Morgunblaðið - 14.01.2017, Síða 28
28 MESSUR á morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017
ÁRBÆJARKIRKJA | Taizé- messa kl. 11. Sungnir eru
söngvar frá samkirkjulega samfélaginu sem kennt er við
Taizé í Frakklandi. Kór Árbæjarkirkju leiðir sönginn undir
stjórn Krisztinu Kalló Szklenár organista. Sr. Petrína Mjöll
Jóhannesdóttir þjónar fyrir altari og predikar. Sunnudaga-
skólinn er á sama tíma í safnaðarheimilinu í umsjá Önnu
Sigríðar og Aðalheiðar.
ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Benjamín Hrafn
Böðvarsson og Dagur Fannar Magnússon guðfræðinemar
annast samverustund sunnudagaskólans. Sigurður Jóns-
son sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kamm-
erkór Áskirkju syngur. Organisti Magnús Ragnarsson. Kaffi-
sopi í Ási eftir messu.
ÁSTJARNARKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11 undir stjórn
Hólmfríðar S. Jónsdóttur. Kvöldguðsþjónusta kl. 20.00. Kór
Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Matthíasar V. Bald-
urssonar. Arnór Bjarki Blomsterberg guðfræðinur leiðir
stundina.
BESSASTAÐASÓKN | Kl. 11. Sunnudagaskóli í Brekku-
skógum 1. Sigrún Ósk og Jón Örn hafa umsjón með stund-
inni. Kl. 14. Eldri borgarar í Bessastaða-, Garða- og Víði-
staðasókn bjóða til sameiginlegrar messu í Víðistaðakirkju í
Hafnarfirði. Sr. Hans Guðberg Alfreðsson og Margrét Gunn-
arsdóttir djákni leiða stundina ásamt Garðakórnum. Kaffi
að lokinni athöfn.
BÚSTAÐAKIRKJA | Barnastarf kl. 11. Söngur, fræðsla,
leikur og gleði. Foreldrar hvattir til þátttöku með börnunum.
Guðsþjónusta kl. 14. Kór Bústaðakirkju og Jónas Þórir leiða
tónlistina. Messuþjónar aðstoða. Prestur Pálmi Matthías-
son. Heitt á könnunni eftir messu.
DIGRANESKIRKJA | Sunnudaginn 15. janúar kl. 11 er
messa, prestur er sr. Magnús Björn Björnsson, organisti
Sólveig Sigríður Einarsdóttir. Félagar úr Samkór Kópavogs
sjá um sönginn. Sunnudagaskóli í kapellu á neðri hæð.
Fermingarfræðsla frá kl. 12.30 til 14. Léttar veitingar í safn-
aðarsal að lokinni messu. Kynning á Alfa-námskeiði.
Dómkirkja Krists konungs, Landakoti | Messa á
sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á
pólsku, kl. 15 á litháísku og kl. 18 á ensku. Messa virka
daga kl. 18, og má., mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 16 á spænsku
og kl. 18 er sunnudagsmessa.
DÓMKIRKJAN | Messa prestsvígsla kl. 11 Biskup Íslands
Agnes M. Sigurðardóttir vígir, dómkirkjuprestar þjóna. Dóm-
kórinn og organisti er Kári Þormar. Sunnudagaskólinn á
kirkjuloftinu.
EGILSSTAÐAKIRKJA | Sunnudagaskólinn kl. 10.30.
Messa kl. 18. Sr. Þorgeir Aragon, Torvald Gjerde organisti,
Kór Egilsstaðakirkju. Einsöngur: Hlín Pétursdóttir Behrens.
Kaffisopi eftir messu. Hjúkrunarheimilið Dyngja: Guðsþjón-
usta kl. 17.
FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur
Kristinn Ágúst Friðfinnsson þjónar og predikar. Kirkjukórinn
leiðir safnaðarsöng. Organisti Arnhildur Valgarðsdóttir.
Sunnudagaskólinn á sama tíma. Kaffsopi eftir stundina.
FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnudagaskóli kl.11. Guð-
þjónusta kl.13. Kór og hljómsveit kirkjunnar leiðir sönginn
undir stjórn Arnar Arnarsonar. Organisti Skarphéðinn Þór
Hjartarson og bassaleikari Guðmundur Pálsson. Prestur
Sigríður Kristín Helgadóttir.
GLERÁRKIRKJA | Kl. 11. Messa og sunnudagaskóli.
Sameiginlegt upphaf í messu. Jón Ómar Gunnarsson þjón-
ar. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmar Väljaots.
GRAFARVOGSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Sigurður Grétar
Helgason prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju
syngur. Organisti: Hákon Leifsson. Sunnudagaskóli kl. 11.
Umsjón hafa sr. Guðrún Karls Helgudóttir og Þóra Björg Sig-
urðardóttir. Undirleikari er Stefán Birkisson.
GRAFARVOGUR – KIRKJUSELIÐ Í SPÖNG | Selmessa
kl. 13. Sr. Guðrún karls Helgudóttir prédikar og þjónar fyrir
altari. Vox populi syngur. Organisti: Hilmar Örn Agnarsson.
Sunnudagaskóli kl. 13. Umsjón hefur Bjarki Geirdal Guð-
finnsson. Undirleikari er Stefán Birkisson.
GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður kl. 10 og bænastund
kl. 10.15. Barnastarf kl. 11. Umsjón hafa Silvía, Ásta Lóa
ofl. Messa kl. 11. Altarisganga.
Samskot í líknarsjóð. Messuhópur þjónar. Kór frá Domus
vox syngur, skólastjóri Margrét J. Pálmadóttir. Organisti
Ásta Haraldsdóttir. Prestur Ólafur Jóhannsson. Molasopi
eftir messu. Hversdagsmessa með léttu sniði á fimmtudag
kl. 18.10-18.50. Þorvaldur Halldórsson sér um tónlist.
GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðsþjónusta og
barnastarf kl. 11. Prestur Sigurjón Árni Eyjólfsson, organisti
Hrönn Helgadóttir og kór Guðríðarkirkju syngur. Umsjón-
armenn Sunnudagaskóla Sigurður og Andrea Ösp. Hlökkum
til að sjá ykkur. Hvetjum fermingarbörn og foreldra þeirra að
koma í messu. Kirkjuvörður Lovísa Guðmundsdóttir. Kaffi-
sopi eftir messu.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Messa og sunnudagskóli kl.
11. Prestur Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Guðmundur
Sigurðsson. Félagar úr Barbörukórnum syngja. Sunnudaga-
skólinn hefst í kirkjunni en síðan fara börnin í safn-
aðarheimlið. Umsjón hafa Erla Björg og Hafdís Rós. Kaffi-
sopi og djús á eftir.
HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sr.
Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt
hópi messuþjóna. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju
syngja. Organisti er Hörður Áskelsson. Umsjón barnastarfs
Inga Harðardóttir.
Bænastund mánud. kl. 12.15. Fyrirbænaguðsþjónusta
þriðjud. kl. 10.30. Árdegismessa miðvikud. kl. 8. Kyrrð-
arstund fimmtud. kl. 12.
HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Fermingarbörn leiklesa
ritningarlestur og guðspjall. Sr. María Ágústsdóttir fjallar um
núvitund og kristna trú en nk. þriðjudag kl. 12 hefjast í Há-
teigskirkju vikulegar stundir í þeim anda. Kári Allansson og
félagar úr Kór Háteigskirkju leiða söng. Börnin eru með í
messunni í fyrstu en fara síðan í barnastarfið sem Karen og
Jóhanna annast. Samskot verða tekin til Hjálparstarfs kirkj-
unnar.
HJALLAKIRKJA Kópavogi | Messa kl. 11. Sr. Kristín
Pálsdóttir þjónar og predikar. Organisti Guðný Einarsdóttir.
Félagar úr kór kirkjunnar leiða safnaðarsvör og söng. Mola-
sopi eftir messu
HVERAGERÐISKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.
Kirkjukór Hveragerðis- og Kotstrandarsókna leiðir söng und-
ir stjórn Miklósar Dalmay.
Jón Ragnarsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir alt-
ari.
ÍSLENSKA Kristskirkjan | Kl. 13. Barnakirkja og almenn
samkoma með lofgjörð og fyrirbænum. Ólafur H. Knútsson
predikar.
Kaffi og samfélag eftir stundina.
KEFLAVÍKURKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11,
sameiginlegt upphaf. Kór Keflavíkurkirkju syngur undir
stjórn Arnórs Vilbergssonar organista. Messuþjónar taka á
móti gestum og lesa texta, prestur er Eva Björk Valdimars-
dóttir. Sunnudagaskólinn byrjar aftur í umsjón Systu, Helgu
og Jóhönnu. Súpuþjónar reiða fram súpu og brauð að lok-
inni athöfn.
Kyrrðarstund á miðvikudag kl 12.
KOTSTRANDARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Kirkjukór
Hveragerðis- og Kotstrandarsókna leiðir söng undir stjórn
Miklósar Dalmay.
Jón Ragnarsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir alt-
ari.
KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sigurður Arn-
arson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór
Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors
kirkjunnar. Kærleikssmiðja sunnudagaskólans hefst kl. 11
í safnaðarheimilinu Borgum. Umsjón hafa Bjarmi Hreinsson
og Leif Gjerde.
KVENNAKIRKJAN | Guðþjónusta í Hallgrímskirkju klukkan
20. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédikar og Aðalheiður
Þorsteinsdóttir stjórnar söngnum. Messan fer fram í suður-
álmunni og er gengið inn um hliðardyrnar. Setið verður við
kaffiborð og kaffi drukkið að lokinni messu.
LANGHOLTSKIRKJA | Fjölskyldumessa kl. 11. Sr. Jó-
hanna Gísladóttir og Snævar Jón Andrjesson æskulýðs-
fulltrúi leiða bráðskemmtilega fjölskyldumessu sem hentar
öllum aldurhópum. Bryndís Baldvinsdóttir spilar undir.
Skólahópur Krúttakórs Langholtskirkju syngur fyrir kirkju-
gesti undir stjórn Thelmu Hrannar Sigurdórsdóttur og Söru
Grímsdóttur. Messuþjónar aðstoða við helgihaldið. Kaffi og
ávextir í safnaðarheimili eftir stundina. Verið öll velkomin.
Langholtskirkja minnir á starf aldraðra alla miðvikudaga kl.
12-15.30.
LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Kirkjukór
Lágafellssóknar leiðir söng. Organisti er Þorvaldur Örn Dav-
íðsson. Prestur er sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn.
Sunnudagaskólinn er kl. 13. Umsjón hafa Hreiðar Örn, Bryn-
dís og Kjartan.
NESKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt
upphaf. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þór-
hallsson. Prestur Skúli S. Ólafsson. Söngur, sögur og gleði í
barnastarfinu. Umsjón Stefanía, Guðrún, Katrín og Ari.
Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir messu.
SALT kristið samfélag | Samkoma kl. 14 í Kristniboðs-
salnum Háaleitisbraut 58-60. 3. hæð. Ræðumaður Guð-
laugur Gunnarsson. Túlkað á ensku. Barnastarf.
SELFOSSKIRKJA | Fjölskyldumessa kl.11. Félagar úr
barna- og unglingakór kirkjunnar syngja undir stjórn Edit
Molnar. Umsjón með stundinni hafa Jóhanna Ýr Jóhanns-
dóttir og sr. Ninna Sif Svavarsdóttir.
SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta
kl. 14. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson prédikar. Kór Selja-
kirkju syngur. Organisti Tómas Guðni Eggertsson.
SELTJARNARNESKIRKJA | Guðsþjónusta og sunnudaga-
skóli kl. 11.
Sóknarprestur þjónar. Organisti kirkjunnar leikur. Leiðtogar
sjá um sunnudagaskólann. Þátttakendur á námskeiði með
Paul Phoenix syngja. Félagar úr Kammerkór Seltjarnar-
neskirkju leiða almennan safnaðarsöng. Kaffiveitingar og
samfélag eftir athöfn.
STOKKSEYRARKIRKJA | Messa og skírn í Stokkseyr-
arkirkju kl. 11 sunnudag 15. janúar. Kór Stokkseyrarkirkju.
Organisti Haukur Arnarr Gíslason. Kirkjukaffi í Safn-
aðarheimilinu. Fermingarfræðsla eftir messu. Sunnudaga-
skóli kl. 14. Sr. Kristján Björnsson.
VÍDALÍNSKIRKJA | Eldri borgarar í Bessastaða-, Garða-
og Víðistaðasókn bjóða til sameiginlegrar messu í Víði-
staðakirkju kl. 14.
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Sunnudagaskólinn kl.
11. Guðsþjónusta kl. 14 fyrir eldri borgara í Víðistaðasókn,
Garðasókn og Bessastaðasókn. Sr. Hans Guðberg Al-
freðsson og Margrét Gunnarsdóttir djákni þjóna. Garðakór-
inn syngur undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar. Að lokinni
guðsþjónustu syngur Gaflarakórinn undir stjórn Kristjönu Þ.
Ásgeirsdóttur. Kaffiveitingar á eftir.
YTRI-Njarðvíkurkirkja | Sunnudagaskóli beggja Njarðvík-
ursókna kl. 11 í umsjá Heiðars, Péturs og Stefáns. Kaffi,
djús og kökur að skóla loknum.
Orð dagsins
Brúðkaupið í Kana
(Jóh. 2)
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Sauðlauksdalskirkja.
PI
PA
R\
TB
W
A
-S
ÍA
Stærð: 370m2
Tegund: Atvinnuhúsnæði
Stærð: 648,5m2
Tegund: Atvinnuhúsnæði
Stærð: 1.501m2
Tegund: Atvinnuhúsnæði
Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar | Sími 425 2100 | www.kadeco.is
Íslenska ríkið er eigandi þeirra fasteigna sem auglýstar eru. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, Kadeco, sem fer með umsjón og þróun svæðisins, óskar
eftir tilboðum í þær. Við mat á tilboðum verður einkum horft til kaupverðs. Þó er áskilinn réttur til að meta hugmyndir bjóðenda um nýtingu og ráðstöfun
eignanna, s.s. áhrif á eftirspurn eftir öðrum eignum á svæðinu og almennt á nærsamfélagið. Ekki er um útboð á eignunum að ræða heldur sölu. Þróunarfélag
Keflavíkurflugvallar áskilur sér rétt til að taka því tilboði sem það telur hagstæðast, m.a. út frá ofangreindum þáttum, eða hafna þeim öllum.
Þú getur skoðað eignirnar nánar á kadeco.is
Stærð: 2.385m2
Tegund: Skrifstofur/Vöruhús
Stærð: 400m2
Tegund: Atvinnuhúsnæði
SUÐURBRAUT 890 VALHALLARBRAUT 891
Fasteignir til sölu á Ásbrú
Á innan við áratug hefur byggst upp á Ásbrú, fyrrum varnarsvæðinu við Keflavíkurflugvöll, þróttmikið og litríkt samfélag með öfluga menntastofnun, fjölda spennandi fyrirtækja,
gróskumikla nýsköpun og blómstrandi mannlíf. Hröð uppbygging í gagnaveraiðnaði og örþörungarækt, ásamt nálægð við Keflavíkurflugvöll gera Ásbrú að sönnu vaxtarsvæði til framtíðar.
BOGATRÖÐ 17BOGATRÖÐ 2BOGATRÖÐ 1