Morgunblaðið - 14.01.2017, Page 29

Morgunblaðið - 14.01.2017, Page 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017 ✝ Sigrún Maríafæddist á Skorrastað í Norðfirði 1. desember 1928. Hún lést á Fjórð- ungssjúkrahús- inu í Neskaup- stað 8. janúar 2017. Sigrún var dóttir Bjarna Jónssonar, f. 7. september 1889, d. 15. október 1957, og Krist- jönu H. Magnúsdóttur, f. 18. apríl 1897, d. 9. september 1983. Bræður Sigrúnar voru: Jón, f. 14. október 1925, látinn, og ur í Danmörku. 3) Huldís Soffía, f. 18. júlí 1952, maki hennar er Jóhann Ármann Fannberg, f. 28. sept. 1952. 4) Heimir, f. 6. janúar 1954, eig- inkona hans er Hróðný Krist- jánsdóttir, f. 16. september 1955, búsett í Svíþjóð. 5) Bjarnrún Kristjana, f. 14. október 1957, maki hennar er Þorsteinn Gunnarsson, f. 12. maí 1954. 6) Júlíana, f. 3. mars 1961, maki hennar er Einar Már Kristinsson, f. 15. nóv- ember 1954. 7) Stúlkubarn sem dó í fæðingu 1965. Barna- börnin eru 13 á lífi og lang- ömmubörnin 13. Auk þess að annast stórt heimili vann Sigrún við fisk- vinnslu og síldarsöltun í mörg ár. Útför Sigrúnar Maríu verð- ur gerð frá Eskifjarðarkirkju í dag, 14. janúar 2017, og hefst athöfnin klukkan 14. Björn, f. 27. febrúar 1938, látinn. Sigrún ólst upp á Skorrastað, fór í Al- þýðuskólann á Laugum og eftir það í Húsmæðra- skólann á Laugum. 30. desember 1950 giftist Sigrún Haraldi Halldórs- syni, f. 25. janúar 1929, d. 7. maí 2005. Þau bjuggu alla sína bú- skapartíð á Eskifirði. Þau eignuðust sjö börn: 1) Ragn- heiður Björg, f . 5. nóvember 1949, búsett í Svíþjóð. 2) Jón Ævar, f. 11. maí 1951, búsett- Sigrún María, dóttir Bjarna frá Skorrastöðum. Heimilisfrú með meiru, móðir, amma, langamma, kartöflubóndi, kleinubakari og golfari svo fátt eitt sé nefnt. Aldrei voru læstar dyr í Bleiksárhlíðinni. Aldrei fór þar nokkur svangur frá. Aldrei mun- um við gleyma þér, elsku amma mín. Frá því að ég man eftir mér var alltaf líf og fjör á þínu heim- ili. Það er kannski ekki að furða, því ættartré ykkar Haraldar er þétt vaxið greinum og litríkum laufum. Og enn spretta fram ný. Hvort sem það voru börn, ung- lingar, gamalmenni eða eitthvað þar á milli, voru alltaf allir vel- komnir. Og þurfti vart að spyrja. Ég hef dvalið hjá þér til lengri eða skemmri tíma í gegnum tíð- ina og ávallt liðið vel. Sem barn voru ekki öll uppá- tæki okkar frændanna vel liðin af fullorðna fólkinu. Þá var mað- ur ekkert að drífa sig heim til ömmu, því oft þekkti hún at- burðarás betur en við gerend- urnir þóttumst. Og sú var sko ekki feimin við að láta fólk heyra það þegar ástæða var til. Hepp- inn var ég hvað sonur móður- systur minnar var duglegur að taka við skömmunum, kannski var það vegna þess að ég var gestur, kannski vegna þess að hann lét verr að stjórn en ég. Sitt lítið af hvoru, þó heldur meira af öðru. En bakvið skýin leynist sólin og eftir skammir komu kleinur. Á seinni árum hefur mér sjaldan brugðið jafnmikið og einn góðan dag í Bleiksárhlíð- inni. Þú varst orðin hægfara, stirð og áttir mjög erfitt með gang. Það stöðvaði þig þó ekki í að krjúpa niður á gólf í matar- búrinu með tusku í hendi. Þú hafðir séð þarna einhvern blett sem betra væri nú að strjúka að- eins yfir. Ekki voru allir jafn- sáttir við þessar fimleikaæfing- ar, en ekki man ég heldur eftir að hafa nokkurn tímann séð óhreinindi eða óreglu á þessu heimili. Slíkur var viljinn og þróttur- inn til að halda áfram, maður dauðvorkenndi þér hvað líkam- inn var orðinn lélegur og illa nýtilegur til þess daglega amst- urs sem þú vildir svo sinna. Mik- ið var gaman að sjá þig í eitt skipti sem ég leiddi þig upp í hlíð til að tína ber. Þú fannst þér gott lyng og baðst mig að planta þér þar niður. Svo sagðirðu mér að fara ofar í fjallið þar sem oft væru góð lyng. Þegar ég sneri aftur síðar að gá að þér þá varstu ekki á þeim stað sem ég skildi við þig. Þótt þú hafir átt erfitt með gang þá var sko ekkert mál að rúlla sér þarna um móana, milli runna, hvert sem lyngið leiddi þig. Og sultan bragðaðist bara vel þó áferðin hafi eitthvað skolast til vegna nýja sykursins frá hollustusérfræðingnum að sunnan, henni móður minni. Yndisleg eru öll þín börn, ég kann þér miklar þakkir fyrir að hafa alið upp þetta lið sem ég er svo heppinn að geta kallað fjöl- skyldu mína. Ávallt er maður velkominn, aldrei skal mann skorta. Eitt er alveg klárt, þín verður sárt saknað. Minning þín verður varðveitt í hjörtum alls þess fólks sem þú gladdir í gegnum lífið. Hvíldu þig nú vel, elsku amma, og takk fyrir allar klein- urnar. Bjarki Jóhannsson. Elsku amma. Á sunnudagsmorguninn fékk ég þær ömurlegu fréttir að þú værir sofnuð svefninum langa. Síðasti mánuður hefur verið mik- il rússíbanareið en þegar leið á var ljóst að þetta væru veikindi sem þú myndir ekki stíga auð- veldlega upp úr. Hálfa ævi mína bjó ég í sama húsi og þú og koma því óteljandi minningar upp í hugann. Flestar eru tengdar eldhúsinu því þar eyddir þú miklum tíma. Nýbak- aðar bollur, kleinur, partar og eplakaka, þú með bláu og hvítu svuntuna. Frá þér fór aldrei neinn svangur. Við höfum brasað svo margt saman, sett niður kartöflur, farið í óteljandi bústaðarferðir og enn fleiri Krónuferðir. Hjá þér lærði ég að snúa upp á kleinur, seinna meir að fletja út kleinur og enn seinna fékk ég völdin við kleinu- pottinn en þó ekki alveg. Þú stóðst ævinlega bak við mann og skipaðir fyrir enda ekki vön að láta aðra gera hlutina fyrir þig. Þú varst mjög þrjósk og ákveðin kona. Þú straujaðir rúmfötin þín þangað til þú fórst á elliheimilið því það er sko ekki hægt að sofa við óstraujuð rúmföt. Ég gleymi því aldrei þegar ég fékk mér hund. Þá hótaðir þú að flytja upp í Egilsstaði því þú ætl- aðir sko ekki að búa í sama húsi og hundur. Þú sóttir samt hund- inn alltaf þegar ég fór í vinnu og hafðir hann hjá þér allan daginn, gafst honum lýsi út á hundamat- inn svo tennurnar í honum yrðu fallegar. Þér fannst hann nú gáf- aðri en Smári sem í þínum huga var heimskasta kvikindi á þess- ari jörðu, þér þótti samt vænt um hann. Mix hins vegar var með tvo heila. Mix sem þú ætl- aðir að flytja í Egilsstaði út af. Það var gott að heyra á sjúkra- húsinu að þú hefðir enn húmor- inn í lagi þegar þú tilkynntir okkur að Smári væri nú svo heimskur. Þú varðst nú glöð þegar við Siggi tilkynntum þér að við vær- um að fara að eiga barn, þitt tí- unda og einnig fyrsta alíslenska langömmubarn sem þú varst svo ánægð með að væri Húsvíkingur í þokkabót. Við vorum mikið með Olgeir hjá þér og þú kenndir honum að klappa saman lófunum með því lagi sem er uppáhalds- lagið hans og hann elskar að láta syngja það fyrir sig. Hann sat rólegur og hlustaði meðan þú söngst. Hann mun sakna þess að fara ekki upp til Gamamma en hann grenjaði í nokkra daga þeg- ar þú fórst á elliheimilið og hann fékk ekki að koma við eftir leik- skóla. Einnig verður annar lítill vin- ur þinn, Jakob, vængbrotinn þegar hann er á Eskifirði og eng- in gamla til að fara til og hangsa, spjalla og spila við. Það var svo erfitt að kveðja þig áður en ég fór suður vitandi að það væru allar líkur á því að þetta væri okkar síðasta kveðja. Þú sagðir mér að keyra varlega í Reykjavík sem er lýsandi fyrir þig. Sífellt með áhyggjur af þín- um nánustu enda fylgdist þú vel með öllu þínu fólki sem er úti um allan heim og hafðir mikinn áhuga á því sem fólk hafði fyrir stafni. Ég mun aldrei gleyma þér, elsku amma mín, þú varst svo stór partur af mínu lífi. Mér finnst ég hafa misst svo mikið og mun hugsa til þín alltaf. Ég veit að elsku besti afi tók brosandi á móti þér ánægður að hitta þig loksins. Sjáumst seinna, amma. Ragnheiður Ingibjörg. Elsku hjartans amma mín, mikið agalega er erfitt að kveðja. Þú varst þrautseigasta og þrjóskasta kona sem ég þekkti og það gleður mig að hafa það frá þér. Minningarnar um þig eru svo ótal margar. Ég man eftir því að hlaupa upp á sokkunum til að koma í mat til þín ef pabbi eldaði eitthvað vont, allar sumarbú- staðaferðirnar þar sem þú gerðir vöfflur því þú passaðir að kaffi- borðið væri ekki tómt. Ein setning hefur ávallt verið mér minnisstæð sem þú sagðir við mig þegar ég var lítil: „Bless- að barn, þú munt ekki deyja ráðalaus.“ Þessa setningu tók ég bókstaflega til mín og á síðari ár- um hefur þessari setningu oft skotið upp í kollinum á mér. Í hvert sinn sem ég kom aust- ur var fyrsta skyldustopp hjá þér. Það var passað upp á að vera hæfilega vel sveltur þar sem ég vissi að kaffiborðið var hlaðið og skylda að fara rúllandi út. Kleinuvaktina stóðst þú alla ævi og mikið agalega var erfitt að fá uppskriftina af þeim frá þér. Uppskriftin bjó bara í koll- inum á þér, dass af þessu og dass af hinu en sem betur fer náði María henni skriflega niður á blað svo við getum haldið arfleifð þinni í kleinubakstri. Þú varst einstaklega handlag- in í einu og öllu. Skildir eftir þig ótal handverk sem mörg okkar eru svo heppin að prýða og alltaf að reka á eftir mér í handavinn- unni í hvert skipti sem við hitt- umst, einn daginn kemur að því, amma mín, að ég geri eitthvað. Það vantaði ekki í þig góð- mennskuna. Góð og hugulsöm við alla svo ekki sé minnst á dýr- in hjá okkur systkinum. Þegar þú staulaðist niður dag eftir dag að sækja Mix, hundinn hennar Ragnheiðar, því hann vældi þeg- ar hún fór í vinnu, ekki vildirðu hafa hundspottið einan. Síðan pössuðum við fjölskyldan að kenna þér um að hafa alið hann upp við matborðið, enda varst þú sú fyrsta sem var gómuð við að mata hann undir borði. Þú varst ekki eins hrifin af Smára, sem fékk stundum að heyra það hvað hann væri heimskur hundur, en endaðir svo alltaf á að segja hann væri samt ágætur. Jólin okkar voru alltaf hjá þér, sama rútínan og ekki mátti neinu breyta hjá okkur systkinum en síðustu jól voru tómleg og skrít- in, bæði ömmulaus og á nýjum stað. Það vantaði alveg þig og pakkaflóðið sem fylgdi þér. Möndlugrauturinn í hádeginu byrjaði alltaf hátíðina og leitin að dularfullu möndlunni. Þú varst alltaf jafn stríðin og passaðir alltaf upp á að klárað væri úr grautarpottinum þó svo mandlan væri löngu komin úr pottinum og þú vissir nákvæmlega hver væri með hana. Við stríddum þér þó í staðinn á aðfangadagskvöld með því að kasta til þín pökkunum og kalla „þetta er brothætt“. Þegar ég hitti þig síðast á sjúkrahúsinu fann ég það á mér að það væri okkar hinsta kveðja. Það stingur í hjartað að koma í Bleiksárhlíðina og þar er engin amma, engin miðja fjölskyldunn- ar lengur. En það voru forrétt- indi að þekkja þig svona lengi og hafa ykkur afa á efri hæðinni. Ég veit nú að þú ert hlaupandi um í Paradís eins og Dúna hafði að orðalagi. Þú kenndir mér svo ósköp margt og ég mun aldrei gleyma þér, elsku amma mín. Ég vona að þú dansir með afa í Para- dísinni og passir upp á okkur hin. Aldís Arna Einarsdóttir. Sigrún María Bjarnadóttir Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir síðan 1996 ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er Bróðir okkar, SIGURJÓN ÞÓRARINSSON frá Eiðum, Keilugranda 10, Reykjavík, lést á líknardeild LSH í Kópavogi mánudaginn 9. janúar. Útförin fer fram frá Seltjarnarneskirkju mánudaginn 16. janúar klukkan 13. . Systkini hins látna. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTINN SIGURJÓN ÓSKARSSON frá Móakoti, Silfurtúni 12, Garði, lést á Hrafnistu Nesvöllum 5. janúar. Útförin fer fram frá Útskálakirkju mánudaginn 16. janúar kl. 13. . Kr. Sóley Kristinsdóttir, Benjamín Gunnlaugsson, Davíð Már Kristinsson, Vicky Kristinsson, Róbert Kristinsson, Leslie Bryant, Óðinn Thor, Arnrún B. Kristinsdóttir, Daníel Pétur Kristinsson, Óskar Páll Kristinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓNÍNA GUÐRÚN KJARTANSDÓTTIR matsveinn, lést 10. janúar á Landspítalanum. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 20. janúar klukkan 13. Blóm og kransar afþökkuð. . Rannveig Hreinsdóttir, Sturla Helgi Magnússon, Hrafnhildur Hreinsdóttir, Guðmundur Árnason, Hekla Rún Rannveigardóttir, Saga Rut Hrafnhildardóttir. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁGÚSTA JÓHANNA HAFBERG frá Flateyri, lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold 8. janúar. Útför hennar verður í Kópavogskirkju fimmtudaginn 19. janúar klukkan 13. . Ólafur Guðmundsson, Vilberg Friðrik Ólafsson, Jóhanna Guðrún Ólafsdóttir, Hjalti G. Karlsson, barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær móðir okkar, GRÓA ÞORLEIFSDÓTTIR, Kleppsvegi 46, lést á Droplaugarstöðum 3. janúar. Útförin fer fram frá Áskirkju föstudaginn 20. janúar klukkan 15. . Sigríður Kjartansdóttir, Jón Þór Kjartansson, Þorleifur Kjartansson. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR BRYNJÓLFSSON rennismiður, Fróðengi 5, áður Rjúpufelli 21, Reykjavík, lést miðvikudaginn 11. janúar á Landspítalanum. . Kristinn Þór Einarsson, Margrét K. Daníelsdóttir, Linda Björk Hávarðardóttir, Brynjar Einarsson, Steinunn B. Ingvarsdóttir, Brynjólfur Einarsson, Valdimar Einarsson, Fanný Erlingsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN ERLA SKÚLADÓTTIR, lést á Landspítalanum 11. janúar. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 20. janúar klukkan 15. . Jóhannes Gíslason, Hulda Jóhannesdóttir, Einar Guðmundsson, Guðrún Jóhannesdóttir, Kristinn Sigvaldason, Sigrún Jóhannesdóttir, Birgir Sigurðsson, barnabörn og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.