Morgunblaðið - 14.01.2017, Side 33

Morgunblaðið - 14.01.2017, Side 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017 ✝ Eiríkur fæddistí Ísakshúsi á Eyrarbakka 21. júní 1928. Hann lést 1. janúar 2017. For- eldrar Eiríks voru Guðmundur Eiríks- son húsasmíða- meistari frá Þórð- arkoti, f. 13.2. 1899, d. 6.11. 1984, og Sigurlína Jónsdótt- ir húsmóðir frá Tröð á Álftanesi, f. 25.2. 1899, d. 11.4. 1966. Þau voru búsett í Merkigarði á Eyrarbakka. Systkini Eiríks eru: Bjarni Guð- mundsson, f. 19.9. 1924, d. 21.8. 1948, og Ósk Guðmundsdóttir, f. 1.12. 1930. Eiríkur kvæntist 24.10. 1953 Vigdísi Ingibjörgu Árnadóttur húsmóður, f. 20.8. 1932, d. 20.7. 1990. Hún var dóttir hjónanna Árna Eyþórs Eiríkssonar, versl- unarstjóra í Bjarnaborg á Stokkseyri, og Ingibjargar Kristinsdóttur, húsmóður frá Hömrum í Grímsnesi. Börn Ei- ríks og Vigdísar eru a) Ingi- björg Eiríksdóttir þjónustu- fulltrúi, f. 26.2. 1954, maður hennar Páll Halldórsson rekstr- arstjóri, f. 22.10. 1953. Börn þeirra eru Eiríkur Vignir Páls- á eitt barn. d) Helga Eiríksdótt- ir, f. 26.2. 1960, d. 18.2. 1964. e) Árni Eiríksson bóndi, f. 10.3. 1965, kona hans Guðrún Björk Leósdóttir bóndi, f. 3.12. 1965. Dóttir þeirra Vigdís Jóna Árna- dóttir, f. 24.4. 2005. Eiríkur ólst upp á Eyrar- bakka og átti þar heima alla tíð. Sem barn fór hann í sveit á hverju sumri að bænum Klauf í Vestur-Landeyjum. Að loknum barnaskóla nam Eiríkur húsa- smíði hjá föður sinum og gekk í Iðnskólann á Eyrarbakka. Ei- ríkur starfaði alla tíð að iðn sinni og kom að mörgum fram- kvæmdum, s.s. byggingu ein- býlishúsa á Eyrarbakka, bygg- ingu fyrstu húsanna í Þorláks- höfn, byggingu núverandi ráðhúss Árborgar og fleira. Þá vann hann einnig við báta- og skipaviðgerðir í slippnum á Eyr- arbakka, var eftirlitsmaður Skipaskoðunar ríkisins á Suður- landi um árabil, var í slökkviliði, sat í hreppsnefnd og fleira. Ei- ríkur starfaði lengi við Fang- elsið Litla-Hrauni, fyrst við við- hald en síðar reisti hann þrjár nýbyggingar við fangelsið. Þá annaðist Eiríkur frístundafönd- ur í trésmíði fyrir fanga um ára- bil. Um 1980 var Eiríkur ráðinn útivarðstjóri og gegndi því starfi til starfsloka. Eiríkur var virkur í félagsstarfi alla tíð, söng í kór og var í leikfélagi. Útför Eiríks fer fram frá Eyr- arbakkakirkju í dag, 14. janúar 2017, kl. 13. son byggingafræð- ingur, f. 1.9. 1975, kona hans er Líney Magnea Þorkels- dóttir viðskipta- fræðingur, f. 4.9. 1975, eiga þau þrjú börn; Halldór Valur Pálsson forstöðu- maður, f. 19.11. 1980, kona hans Ásta Þorsteins- dóttir mannauðs- sérfræðingur, f. 5.12. 1981, eiga þau tvö börn. b) Sigurlína Ei- ríksdóttir bankastarfsmaður, f. 22.6. 1956, maður hennar Sig- urður Steindórsson fangavörð- ur, f. 13.12. 1955. Barn þeirra Vigdís Sigurðardóttir sjávarlíf- fræðingur, f. 24.3. 1984, hún á eitt barn. c) Kristín Eiríksdóttir leikskólastjóri, f. 12.11. 1958, maður hennar Erlingur Þór Guðjónsson vélvirki, f. 1.1. 1958. Börn þeirra eru Helga Ýr Er- lingsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 27.7. 1983, maður hennar Hlynur Bárðarson líffræðingur – phd, f. 20.12. 1982, eiga þau tvö börn; Erlingur Þór Erlings- son vélfræðingur, f. 15.10. 1989, og er sambýliskona hans Vil- borg Kolbrún Vilmundardóttir háskólanemi, f. 27.2. 1990, hann Mig langar til þess að minn- ast hans pabba og þakka honum fyrir allt sem hann gaf mér og fyrir það öryggi sem að hann veitti mér sem barn og sem full- orðinni manneskju og fyrir fé- lagsskapinn. Pabbi var maður sem hægt var að treysta á. Hann er fyrirmynd mín og men- tor minn um núvitund. Það var hægt að ræða allt við hann, ræða málin fram og til baka og velta upp ólíkum sjónarmiðum. Hann var stoltur af því þegar ég var ósammála honum, þá sagði hann þetta er ég búinn að kenna þér að hafa skoðanir og standa með þeim. Við erum þá ósam- mála en aðalatriðið er að þú veist hvað þú vilt og að þetta eru þínar skoðanir. Pabbi studdi mig og hvatti í hverju því sem ég tók mér fyrir hendur og hafði áhuga á að heyra hvað ég var að gera og um fyrirætlanir mínar. Hann var alltaf tilbúinn að passa börn- in mín, þegar ég þurfti þess með og þau komu fróðari heim úr pössuninni. Við ferðuðumst mik- ið saman og þá fræddi hann okkur um sögu og menningu þeirra staða sem við heimsótt- um. Á ferðum okkar taldi hann mikilvægt að við gætum staðsett okkur og nefnt landslagið og staðina sem við heimsóttum. Hann bauð okkur oft í mat og stuðlaði þannig að samvistum fjölskyldunnar, var stoltur afi og áhugasamur um það sem barna- börnin tóku sér fyrir hendur og hvatti þau áfram til þess að ná markmiðum sínum og hlúði þannig að fjölskyldunni. Hann var víðlesinn og áhugasamur um lífið og fróður maður sem unni náttúrunni og vildi auðga hana og vernda, fylgdist vel með sjónum, skýjafarinu og hvernig landið og heimurinn var að breytast. Hann var mikill húm- oristi og tilsvör hans voru hnytt- inn og djúphugsuð. Pabbi, minn, far þú í friði og þakka þér fyrir allt og allt. Kristín Eiríksdóttir. Fyrirmyndin mín er farin burt úr þessu lífi með fullt hús stiga, sterkur og traustur allt þar til yfir lauk. Hann var ekki sá sem hæst heyrðist í en það var hlustað á hann, ekki bara við sem vorum börnin hans heldur einnig sam- ferðamennirnir. Börn sáu strax hvaða mann hann hafði að geyma og þau hændust að hon- um. Hann var mikill fjölskyldu- maður og höfðum við skemmtun af samvistum við hann og það var betra að svara sannleikan- um samkvæmt þegar hann innti eftir hvort allt væri í lagi hjá öllum honum tengdum. Hann hafði trú á fólki og sá fljótlega það sem hver maður hafði í sér frá náttúrunnar hendi, dæmdi ekki en ætlaði öllum það besta. Ekki hafði hann langa skóla- göngu að baki en eftir honum var tekið við útskrift úr skóla fyrir það sem hann hafði áorkað á þeim vettvangi. Pabbi var aðdáandi Íslands, íslenskrar tungu, ljóðlistar, jarð- sögu og veðurfars. Hann bar lotningu fyrir öllum gróðri og lagði gjörva hönd á ræktun. Dáði ferðalög, stutt og löng, inn- anlands og utan. Fór oft og vitj- aði Landeyjanna þar sem hann hafði verið í sveit sem barn hjá mjög mætu fólki. Það var fólkið hans, fjölskyldan í Klauf. Hann elskaði íslenska sumarnótt á fjöllum í tjaldi með mömmu. Hvíld fékk hann við lestur bóka og pólitík var heillandi í hans huga. Skemmtilegur maður, fróður og áhugasamur um til- veruna og alltaf samkvæmur sjálfum sér. Ég kveð hann með söknuði og þakka samfylgdina gegnum lífið. Ingibjörg Eiríksdóttir. Við afi vorum vinir og hann kenndi mér margt enda fróður maður um margt og vel lesinn. Þær eru fjölmargar ferðirnar sem við fórum í og fræddi hann mig allan tímann um örnefni, jarðfræði, veðurfræði, náttúru- fræði, sögu og hvað annað sem á vegi okkar varð. Afi kenndi mér að horfa á náttúruna, hlusta, taka eftir og fylgjast með breyt- ingum. Góðar þóttu mér stundir okk- ar afa þegar við sátum yfir kaffibolla í Hátúni og ræddum saman um heima og geima. Afi var mikill leikari og þegar hann sagði mér frá mönnum og atvik- um lagði hann sig fram um að herma eftir. Hann gerði það svo listavel að margir merkir menn á Eyrarbakka eru mér ljóslif- andi þó að þeir hafi farið löngu fyrir mína tíð. Þá eyddum við oft drjúgum tíma saman við lestur, enda bókaúrvalið gott hjá afa. Stund- um var afi að smíða í kjall- aranum og ég að framkalla ljós- myndir í aðstöðu sem hann útbjó fyrir mig þar. Eitt vorið héldum við afi sýningu saman í kjallaranum, hann var í smíða- verkstæði sínu að smíða strokka og ég með ljósmyndir í næsta herbergi. Það litu margir inn hjá okkur og þótti uppátækið skemmtilegt. Afi var alltaf tilbú- inn þegar ég bað hann að koma eitthvað með mér. Sem dæmi þá var stofnaður hér ljósmynda- klúbbur og tók ég afa með á alla fundi, ávallt mætti hann fullur áhuga. Við afi fórum víða, m.a. í Klauf þar sem hann var í sveit og lýsti hann fyrir mér lífinu þar. T.d. fyrstu ferðinni þangað, hvernig hundurinn var tryggur sínum húsbónda, slættinum í mýrinni og grjótleysinu á svæð- inu. Hann kynnti mér hvernig torf var skorið á mismunandi vegu og lagt á torfbæi. Við fór- um einnig í heimsókn til uppeld- issystur afa úr Klauf og manns- ins hennar, og fékk ég að heyra sögur af afa frá því hann var lít- ill. Eitt sumarið fórum við afi í gott ferðalag upp á hálendið. Ég skaffaði nesti og hann bílinn, nema ég bað afa um að baka pönnukökur fyrir ferðina. Afi bakaði bestu pönnukökur í heimi. Þá fórum við í Eyvind- arkofaver og skoðuðum vel, gist- um í Nýjadal og keyrðum Fjallabaksleið nyrðri heim. Þessi ferð er ógleymanleg því við afi gátum gleymt okkur yfir því að skoða bæði stórt og smátt, velt fyrir okkur sögu, jarðfræði og líffræði. Okkur lá ekkert á. Afi hafði mikinn áhuga á sjónum og kenndi mér margt tengt honum, t.d. að tína söl, taka miðin á hafi, lesa í ósana, fylgjast með öldunum, örnefni skerja, róa bát, leita að kröbb- um og láta þá berjast o.m.fl. Við fórum oft niður í fjöru saman að skoða og fylgjast með nátt- úrunni. Þegar ég var orðin sjáv- arlíffræðingur skildi hann mig manna best er ég sagði honum frá mínum rannsóknum á átu og hann gat oft á tíðum dýpkað þekkingu mína með frásögnum af átu frá sinni tíð. Ég hef á til- finningunni að afi hefði helst viljað koma með mér í námið. Þegar sólmyrkvinn var árið 2015 fórum við Sigurlína mín til afa á Sólvelli þar sem við sátum saman á bekk utandyra og fylgdumst með, auðvitað með sólmyrkvagleraugum. Þetta var hátíðarstund hjá okkur og höfð- um við gaman af að fylgjast með þessu stórmerkilega náttúrufyr- irbrigði. Ég er rík að hafa átt þennan afa. Vigdís Sigurðardóttir. Við systkinin vorum svo heppin að fá að alast upp með afa nánast í næsta húsi og um- gengumst hann því mikið. Við gátum alltaf skotist í Hátún þegar við vildum og afi kom líka oft og kíkti inn. Hátún var hálf- gerður ævintýraheimur þar sem við krakkarnir fengum að hafa háaloftið út af fyrir okkur. Þar voru alls kyns sögulegar minjar, leikföng og þar fórum við í bankaleik með gömlu happ- drættismiðana. Afi var sérstaklega ljúfur maður. Hann var mjög iðinn og alltaf með fjölda verkefna í gangi, bæði úti á verkstæði og líka í kjallaranum þar sem var mjög gaman að kíkja við. Hann var handlaginn og með gott smiðsauga. Hann hafði gaman af bókum og að afla sér fróð- leiks um allt milli himins og jarðar enda átti hann mjög myndarlegt bókasafn. Hann fór ósjaldan með okkur á bryggju- rúnt í Þorlákshöfn og vissi allt um aflabrögð bátanna og hafði sérstakan áhuga á sjómennsku. Hann var góður kennari, var góður að hlusta og átti ráð við öllu. Hann lagði mikið upp úr því að við þekktum öll kennileiti svo við gætum sagt til um ferðir okkar. Afi hafði sérstakan áhuga og trú á ungu fólki og studdi okkur í öllu sem við gerðum. Hann stóð sig vel í afahlutverkinu og vildi allt fyrir okkur gera. Hann var sérstaklega barngóður og ljómaði allur þegar hann fylgd- ist með barnabörnunum og barnabarnabörnunum. Hann var líka uppátækjasamur og með fjörugt ímyndunarafl. Við mun- um til dæmis eftir snjóhúsinu í kjallaranum ein jólin, kofunum, húsinu í trjálundinum í Maur- holti og hvernig hann gat gert nánast hvaða mat sem er girni- legan með því að breyta honum í flugvél, Kringluna eða kara- mellur. Þegar við hugsum til afa er margt sem kemur upp í huga okkar og það er erfitt að ná ut- an um allar minningarnar sem við eigum um hann því hann var svo stór hluti af lífi okkar. Okk- ar langar að þakka þér fyrir allt, elsku afi, við eigum eftir að ylja okkur við minningarnar um þig og ætlum að sýna börnunum okkar sömu virðingu og áhuga og þú sýndir okkur. Þín Helga Ýr og Elli Þór. Í dag kveðjum við Eirík Guð- mundsson. Eiríkur var giftur Dísu frænku minni. Móðir mín og Dísa voru systradætur og voru alla tíð nánar sem og fjöl- skyldur okkar. Eiríkur ólst upp á Eyrar- bakka, en er hann komst á gift- ingaraldurinn féll hann fyrir stelpu frá Stokkseyri, henni Dísu. Hann sagði mér frá því að honum fannst ekki langt að hlaupa frá Bakkanum að Bjarnaborg á Stokkseyri til að hitta Dísu sína. Honum var það einnig minnisstætt hvað Imba og Eyþór tóku honum vel – strák af Bakkanum! Eiríkur og Dísa reistu sér fal- legt hús á Bakkanum og nefndu það Hátún. Þeim búnaðist vel og áttu miklu barnaláni að fagna, eignuðustu fimm börn, fjórar stelpur og einn strák. Það var mikill harmur kveðinn að þeim er Helga dóttir þeirra lést í hörmulegu slysi. Dætur þeirra; Inga, Sigurlína og Kristín hófu allar sinn búskap á Bakkanum, byggðu hús þar ásamt eigin- mönnum sínum og ólu upp börn sín og Árni var ekki langt und- an. Eiríkur var menntaður tré- smiður og starfaði sem trésmið- ur, skipasmiður trésmíðameist- ari og sem verkstjóri á Litla-Hrauni. Fyrsta íbúðarhúsið sem ein- staklingur reisti í Þorlákshöfn var hús er faðir minn byggði að B-götu 3 árið 1952. Eiríkur teiknaði og var meistari að hús- inu og er óhætt að segja að verkið hafi undir hans stjórn gengið hratt og vel fyrir sig, því hinn 18. maí var hafist handa og við fluttum inn í húsið fjórum mánuðum síðar. Í bókinni Saga Þorlákshafnar lætur faðir minn þess getið hversu ólatur og mik- ilvirkur Eiríkur trésmiður hafi verið. Í öllu viðmóti sem og störfum var Eiríkur afskaplega traustur maður, hann lagði málin alltaf vel niður fyrir sér, var stefnu- fastur, vandaði til allra verka og tók fulla ábyrgð á störfum sín- um. Ein stutt saga lýsir Eiríki vel. Á einu af ættarmóti okkar að Hömrum vorum við að reisa stórt samkomutjald og eins og sannur byggingameistari tók Eiríkur forustuna. Er kom að því að reisa mæninn vandaðist málið, því lofthæðin var um þrír metrar. Meistarinn dó ekki ráðalaus, hann sótti góðan stiga og svipaðist síðan um í hópnum og valdi háan og grannan strák til að fara upp stigann. En áður en hann sendi hann í ferðina, fór Eiríkur yfir hvað stráksi ætti að gera og lagði honum reglunar í öryggismálum. Stiginn var síðan reistur og hélt Eiríkur við stig- ann. Fleiri komu að og vildu halda við stigann, en Eiríkur bandaði þeim frá og sagði „Ef allir halda þá heldur enginn.“ Dísa og Eiríkur voru ákaflega samrýnd og dvöldu m.a. mikið að Hömrum, þar sem þau gróð- ursettu tré og komu sér upp sumarhúsi. Í dag er þetta orð- inn fallegur og skjólgóður lund- ur. Það var öllum mikið áfall er Dísa lést aðeins 58 ára að aldri. Eiríkur syrgði hana mjög, en áfram hélt lífið og sem fyrr bjó hann í Hátúni og ræktaði sinn garð. Löng og farsæl ævi er að baki og trúi ég því að Eiríkur hafi orðið hvíldinni feginn og vonandi hefur hann fundið Dísu sína og Helgu á ný. Við Birna sendum Ingu og Palla, Sigurlínu og Sigga, Krist- ínu og Ella, Árna og Gunnu og fjölskyldum þeirra okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Eiríks Guðmundssonar. Þorsteinn Garðarsson. Segja má að kynni okkar Ei- ríks í Hátúni hafi byrjað þegar við tókum þátt í ferðalagi á veg- um ungmennafélagsins á Stokkseyri austur að Kirkjubæj- arklaustri sumarið 1952, en það var þó fyrst þegar við Þórunn konan mín fluttum ásamt börn- um okkar til Eyrarbakka árið 1957 að kynnin jukust og sam- verustundunum fjölgaði. Þá var strax farið að huga að varanlegu húsnæði fyrir fjölskylduna og leitað var til húsasmíðameistar- ans Eiríks, sem brást strax vel við og teiknaði handa okkur hús og gerðist byggingastjóri þess. Í það hús, sem við gáfum nafnið Hjallatún, fluttum við svo haust- ið 1959. Reyndar var þá ýmislegt ógert, til dæmis vantaði hurðir aðrar en fyrir útidyrum, en smátt og smátt, alltaf með að- stoð byggingameistarans, komst allt í þokkalegt stand. Þannig háttar til að Hjallatún og Hátún standa sitt hvors vegar við Tún- götuna, svo við urðum nágrann- ar í hálfa öld, börnin okkar léku sér saman og hefur vinátta þeirra staðið til þessa dags. Nágrennið við Eirík og konu hans, Vigdísi Árnadóttur, var alla tíð hið besta og meðan fjöl- skyldurnar áttu ekki sín eigin farartæki, fórum við í svokölluð hverfisferðalög á hverju sumri ásamt öðrum í nágrenninu. Gár- ungarnir kölluðu þessi gatnamót Sjálfstæðisvinkilinn, en það tók enginn nærri sér. Þessi ferðalög lifa enn í minningunni og treystu vináttubönd nágrennis- ins. Eiríkur var traustur vinur, bóngóður og gaman var að spjalla við hann um gamlar minningar frá ýmsum tímum á Bakkanum. Hann las mikið, safnaði göml- um munum og bjargaði frá glöt- un. Hann lagði sig fram um að þekkja sögu munanna og sýndi þá gjarnan með stolti og sagði þá frá. Það var mikið áfall fyrir Eirík og fjölskylduna alla, þegar Vig- dís féll frá árið 1990. Vigdís var hlý kona og skynsöm, lifði fyrir sína nánustu og var mikil hús- móðir og manni sínum meira en hálft lífið. Þau hjón ferðuðust mikið saman, ekki síst um óbyggðir Íslands. Eiríkur bjó í Hátúni allt þar til hann þurfti aðstoðar við og fór þá til dvalar á Dvalar- heimilið Sólvelli á Eyrarbakka. Hann lést á nýjársdag síðastlið- inn. Börnum og öðrum aðstand- endum Eiríks vil ég færa inni- legar samúðarkveðjur frá fjöl- skyldunni frá Hjallatúni. Óskar Magnússon. Eiríkur Guðmundsson Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Hinsti vilji Hver er vilji þinn varðandi skipulag og fyrirkomu- lag útfarar, þ.e. hinsti vilji. Við bjóðum þér til samtals um það sem er þér mikilvægast við lífslok þín. Viljayfirlýsing þín verður eftirlifendum mikilvægt leiðarljós. Samtalið og varðveisla upplýsinga er þér að kostnaðarlausu. Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Elín Sigrún Jónsdóttir, lögfræðingur Útfararstofa kirkjugarðanna Útfarar og lögfræðiþjónusta

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.