Morgunblaðið - 14.01.2017, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.01.2017, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017 ÁSkákþingi Reykjavíkursem hófst á sunnudaginnog Nóa Síríus-mótinu semhófst í Stúkunni á Kópa- vogsvelli sl. þriðjudag eru keppendur samtals um 130 talsins. Ekki verður annað sagt en að skákárið fari vel af stað. Eftir tvær umferðir á Skák- þinginu hafa eftirtaldir skákmenn unnið báðar skákir sínar: 1.–13. Guð- mundur Kjartansson, Björn Þor- finnsson, Guðmundur Gíslason, Dag- ur Ragnarsson, Örn Leó Jóhannsson, Lenka Ptacnikova, Benedikt Jón- asson, Bárður Örn Birkisson, Daði Ómarsson, Björgvin Víglundsson og Jóhann Ingvason. Nóa Síríus-mótið fer fram í tveim riðlum þar sem teflt er einu sinni í viku. Þetta er að öllum líkindum best skipaða innlenda mótið af þessu tagi sem farið hefur fram hér á landi. Í fyrstu umferð vakti athygli að Daði Ómarsson vann Jón L. Árnason og Mikael Jóhann Karlsson vann Sig- urbjörn Björnsson. Þá var Guð- mundur Kjartansson hætt kominn gegn Jóni Hálfdánarsyni en vann að lokum. En úrslit voru samt mikið eft- ir bókinni. Einn helsti kostur þess móts er sá að fjölmargir ungir þátttakendur fá tækifæri til að tefla við þrautreynda skákmenn; fimm stórmeistarar eru meðal keppenda. Friðrik Ólafsson sest að tafli á þriðjudagskvöldið og mætir þá hinum unga Oliver Aron Jóhannessyni. Leikur ársins 2016 Hið virta hollenska skáktímarit New in Chess hefur nokkrum sinnum valið „Leik ársins“ og einvalalið þess komst að þeirri niðurstöðu að sá leik- ur ársins 2016 hefði komið fyrir í skák í Evrópukeppni taflfélaga sem haldin var í Novi Sad í Serbíu sl. haust. Einn besti skákmaður heims, Armeninn Levon Aronjan, var fórn- arlambið. Staðan kom upp eftir 27. leik hvíts: Levon Aronjan – Richard Rapport Tsjígorin-vörn 1. d4 d5 2. c4 Rc6 3. Rc3 Rf6 4. cxd5 Rxd5 5. Rf3 e5 6. dxe5 Bb4 7. Bd2 Rxc3 8. bxc3 Ba5 9. e3 O-O 10. Da4 Bb6 11. Df4 De7 12. h4 f6 13. exf6 Hxf6 14. Dc4+ Kh8 15. Bd3 Bf5 16. Bxf5 Hxf5 17. Rg5 Re5 18. De4 Dd7 19. O-O He8 20. Dc2 h6 21. Re4 Hh5 22. Rg3 Hxh4 23. Had1 Hf8 24. Bc1 Dg4 25. Hd5 Dg5 26. De2 c6 27. Hd4 Hvítur reynir að stugga við hinum herskáa hrók á h4 og myndi glaður samþykkja 27. … Bxd4 28. exd4 og hvítur er með unnið tafl. En Ungverj- inn hafði séð þetta fyrir og lék… 27. … Hh1+! 28. Kxh1 28. Rxh1 er svarað með 28. … Rf3+! og svartur vinnur drottn- inguna. 28. … Bxd4 29. f3 Ekki 29. exd4 Dh4+ 30. Kg1 Rg4 og vinnur. 29. … Bb6 30. Re4 Dh5 31. Kg1 Bc7 32. Kf2 Dh2 33. Ke1 Hd8 Ferðalag kóngsins er misráðið en hvíta staðan var erfið. Nú er svartur kominn með unnið tafl. 34. Bd2 Rd3+ 35. Kd1 De5 36. g4 Db5 37. Dg2 Rb2+ 38. Kc2 Rc4 39. Bc1 Hd5 40. g5 Ra5 41. Bd2 Dd3+ - og hvítur gafst upp, 43. Kc1 er svarað með 43. …. Hb5. Magnús Carlsen teflir í Wijk aan Zee Um helgina hefst hin árlega skákhátíð í Wijk aan Zee í Hollandi, en þar tefla nokkur hundruð manns í fjölmörgum flokkum. Eins og jafnan áður beinist athyglin fyrst og fremst að a-riðli mótins, en þar er heims- meistarinn og sigurvegarinn frá því í fyrra, Magnús Carlsen, stigahæstur. Aðrir keppendur í stigaröð eru Wes- ley So, Sergei Karjakin, Levon Ar- onjan, Anish Giri, Jan Nepomni- achtchi, Pentala Harikrishna, Pavel Eljanov, Radoslav Wojtaszek, Dmitry Andreikin, Yi Wei, Richard Rapport, Loek Van Wely, Baskaran Adhiban. Nafntogaðir kappar á Nóa Síríus-mótinu Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Golli Handaband Við upphaf umferðar á Nóa Síríus-mótinu. Sunnudaginn 8. jan- úar síðastliðinn var framið hryðjuverk í Jerúsalem. Ökumaður vörubifreiðar keyrði bílinn á fullri ferð inn í mannþröng á einni vin- sælustu göngugötu Jerúsalem. Tókst hon- um með athæfi sínu að drepa nokkra og beit síðan höfuðið af skömminni með því að bakka yfir fólkið. Svipar þetta hryðjuverk til samskonar hryðju- verka sem framin voru í Frakklandi og Þýskalandi í fyrra, annars vegar í Nice í júlí og hins vegar í Berlín í desember. Í öll skiptin hafa ISIS- samtökin svokölluðu lýst yfir ábyrgð. Almenningur hins frjálsa heims er agndofa og fordæmir fólskuverkin. En ekki voru það allir sem fordæmdu ódæðið í Jerúsalem. Hamas-hryðjuverkasamtökin, sem ráða yfir Gasa-ströndinni, fögnuðu athæfinu. Nánar um málið hér á eft- ir. Stöð 2 og RÚV fluttu frétt af ódæðinu. Það var sama fréttin á báð- um stöðvum, trúlega vegna þess að erlenda fréttaveitan sem útvegaði fréttina er sú sama hjá þeim báðum. Einn munur var þó á milli umfjöll- unar Stöðvar 2 og RÚV. Stór mun- ur. Stöð 2 sýndi myndir frá vett- vangi og eins viðtal við talsmann Hamas-samtakanna sem glaðbeittur fagnaði ódæðinu og hvatti til fleiri slíkra. RÚV sýndi myndir frá vett- vangi en sleppti viðtalinu við Ham- as-talsmanninn. Nú er spurt: Voru það mannleg mistök að öll fréttin skyldi ekki sýnd hjá RÚV eða var þessum hluti fréttarinnar viljandi sleppt? Aftur að Hamas. Strax í kjölfar ódæðisins kom talsmaður Hamas fram á sjónarsviðið geislandi af gleði yfir athæfinu. Ekki kemur á óvart hversu snöggir Hamas-menn voru til viðbragða því það vita allir að ekkert fer fram á Vesturbakk- anum né á Gasa öðru- vísi en að Hamas viti af því fyrirfram og hafi blessað það. Hamas stjórnar eins og Kim Jong-un, leiðtogi Norð- ur-Kóreu. Ekkert fer fram hjá þeim, ekkert má nema með þeirra leyfi, þeir leyfa ekki frjálsa fjölmiðlun og þeir leyfa alls ekki frjáls skoðanaskipti. Þeir bara kúga, beita hrottaskap og ofbeldi. Í stofnskrá Hamas (stjórnarskrá) sem samin var 1988 segir orðrétt: „Ísrael mun verða til og mun halda áfram að vera til þangað til íslam mun eyða því, á sama máta og það (íslam) hefur eytt öðrum áður“. (Yale Law School, Lillian Goldman Law Library / The Covenant of the Islamic Resistance Movement). Svo mikilvæg er þessi setning í stofnskránni að hún kemur fyrir í inngangi í línu 7 í texta skjalsins en skjalið er stórt í sniðum og inniheld- ur 36 greinar. Þetta blessaði ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms þegar þáverandi utanríkisráðherra fór í víking til Gasa 2011 og hefur blessunin vænt- anlega verið gerð fyrir hönd ís- lensku þjóðarinnar, eða hvað? Hamas-vörubílar Eftir Magnús Magnússon »RÚV sýndi myndir frá vettvangi en sleppti viðtalinu við Hamas-talsmanninn. Magnús Ægir Magnússon. Höfundur er rekstrarhagfræðingur og friðarsinni. Sími: 535 1200 | iskraft@iskraft.is | iskraft.is Hundruð þekktra vörumerkja sem fagmaðurinn þekkir og treystir Fáðu ráð hjá fagmönnum um val á lýsingu HEILDARLAUSNIR í lýsingu og ljósabúnaði Ljós frá Steypa Viður Ál JÖRÐ Á SUÐURLANDITil sö lu Til sölu er jörðin Helluvað 3 á Rangárvöllum ásamt kúabúi sem rekið er á henni. Jörðin er staðsett við þéttbýlið á Hellu og er stærð hennar um 600 hektarar, þar af er ræktað land 85 hektarar. Landið liggur að Ytri Rangá og fylgir veiðiréttur í ánni. Á jörðinni er 171 fm íbúðarhús byggt 1985. Lausagöngufjós fyrir 48 gripi með haugkjallara og mjaltagryfju, stærð 411 fm byggt 1980. Áföst fjósinu er 300fm hlaða byggð 1973 og 133 fm flatgryfja byggð 1983. Auk þessa eru á jörðinni nokkur eldri útihús í þokkalegu ástandi, heildarstærð þeirra nemur um 810 fm. Greiðslumark í mjólk er 255.000 lítrar. Bústofninn telur 45 mjólkandi kýr og 50-60 kálfa og geldneyti. Nánari upplýsingar og myndir á www.fannberg.is og á skrifstofu. FANNBERG FASTEIGNASALA ehf. Sími 487 5028 Guðmundur Einarsson, lögg. fasteignasali ÞRÚÐVANGI 18 - 850 HELLU Mikil þátttaka var í vetrarsólstöðugátunni að þessu sinni. Nokkur hundruð lausnir bárust og voru margir með rétta lausn. Lausnin er: Svart og hvítt er sossum ekkert nýtt, sumum líður vel með hvoru tveggja. Flestum þykir best, ef heima er hlýtt og helst að forðast deilur utan veggja. Dóra Herbertsdóttir, Flatasíðu 4, 603 Akureyri, hlýtur bókina Ör eft- ir Auði Övu Ólafsdóttur, Helgi Guðmundsson, Háahrauni 5, 220 Hafn- arfirði, fær bókina Eyland eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur og í hlut Eiríks Jónssonar, Álfhólsvegi 1, 200 Kópavogi, kemur bókin Óvissustig eftir Þórdísi Gísladóttur. Vinningshafar geta vitjað vinninganna í móttöku ritstjórnar Morgun- blaðsins eða hringt í 569 1100 og fengið bækurnar sendar heim. Morg- unblaðið þakkar þátttökuna. Lausn vetrarsólstöðugátu mbl.is alltaf - allstaðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.