rússar réð- ust á það. Hann myndi til dæmis fyrst gera athugun á því hvað við- komandi aðildarríki legði fram til bandalagsins áður en Bandaríkja- menn skærust í leikinn. Tillerson gaf hins vegar til kynna að Bandaríkin myndu virða fimmtu grein stofnsátt- mála NATO um að árás á eitt banda- lagsríki jafngilti árás á þau öll, óháð fjárframlögum þess til varnarmála. Standi við orð sín Ekki er víst að öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti tilnefn- inguna því að þingmenn úr báðum flokkunum hafa efasemdir um hana vegna tengsla Tillersons við Pútín og fleiri ráðamenn í Kreml. Tillerson er fyrrverandi forstjóri olíufyrir- tækisins ExxonMobil og talið er að viðskiptasamningar sem hann gerði við Rússa hafi átt stóran þátt í því að hann fékk forstjórastarfið árið 2006. Sumum þeirra náði hann með við- ræðum við Pútín, sem sæmdi hann „vináttuorðu“ árið 2013. Nokkrir þingmenn repúblikana hafa látið í ljós efasemdir um tilnefninguna vegna þessa, þeirra á meðal John McCain, sem hefur sagt að Pútín sé „óþokki, yfirgangsseggur og morð- ingi“. Svör Tillersons þegar hann var spurður um Rússland auka þó lík- urnar á því að repúblikanarnir sam- þykkti tilnefninguna og hann verði næsti utanríkisráðherra Bandaríkj- anna. Mattis sagði einnig við þingmenn- ina í fyrradag að hann væri andvígur því að samningnum við Íran yrði rift eins og Trump hefur lofað. Samningurinn náðist í júlí 2015 og markmiðið með honum er að koma í veg fyrir að Íran eignist kjarnavopn. Mattis tók fram að hann hefði verið andvígur þeirri ákvörðun Baracks Obama forseta að fallast á samning- inn en teldi samt að Bandaríkjamenn Svörin voru á skjön við um- mæli Trumps Biden varaforseti sæmdur frelsisorðunni Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, viknaði í fyrrakvöld þegar Barack Obama forseti kom honum á óvart með því að sæma hann frelsisorðunni, æðsta borgarlega heiðursmerki sem Bandaríkjaforseti getur veitt. Biden var aug- ljóslega djúpt snortinn þegar hann hlýddi á forsetann ljúka lofsorði á hann fyrir „trú hans á bandaríska samlanda sína, ást hans á landinu og ævistarf í þágu þjóðarinnar“. Biden kvaðst ekki hafa vitað af því að hann fengi orðuna.  Yfirheyrslur á þinginu benda til þess að ráðherraefni séu ósammála Trump RepúblikaniDemókrati Fylgismesti frambjóðandinn í forsetakosningum vestanhafs Í % atkvæða 61 38 48 51 59 53 37 1960 1964 1968 1972 1976 1980 1984 1988 1992 1996 46 2000 51 2004 2008 2016 41 G.W. Bush náði kjöri Trump náði kjöri Ke nn ed y Ke nn ed y Jo hn so n Jo hn so n Ni xo n Ni xo n Ni xo n Ni xo n Re ag an Re ag an Re ag an Re ag an G. H. Bu sh G. H. Bu sh Go re Go re G. W .B us h G. W .B us h Ca rte r Ca rte r Cl in to n Cl in to n Cl in to n Cl in to n O ba m a O ba m a Cl in to n Cl in to n 2012 O ba m a O ba m a 61 43 50 41 41 46 50 38 49 48 48 53 43 46,1% 48,2% 47 51 Heimild: Cook Political Report/Real Clear Politics Óvissan eykst » Óvissan um stefnu stjórnar Donalds Trumps eftir að hann verður forseti hefur aukist vegna ýmissa ummæla ráð- herraefna hans í yfirheyrslum á þinginu, að mati fréttaskýr- anda The Wall Street Journal. » Ummælin benda til þess að ráðherraefnin séu ekki sömu skoðunar og Trump í mikil- vægum málum. » Þótt skoðanamunurinn gæti auðveldað stjórninni að slípa stefnuna, þannig að líklegra yrði að hún næði fram að ganga, gæti hann einnig leitt til innbyrðis deilna sem andstæð- ingar Trumps gætu nýtt sér. 22 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017 Mest seldu ofnar á Norðurlöndum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.