Morgunblaðið - 14.01.2017, Síða 26

Morgunblaðið - 14.01.2017, Síða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017 Grunnur að góðu lífi 34 ára reynsla í fasteignasölu Þorlákur Ómar Einarsson, löggiltur fasteignasali. Sími 820 2399 thorlakur@stakfell.is Fyrir skömmu stóð ég uppi á rótargati eins og segir í gamalli vísu. Mérhafði borist beiðni um að hressa upp á íslenskukunnáttu ungrar stúlku sem hafði að mestu leyti alist upp í enskumælandi umhverfi en langaði til að stunda framhaldsnám hérlendis. Ég hugði að mér yrði ekki skotaskuld úr því eftir að hafa haft atvinnu af íslensku máli öll mín fullorðinsár, stundum sem blaðamaður og málfarsráðunautur en lengst af sem kennari, bæði á grunn- og framhaldsskólastigi og haft á mér allgott orð en þarna opnaðist mér nýr reynsluheimur. Það var gaman að spjalla við stúlkuna og í fyrstu sýndi hún talsverðan áhuga og vandaði hvert orð. Ég var lengi að þreifa fyrir mér hvar ég gæti helst orðið henni að liði en ekki varð hjá því komist að nefna einföldustu mál- fræðihugtök svo að eitthvert gagn yrði af kennslunni. En þó að ég reyndi að yfirfæra þessi hugtök yfir á ensku, svo sem ákveðinn og óákveðinn greini virtist ég koma að tómum kofanum. Bestum árangri náði ég ef mér tókst að kenna henni einfaldar staf- setningarreglur, svo sem ng- og nk-regluna en þegar ég fór að tala um fallbeyg- ingu og sagnbeygingu vand- aðist málið og ég fékk á tilfinninguna að ég hefði fellt mínar bestu flugfjaðrir. En þarna áttaði ég mig fyrst á því hve íslenskt mál er gífurlega erfitt þeim sem litla undirstöðu hafa. Sá sem hefur ensku eða frönsku að móðurmáli á yf- irleitt ekki í neinum vandræðum með að nota orðið stóll en í íslensku getur þetta nafnorð tekið á sig 15 myndir. Enn kárnar þó gamanið þegar kemur að lýsingarorðum því að mér skilst að hvert þeirra geti tekið á sig 30 myndir þegar það er beygt í öllum kynjum, tölum og föllum og látið stigbreytast. Og hvað með allar sérhljóðabreytingar, hvort sem þær heita hljóðvörp, hljóð- skipti eða klofning? Ég hafði einstaka ánægju af því að kenna þessi fræði í efri bekkjum grunnskóla og framhaldsskóla en þar var líka undirstaðan yf- irleitt fyrir hendi þótt unga fólkið mitt væri misjafnlega vel máli farið. Eitt af því sem ég reyndi að leiða ungu stúlkunni fyrir sjónir var munurinn á veikum og sterkum sögnum. Til að gera henni hann skiljanlegan benti ég henni á að veiku sagnirnar tækju þátíðarendingu eins og í ensku. En þarna lá hundurinn ekki alveg grafinn því að þátíðarending sagna í ensku er einfald- lega -ed en í íslensku getur hún tekið á sig fjórar myndir, -aði, -ði, -di og -ti og engin regla segir til um hvaða ending á við hverju sinni. Ég hef undanfarin ár fylgst grannt með máluppeldi lítils snáða og haft ánægju af því hvernig hann tileinkar sér þá miklu fjölbreytni sem íslenskt málkerfi býr yfir. Þá hef ég líka haft tækifæri til að fylgjast með íslensku- námi grunnskólabarna af erlendum uppruna og fyllst aðdáun af því hvernig þau takast á við málið okkar. En lengi býr að fyrstu gerð og ef íslensk börn sem búa erlendis fá ekki málið okkar í æð ef svo má að orði komast er sú hætta fyrir hendi að þau nái aldrei tökum á því. Á rótargati Tungutak Guðrún Egilson gudrun@verslo.is Heimur stjórnmálanna er harður. Þar skiptast áskin og skúrir eins og í mannlífinu yfirleitt. Sáer hins vegar munurinn að í stjórnmálum ger-ist það fyrir opnum tjöldum sem í lífi annarra gerist oftast á bak við lokaðar dyr. Á sama tíma og nýir ráðherrar taka við lyklavöldum, brosandi og bjartsýnir, ganga aðrir út, sem fyrir tæpum fjórum árum voru í því hlutverki að ganga glaðir til nýrra starfa en yfirgáfu tímabundna vinnustaði sína sl. miðviku- dag í of mörgum tilvikum með brostnar vonir. Fyrir suma þeirra urðu vonir um langvarandi feril í stjórnmálum að engu á örfáum árum. Slíkt er miskunnarleysi stjórnmálanna. Það er svolítið sérkennileg tilfinning að hafa fylgzt með þessum leik úr mismunandi mikilli fjarlægð eða nálægð í um 60 ár. Því að leikur er það. Eitt er sagt út á við, annað innan dyra. Út á við er brosað. Inn á við oftar en ekki bölv- að. Pólitík er ekki bara leikur heldur líka hráskinnaleikur. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blön- dals Magnússonar segir að orðið hráskinn merki hrátt, hráblautt, ný- flegið skinn. Og orðið hráskinnaleikur skýrt á þann veg að það sé „leikur, þar sem togast var á um hráblautt skinn, áflog í myrkri; ábyrgðarlaust skækla- tog“. Þar vegur hver annan með brosi á vör ef kostur er. Það hefur lítið breytzt frá þeim dögum, þegar mannlífið var frumskógalíf. Nú er bara drepið öðru vísi en þá og af meiri fágun. Það er gott fyrir nýja ráðherra að hafa þetta í huga – og ganga hægt um gleðinnar dyr. Reyndar er til um tilveru þeirra kvæði sem heitir Á Glæsivöllum og er eftir Grím Thomsen, sem þekkti þessa veröld. Í upphafserindi þess segir: Hjá Goðmundi á Glæsivöllum gleði er í höll, glymja hlátra sköll, og trúðar og leikarar leika þar um völl, en lítt er af setningi slegið. Lokaerindi þess er hins vegar svona: Náköld er Hemra, því Niflheimi frá nöpur sprettur á; en kaldara und rifjum er konungsmönnum hjá, kalinn á hjarta þaðan slapp eg. Lokasetningin lýsir sennilega býsna vel tilfinningum margra, sem nú hafa yfirgefið vígvöll stjórnmálanna. Þannig ætti það ekki að vera vegna þess að stjórnmála- barátta snýst um að bæta samfélagið. En þannig er það. Það var gjarnan háttur okkar, áhugamanna um stjórn- mál, sem stunduðum nám við Menntaskólann í Reykjavík á árunum 1954-1958 að koma við í Alþingi á leið heim úr skóla og fylgjast svolitla stund með umræðum þar. Okkur fannst það vera miklir kallar, sem þar sátu. Mér varð starsýnt á Pétur Ottesen, sem sat alltaf á sama stað, fyrsta sæti til vinstri í öftustu röð, þegar komið var inn í þingsalinn, þótt dregið væri um sæti. Hvernig fór hann að þessu? Samdi hann um sætið í hvert skipti? Sennilega. Ég tók líka eftir Páli Zóphóníassyni, sem talaði á sér- kennilega háum tónum. Kannski tók ég eftir honum vegna þess að ég vissi að hann hafði tengsl við „mína sveit“, hafði gengið að eiga Guðrúnu Hannesdóttur frá Deildartungu í Reykholtsdal. Ekki kom mér þá til hugar að ég ætti eftir að eignast þrjá dóttursyni, sem ættu ættir að rekja til þeirra hjóna. Ég var á móti hverju orði, sem Einar Ol- geirsson sagði en varð að viðurkenna með sjálfum mér að ég hreifst af þeim hugsjónaeldi, sem einkenndi málflutn- ing hans. Þetta voru „miklir kallar“. Eða voru þeir það? Getur verið að aldurinn hafi einhver áhrif á það, hvernig við metum það fólk, sem við kjósum á þing til þess að hafa forystu fyrir sameiginlegum málefnum þjóðarinnar? Að það hafi ekki verið neitt „meiri kallar“ á þingi þá en nú, þ.e.a.s. meiri kallar og kellingar! Það getur verið vegna þess að nú 60 árum seinna finnst mér það vera krakkar sem sitja á þingi og í ríkisstjórn og erfitt að taka þau öll alvarlega. Ég hef rætt þetta við æskuvin minn, Halldór Blöndal, fyrrverandi ráðherra og forseta Alþingis, hvort verið geti að við séum orðnir ófærir um að leggja hlutlægt mat á pólitíkina aldurs okkar vegna, að okkur finnst þetta bara allt vera krakkar, sem hafi ekki vit á því sem þau eru að gera. Hvorugur okkar vill útloka að þannig geti það verið. Að aldurinn valdi því að við verðum utanveltu í samfélag- inu. En það er heldur ekki hægt að útiloka að æskudýrkun okkar hafi gengið of langt. Fyrir nokkrum árum átti ég athyglisvert samtal við ungan mann, sem á ættir að rekja til Búrma en var alinn upp í Bandaríkjunum. Hann sagði mér að ef þangað kæmi bandarískur utanríkisráðherra, fertugur að aldri, og ósk- aði eftir að hitta forseta landsins að máli væri alls ekki víst að það yrði orðið við þeim óskum. Hann yrði talinn of ung- ur til að geta fengið slíkt samtal. Það segir einhverja sögu um viðhorf Asíubúa til aldurs. Tveir helztu frambjóðendur í forsetakosningum í Bandaríkjunum í haust, þau Hillary Clinton og Donald Trump eru bæði um og yfir sjötugt. En þegar þeir John F. Kennedy og Richard Nixon tókust á í forsetakosning- unum vestan hafs 1960 var Kennedy 43 ára og Nixon 47 ára gamall. Ungu fólki fylgir oft kraftur og betri tilfinning fyrir nýj- um straumum í samfélaginu. Eldra fólki fylgir lífsreynsla, sem skiptir máli – og stundum miklu máli. Fyrir tæpum 60 árum fannst mér í umræðum innan Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, brýnt að knýja fram kynslóðaskipti í Sjálfstæðisflokknum. Nú spyr ég sjálfan mig hvort lífsreynsla hinna eldri sé vanmetin auðlind í stjórnmálum á Íslandi. Á Glæsivöllum Gríms Thomsens Úr samtölum okkar Halldórs Blöndals: Eru þau „bara krakkar“? Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Örlög þjóða eru ekki síður merki-legt rannsóknarefni en örlög einstaklinga. Í grúski mínu um smá- þjóðir Norðurálfunnar hefur mér orðið starsýnt á tvenns konar sam- anburð um hina gömlu sambands- þjóð okkar, Dani. Annars vegar er hann við Eistlendinga. Lönd þjóð- anna eru svipuð að stærð og nátt- úrugæðum og þær báðar vel mennt- aðar og duglegar. Engu að síður hefur gæfumunur þeirra verið mik- ill. Eistlendingar hafa öldum saman orðið að þola ágang og árásir vold- ugra grannþjóða. Árið 1880 voru þeir þó orðnir 880 þúsund talsins, en íbúar Danmerkur 1,7 milljónir eða tvöfalt fleiri. Eistlendingar urðu mjög illa úti í hamförum 20. aldar, og nú eru þeir aðeins 1,3 milljónir, en Danir 5,7 milljónir, rösklega fjór- um sinnum fleiri. Mikil sorgarsaga býr að baki þessum tölum. Hins vegar er samanburður Dan- merkur og Írlands. Það eru engar ýkjur að þjóðarvitund Dana breytt- ist verulega eftir herfilegan ósigur fyrir Þjóðverjum í stríðinu 1864, þegar þeir misstu Slésvík og Holt- setaland. Þeir sættu sig eftir það við að vera lítil þjóð, hættu að láta sig dreyma um hernaðarafrek og ein- beittu sér þess í stað að framleiðslu og viðskiptum. Einkunnarorð þeirra urðu vísuorð skáldsins Hans Peters Holsts: „Hvad udad tabes, det må indad vindes,“ Úti fyrir tapað, inni endurskapað. Á síðari hluta 19. ald- ar og fyrstu áratugi 20. aldar urðu stórstígar framfarir og ör hag- vöxtur í Danmörku. Þetta varð írskum sagnfræðingi, James Beddy, umhugsunarefni árið 1943. Hann spurði hvernig á því stæði að landsframleiðsla á mann væri um 50% meiri í Danmörku en á Írlandi þrátt fyrir ívið lakari land- kosti en á eyjunni grænu. Svarið var að Danir byggju við frjálsara hagkerfi en Írar. Annar írskur sagnfræðingur, Kevin O’Rourke, tók málið nýlega aftur til rann- sóknar og komst að sömu nið- urstöðu. Hann bætir því við að Dan- ir hafi verið samstæðari og sjálfstæðari en Írar. Frelsið hafi komið frá þeim sjálfum en á Írlandi frá Bretum. Gagnkvæmt traust hafi verið meira í Danmörku og sparn- aður því meiri en þá um leið meira fjármagn tiltækt. Tvær ályktanir blasa við: Þjóð er betur komin sjálfstæð en háð öðr- um, og velgengni Dana er, þrátt fyrir endurdreifingarviðleitni jafn- aðarmanna, ekki vegna hennar. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Gæfa Dana og gengi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.