Morgunblaðið - 14.01.2017, Síða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017
hausnum. Það rifjast ýmislegt
upp, til dæmis þegar ég skrifaði
nafn mitt á undirskriftalista sem
lá frammi í Samkaupum og hvatti
stjórnvöld til að flýta byggingu
Dýrafjarðarganga. Stuttu seinna
fékk ég hringingu frá Vegagerð-
inni, sem óskaði eftir skýringu á
undirskrift minni. Væri ég oft á
ferðinni um þessar slóðir, myndu
göngin breyta miklu í mínu lífi
o.s.frv.
Við hverja spurningu reiddist
ég meira þar til ég krafði mann-
inn upplýsinga um nafn og nafn
yfirmanns og kvaddi í fússi. Sat
svo í miklum æsingi og plottaði
kvartanir til ráðherra, forsetans,
jafnvel páfans, en komst ekki
lengra en að byrja að skrifa inn
reiðilestur á Facebook þegar
næsta símhringing kom. Auðvit-
að var þetta bara Böddi, sem
hafði séð nafnið mitt á listanum
og sá sér leik á borði. Reiðin
hvarf og hláturinn varð mikill,
enda ekki hægt að reiðast Bödda
því hrekkjalóm með jafn stórt
hjarta og góða sál er erfitt að
finna.
Elsku Ninna, Baldur og Snjó-
laug, mínar dýpstu samúðar-
kveðjur og megi góðar minningar
veita ykkur styrk á erfiðum tím-
um.
Inga María.
Kær vinur minn, Björn Bald-
ursson frá Vigur, kvaddi þetta
jarðlíf á gamlársdag. Þeir sem
voru svo lánsamir að þekkja hann
eru harmi slegnir því Böddi var
afbragð annarra manna. Ég
kynntist honum þegar hann bjó
hjá Björgu systur sinni, sem var
skólastjóri Barnaskólans í Hnífs-
dal. Litli bróðir minn og hann
voru jafnaldrar og bestu vinir.
Löngu síðar, fyrir tilviljun, hóf-
um við nám saman við Bænda-
skólann á Hvanneyri og þar
ræktuðum við vinskapinn. Böddi
var hæglátur en maður fram-
kvæmda og fylginn sér. Þegar
ekki var boðið upp á íþróttatíma í
skólanum þá stofnaði hann
gönguklúbb. Á hverjum degi,
stundvíslega, hvernig sem viðraði
var lagt af stað með Bödda í
broddi fylkingar. Allan veturinn
nutum við skólafélagarnir góðs af
staðfestu hans og dugnaði. Böddi
tók inntökupróf í skólakórinn og
Ólafur söngstjóri sagði mér í
óspurðum fréttum að hann væri
góður söngmaður. Hann hafði
líka leiklistarhæfileika og var
ófeiminn við að koma fram á
skemmtunum skólans. Það má
segja að Böddi hafi leynt á sér því
hann var sífellt að koma á óvart.
Þegar leiðir skildi þá héldum við
sambandi með bréfaskriftum.
Böddi hafði fallega rithönd og var
iðinn við skriftirnar, ólíkt mér. Í
sendibréfum hans kemur fram
hvað hann var góður penni, eld-
klár og hafði mikla kímnigáfu.
Þar kom einnig fram hvað hann
hafði mikinn áhuga á búskapnum
og naut þess að búa í heimahög-
unum fögru.
Heimsóknirnar í Vigur voru
ævintýralegar og Böddi kenndi
mér að tína dún og hamfletta
lunda. Við skemmtum okkur við
að hræra saman búfjáráburði og
vatni sem við stungum saman við
mold í kartöflugarðinum. Það var
gaman og gefandi að vera í fé-
lagsskap Bödda því hann var svo
hlýr og yndislegur.
Hann átti svo sannarlega skilið
að forlögin færðu honum Ingunni
Ósk, sjálfa draumadísina, heim
að hlaði. Ást, hamingja og tvö
dásamleg börn. Já, Böddi var lán-
samur maður allt fram að áfallinu
mikla. Hann bar sig vel en það
var þungbært fyrir dugnaðarfork
að missa starfsgetuna. Nú syrgj-
um við en yljum okkur við góðar
minningar um mætan mann. Við
Óskar og dætur sendum fjöl-
skyldu Bödda okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Guðbjörg Leifsdóttir.
Böddi í Vigur. Það var einhver
ævintýraleg dulúð yfir mannin-
um. Bjó með kýr, kindur og æð-
arfugl á eyju. Mjólkin flutt með
ferju í land. Féð flutt á margra
áratuga gömlum bát í sumar-
haga. Sannur Vestfirðingur. Ég
kom af Suðurlandi þar sem bú-
skapur var og er kannski svolítið
stærri í sniðum og að einhverra
áliti „nútímalegri“. Við kynnt-
umst þar sem báðir voru komnir
til að læra búskap, við Bænda-
skólann á Hvanneyri fyrir rúm-
um þrjátíu árum. Seinna heim-
sótti ég hann í Vigur og er það
ógleymanleg ferð.
Þrátt fyrir ólíkan bakgrunn
náðum við vel saman. Böddi var
ljúfmenni, hæglátur, lipur í sam-
skiptum en fastur fyrir ef þurfti.
Hafði skemmtilegan og djúpan
húmor sem aldrei meiddi neinn,
og setti saman vísur ef sá gállinn
var á honum. Hægt var að segja
hvað sem var við Bödda, rökræða
allt milli himins og jarðar, og
reyndar bulla um alla hluti líka.
Böddi var mikill bóndi í sér.
Tenging hans við skepnur virtist
vera ótrúlega góð og virðing fyrir
þeim er eitthvað sem allir ættu að
tileinka sér. Ég held reyndar að
allir vildu tileinka sér slíka virð-
ingu ef þeir sæju hana og upp-
götvuðu. Það var ekki þannig að
hann væri að prédika, maður
ósjálfrátt heillaðist af þessum
eiginleika hans og hversu sannur
hann var.
Á þessari stundu sér maður
eftir að hafa ekki ræktað sam-
band sitt við Bödda betur. Við
skrifuðum hvor öðrum nokkrar
línur af högum okkar á jólakort-
in, og oft var látin í ljós löngun til
heimsókna af beggja hálfu. Alltaf
var álitið að nægur tími gæfist til
þess síðar. En veröldin er hverful
og maður gleymir að njóta gjafa
lífsins meðan þær bjóðast manni.
Það er nokkuð sem þarf að lær-
ast.
Ég sendi vini mínum góða
strauma þar sem hann dvelur nú,
um leið og ég varðveiti þá gjöf
sem mér hefur hlotnast; minn-
inguna um þann góða dreng
Bödda í Vigur.
Fjölskyldunni allri votta ég
mína dýpstu samúð.
Bjarni Stefánsson.
Nú í svartasta skammdeginu
fréttist lát Bödda frá Vigur,
Björns Baldurssonar, sem var
einn af þeim stóra hópi sem út-
skrifaðist frá Bændaskólanum á
Hvanneyri vorið 1985. Hugurinn
reikar aftur í tímann, Björn var
ágætur félagi, þægilegur í sam-
skiptum og hafði góða nærveru.
Gjarna var stutt í glensið en það
var græskulaust því hann var
hvers manns hugljúfi og velvilj-
aður öllum. Samfundum margra
okkar við hann fækkaði mjög
þegar við fórum hvert í sína átt-
ina eftir skólavistina en minning-
in um góð kynni lifir með okkur.
Hann var einn þeirra sem ólust
upp við aðstæður sem furðu fáir
þekkja nú nema af afspurn. Á
uppvaxtarárum hans í Vigur var
búið til lands og sjávar, fé ferjað í
sumarhaga upp á land, Djúpbát-
urinn var ein helsta samgöngu-
æðin og búa þurfti vel að sínu.
Æðarkollurnar áttu sér hreiður
alveg heima við hús og nándin við
náttúruna mótaði fólkið enda ein-
kenndi Björn það jafnaðargeð
sem þeir öðlast gjarna sem alast
upp við aðstæður sem þessar.
Fyrir allnokkrum árum flutti
Björn með fjölskyldu sinni til Ísa-
fjarðar og vann m.a. hjá Byggða-
safni Vestfjarða og mun hafa ver-
ið þar sem annars staðar hinn
besti félagi.
Nú er hann lagður í síðustu
ferðina, sólin aðeins farin að
hækka á lofti og framundan ann-
að vor með æðarkollum spígspor-
andi um hlaðið í Vigur og sólgliti
á Djúpinu á björtum dögum. En
eitthvað er öðruvísi, þeim hefur
fækkað sem þekkja af eigin raun
hjartslátt lífsins á þessum fallega
stað.
Þökk fyrir góð kynni Björn og
fjölskyldunni sendum við fé-
lagarnir frá Hvanneyrarárunum
innilegustu samúðarkveðjur.
Þrátt fyrir uppvöxt á stað þar sem
hretviðri hafa
hlotið að geymast í minni fólksins á
bænum,
fannst mér að skap þitt minnti meira
og frekar
á merlandi sólskin á hafflöt í sum-
arblænum.
Nú eða jafnvel lognkyrrð á líðandi
sumri
er loftið er roðið og golan um vangann
strýkur
og loforð það eitt sem náttúran getur
gefið
um góðviðrisdag að morgni þá verki
lýkur.
(S.K.)
Fyrir hönd skólasystkina í
Bændaskólanum á Hvanneyri
veturna 1983-1985,
Sigurður Kristjánsson.
Mig langar að minnast Björns
Baldurssonar nú þegar komið er
að kveðjustund.
Hann byrjaði að vinna hjá
Byggðasafni Vestfjarða fyrir
u.þ.b. áratug. Þar lágu leiðir okk-
ar saman, en ég hef unnið tals-
vert við báta safnsins og Björn sá
um þá. Hann kom þeim í geymslu
yfir veturinn og til baka á vorin,
sá um að sjósetja þá, sigla þeim
og tók saman efni um bátana.
Ég verð að segja að það er
ekkert oflof hversu einstaklega
gott var að vinna með honum,
hann var mjög ljúfur og þægileg-
ur í öllum samskiptum og sá oft
spaugilegu hlutina í tilverunni.
Björn var víst stríðinn við suma
en ég kynntist ekki þeirri hlið á
honum.
Hann var með reynslu af mót-
orbátum úr Vigur og smellpass-
aði í þetta starf hjá safninu. Mér
fannst hann vinna af mikilli sam-
viskusemi við allt það sem sneri
að starfi hans. Það verður erfitt
að fylla skarð hans hjá Byggða-
safni Vestfjarða.
Við Áslaug sendum fjölskyld-
unni innilegar samúðarkveðjur.
Magnús Helgi Alfreðsson,
Hæstakaupstað.
Vetrarsólstöður liðu og jólin
gengu í garð. Nýtt ár með hækk-
andi sól er komið, á einhvern hátt
öfugsnúið því það er með þíðviðri.
Blikinn heldur sér hljóður við
strandlengjuna og kollan er ein-
hvers staðar á hafi úti þar til hún
hittir sinn lífsförunaut. Það eru
kaflaskil.
Ef það var eitthvað sem mér
var ókunnugt í gangverki náttúr-
unnar leitaði ég til Björns eða
Bödda eins og hann kynnti sig.
Auk eðlisgreindar hafði hann
mikla og sterka náttúrugreind.
Hann las í hegðan fugla og horfði
til himins og sagðist þess vegna
eiga von á amrandaslætti þegar
liði á daginn. Böddi var í senn nú-
tímamaður og stoltur fulltrúi
horfinna kynslóða. Hann átti líka
rætur að rekjatil mikilla mann-
kosta, fólks sem vandaði til verka
og var sinni sveit til sóma og for-
ustu. Böddi var um skeið bóndi í
félagsbúi við sitt fólk í krúnu-
djásni Djúpsins, eyjunni Vigur,
sem var grunnur að menntun
sem hvaða háskólasamfélag
heimsins gæti verið stolt af.
Böddi kom til starfa hjá
Byggðasafni Vestfjarða árið
2004. Þessi litli vinnustaður var í
nokkrum vexti og fáar hendur
unnu verkin. Það var gantast
með það að safnmaður, a.m.k. sá
sem vill þrífast á litlu safni, getur
ekki verið grámyglulegur grúsk-
ari sem grúfir sig yfir fræðin í
friði fyrir öllu og öllum. Hann
þarf að kunna skil á öllu litrófi
vinnumarkaðarins, allt frá
sagnfræðigrúski til margskonar
hönnunar, rekstrarkúnstar og
skemmtanabransa. Allt þetta
kom Böddi með úr Vigur í mal
sínum og að auki var hann smiður
á tré og járn með undirstöðuat-
riði í vélfræði, svo hafði hann
pungapróf og kunni pelastikk svo
eitthvað sé nefnt – en síðast en
ekki síst – náttúrugreind.
Eitt er að vera hrekkjóttur og
annað að vera stríðinn. Hvort
veggja fór saman í Bödda og þá í
jákvæðustu merkingu þess.
Hann meiddi aldrei nokkurn
mann. Það var húmor, yfirvegað-
ur og vandlega undirbúinn sem
réði ferðinni þegar sá gállinn var
á honum. Fórnarlömbin komu
aldrei sár undan sendingunum,
kannski örlítið skömmustuleg og
niðurlægð yfir að hafa ekki séð í
gegnum hið flókna net hrekksins.
Böddi var hvers manns hugljúfi
og skemmtilegur maður.
Björn Baldursson frá Vigur
var einstakur samstarfsmaður.
Frá fyrstu stundu vorum við
samstiga og jafningjar í vinnunni
og vorum fljótir að finna okkar
hlutverk sem bætti hvort annað.
Hann var kvikur og lausnamið-
aður á móti hægfara sveimhuga
með vott af verkkvíða. Hann
gekk, eða öllu heldur fór á spretti
í öll störf og var ótrúlega fljótur
að tileinka sér nýjar nálganir.
Eðlislæga smekkvísi og víðfeðma
kunnáttu kom hann með úr eyj-
unni. Á einhvern hátt lék allt í
höndunum á honum. Við rök-
ræddum og deildum saman
mörgum áhersluatriðum á sviði
minjavörslunnar, má þar nefna
vörslu bátaarfsins og strand-
minja almennt. Það bar aldrei
skugga á okkar samstarf og það
yljar manni að rifja upp fjölmörg
skemmtileg atvik sem við upp-
lifðum saman.
Kæra Ninna, Balli og Snjólaug
– vinir og vandamenn. Með ósegj-
anlegum harmi og söknuði kveðj-
um við Margrét og fjölskyldur
okkar kæran vin og samstarfs-
mann sem svo ungur fellur frá. Á
litlum vinnustað erum við líkt og
fjölskylda, sorgin umlykur og
eina haldreipið er minning og
virðing fyrir þeim verkum sem
Björn Baldursson frá Vigur vann
og innleiddi í okkar störf. Við átt-
um góð ár og eftirminnileg, fyrir
þau erum við þakklát.
Jón Sigurpálsson.
Það var í júní 1995, á bryggj-
unni í Ögri, sem ég hitti hann
Bödda fyrst. Ég hafði verið mjög
spenntur að hitta þennan dular-
fulla mann, sem hún systir mín
hafði veitt í Djúpinu. Af honum
fóru þegar miklar sögur. Hann
hafði t.d. heillað alla aðra í fjöl-
skyldunni upp úr skónum í frægri
kvöldverðarveislu í Hjallaland-
inu, þar sem hann hafði víst sýnt
mikla fimi í að svara fjölbreyttum
skeytasendingum frá pabba og í
ofanálag hermt eftir nánast öllum
dýrum og fuglum sem finna má
við Vigur.
Böddi gekk strax að mér á
bryggjunni og heilsaði mér
ákveðið með kossi á kinn, sem
mér fannst strax óvenjulegt. Á
leiðinni út í eyju horfði ég út und-
an mér á Bödda og mældi mann-
inn út. Sá hann í sínu náttúrulega
umhverfi, siglandi honum Stebba
sínum. Hafði Ninna þá náð sér í
vestfirskt karlmenni, þöglu týp-
una, sem lætur sér fátt fyrir
brjósti brenna? Og heilsast þeir
þá svona? Ég komst fljótt að raun
um að svo er ekki, þegar ég ætl-
aði að reyna haga mér eins og
innfæddur. En Böddi hafði
greinilega ákveðið að svona ætti
að heilsa tilvonandi mági, og
þannig heilsuðumst við alltaf eft-
ir það. Raunar held ég að hann
hafi heilsað flestum sem honum
fannst vænt um með þessum
hætti, hvort sem það var fólk,
kettir, hundar eða búfénaður.
Þegar við komum síðan út í
eyju og gátum átt samræður,
ótruflaðir af mótorkliðnum, kom
fljótt í ljós, að þótt Böddi væri
kannski ekki mikið fyrir að detta
um tunguna á sér, var hérna á
ferðinni mikill húmoristi og góð-
ur sögumaður. Hann var sum sé
þess háttar maður sem gaman
var að hlusta á. Hann gekk með
okkur um eyjuna og sagði af nátt-
úru hennar og fræddi okkur um
helstu kennileiti hennar og ör-
nefni. Þessi fyrsta heimsókn út í
eyjuna hans Bödda og fyrstu
kynni mín af honum leiddi mér
því strax fyrir sjónir að hún
Ninna hafði svo sannarlega dott-
ið í lukkupottinn.
Næstu árin voru þær ófáar
heimsóknirnar út í Vigur og hver
annarri eftirminnilegri eins t.d.
þrítugsafmæli Bödda og svo
brúðkaupið þeirra og skírnin
hans Balla litla. Þær eru einnig
orðnar margar og eftirminnileg-
ar heimsóknirnar á Ísafjörð eftir
að þau fluttust þangað. Það var
alltaf gaman að hitta Bödda og
spjalla við þennan hægláta og
hlýja mann. Alltaf var hann að
brasa eitthvað forvitnilegt og
dytta að og óhætt að segja að
starfið á byggðasafninu hafi átti
vel við hann. Hann var laghentur
og óhemju fróður um margvís-
lega hluti og vandvirkur í því sem
hann tók sér fyrir hendur. Hann
var einnig natinn og óspar á hlýju
sína við krakka. Svo var alltaf
stutt í græskulaust gamanið, en
eins og við höfum mörg reynt
sem þekktum, gat hann verið
óþreytandi við að upphugsa alls
kyns hrekki og lagði sig í fram-
króka við útfærslu þeirra.
Það tók mikið á alla þegar
áfallið dundi yfir síðastliðið sum-
ar. Hins vegar fannst mér Böddi
taka þessu af aðdáunarverðri ró
og þolinmæði. Maður vonaði því
og var bjartsýnn á bata. Böddi
virðist þó hafa fundið að svo yrði
ekki.
Það er mikil eftirsjá að góðum
dreng og hans verður sárt sakn-
að. Ninna, Balli og Snjóka mín,
megið þið finna styrk til að takast
á við missi ykkar.
Óskar Sturluson.
Kveðja úr Faktorshúsi
Hugurinn leitar til síðasta vors
þegar okkur í Faktorshúsi barst
óvænt pakki alla leið frá Amer-
íku. En við nánari skoðun reynd-
ist sendingin koma frá næsta húsi
og innihalda hrekk frá nágranna
okkar og vin honum Bödda. Hann
var svo ótrúlega uppátækjasam-
ur og skemmtilegur, og ekki síð-
ur úrræðagóður og hjálpsamur,
vinur í raun. Vinskapur hans ein-
skorðaðist ekki bara við okkur
mannfólkið því Böddi var mikill
dýravinur og natni hans við kett-
ina sem hann átti, þau Gretti og
Grímu, var einstök og engum
fagnaði Urður mín meir en
Bödda þegar leið hans lá í Fak-
torshúsið. Þau voru ófá sporin
milli húsanna hér í Neðstakaup-
stað enda sífellt verið að bardúsa
eitthvað sem þurfti þá að ræða
yfir kaffibolla og pönnukökum.
Veistu ef þú vin átt
þann er þú vel trúir
og vilt þú af honum gott geta.
Geði skaltu við þann blanda
og gjöfum skipta,
fara að finna oft.
(Úr Hávamálum)
Bödda kveðjum við í dag með
sorg í hjarta en góðar minningar
ylja á þessum erfiðu tímum.
Jóna Símonía
Bjarnadóttir,
Þorsteinn Traustason.
Björn Baldursson, eða Böddi
eins og vinir og samferðamenn
hans kölluðu hann, hefur kvatt
okkur og þessa jarðvist. Sóknar-
nefnd Ísafjarðarkirkju og starfs-
fólk sendir eiginkonu, börnum og
öðrum ættingjum innilegar sam-
úðarkveðjur. Fallinn er frá
drengur góður.
Böddi hefur verið í sóknar-
nefnd Ísafjarðarkirkju undanfar-
in ár og þau síðustu sem formað-
ur. Hann var hvers manns
hugljúfi. Ljúfur í öllum samskipt-
um, úrræðagóður, spaugsamur
og friðelskandi. Það streymdi frá
honum smitandi hlýja og mann-
gæska. Það er oft á tíðum ekki
einfalt að sinna formennsku í
sóknarnefnd og að mörgu er að
hyggja, ekki síst nú á tímum þeg-
ar sóknir eru fjársveltar en kröf-
urnar í engu samræmi við það.
Björn var mannasættir og vel til
forustu fallinn innan kirkjunnar
og slíkt er mikilvægt þar sem
margt fólk kemur saman til að
vinna að hugsjónum sínum. Hann
var góður málsvari kirkjunnar og
fulltrúi hennar út á við. Honum
eru færðar þakkir fyrir óeigin-
gjarnt starf sitt í þágu Ísafjarð-
arsóknar.
F.h. sóknarnefndar og starfs-
fólks Ísafjarðarkirkju,
Sigríður Lára Gunnlaugs-
dóttir varaformaður, Hlyn-
ur Hafberg Snorrason ritari
og sr. Magnús Erlingsson.
Það veitist ekki erfitt að skrifa
kveðju til Bödda. Mínar allra
bestu minningar eru í félagsskap
með honum í Vigur þar sem ég
varði flestum mínum uppvaxtar-
sumrum. Hann horfði sposkur á
mig í júní sumarið 1981 þegar ég
fyrst kom í Vigur, sendur úr
bænum til að koma viti og þroska
í mig. Tveimur árum eldri en ég,
þroskaðri og stærri, tók hann
mér strax sem bróður. Næstu
mörg sumur skemmtum við okk-
ur á þeim dýrðarstað sem Vigur
er. Tónlistin fékk stórt hlutverk
uppi í risi þar sem Megas, Ís-
bjarnarblús Bubba og Led
Zeppelin voru mæmaðir með til-
þrifum.
Saman í lunda, dún, raka frá,
slá upp á gamla mátann eða
skreppa á ball í Ögri eða Bæjum,
alltaf fylgdumst við að. Einu
skiptin sem hann neitaði öllu
samneyti við mig var þegar
Magnús digri var verkefnið, en
að draga plóg upp 30 gráða halla
kartöflugarðs var smekkleysa að
mati Bödda og tók hann ekki þátt
í slíku. Böddi hlaut stóra vinning-
inn þegar hann kynntist Ninnu.
Hún kom í heimsókn í Vigur og
ég man vel eftir þeim straumum
sem þá fóru í gang. Böddi var
spenntur en ég held að Baldur
pabbi hans hafi verið enn spennt-
ari. Baldur stóð vörð í ýmsum
skilningi þess orðs, svo þau gætu
náð almennilega saman. En eftir
að Böddi og Ninna ákváðu að fara
saman inn í framtíðina vissi ég að
Böddi var kominn í góða höfn. Ef
einhver ætti að velja sér sterk og
jákvæð persónueinkenni, þá þarf
ekki að leita lengra en til Bödda.
Skapbetri og ljúfari mann hef ég
hvorki hitt fyrr né síðar. Bóngóð-
ur og heiðarlegur. Það er missir
að Bödda. En ég veit hann er á
góðum stað. Mig dreymdi hann
aðfaranótt þriðjudags. Hann var
á stórum trébáti, nokkru stærri
en Vigur Breiður og allar hliðar
voru huldar með gærum. Hann
hafði rauðan hest í bátnum. Hann
sigldi út Djúpið og það lá vel á
honum. Ég ber innilegustu sam-
úðarkveðjur til fjölskyldunnar.
Þröstur Olaf Sigurjónsson.
Björn Baldursson
Morgunblaðið birtir minningargreinar
endurgjaldslaust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr.
Minningargreinar