Morgunblaðið - 14.01.2017, Síða 34

Morgunblaðið - 14.01.2017, Síða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017 ✝ Jón ÓlafurKjartansson fæddist 10. júlí 1930 að Oddsstöð- um í Vestmanna- eyjum. Hann lést 13. desember 2016. Foreldrar hans voru Helga Jóns- dóttir, f. 18. júlí 1902 á Siglufirði, d. 29. desember 1949 í Vestmannaeyjum, og Kjartan Ólafsson, f. 17. sept- ember 1894 í Reykjavík, d. 3. ágúst 1960 í Vestmannaeyjum. Kona Jóns var Sigríður Ang- antýsdóttir, f. 1. apríl 1932 í Vinaminni í Vestmannaeyjum, d. 18. desember 1983. Börn þeirra: 1) Einar Gylfi Jónsson, f. 1. september 1950 í Vestmannaeyjum. Dætur hans eru Anna Bentína, Ástríður. Fyrri kona Einars Gylfa var Guðrún Jóhannsdóttir, börn þeirra eru Atli Freyr, og Hjalti Már. Kona Einars Gylfa er Ingi- björg Pétursdóttir. Börn þeirra eru, Pétur og Sigríður Margrét. 2) Kjartan Jónsson, f. 5. október 1952 í Vestmannaeyjum, fyrri Jóhanna Ýr Jónsdóttir, f. 25. nóvember 1974 í Vest- mannaeyjum. Dætur hennar eru Heba Sigríður og Margrét, sem hún gaf hjónunum Guðnýju Ingvarsdóttur og Erni Braga Tryggvasyni til ættleiðingar. Eiginmaður Jóhönnu Ýrar er Halldór Hrafn Gíslason, börn þeirra eru Gísli Hrafn og Sig- rún Ýr Halldórsdóttir. Jón ólst upp í Vestmannaeyj- um og bjó þar alla sína ævi ef undan eru skildir nokkrir mán- uðir sem fjölskyldan bjó í Ölf- usborgum 1973 vegna eldgoss- ins í Eyjum. Hann var vélstjóri að mennt og vann lengst af við það á sínum yngri árum bæði til sjós og lands. Auk þess þá var hann fiskimatsmaður og stund- aði almenna verkamannvinnu eftir því sem til féll. Jón var kosinn formaður Verkalýðs- félags Vestmannaeyja árið 1972 og gegndi því starfi í rúmlega aldarfjórðung eða allt til ársins 1999. Hann lét sig mikið varða og studdi vel við baráttu far- andverkafólks fyrir bættum kjörum og aðbúnaði. Hann var líka í stjórn Verkamannasam- bandsins um árabil og í forystu um uppbyggingu og fram- kvæmd fræðslu fyrir fiskverka- fólk. Útför Jóns fer fram frá Landakirkju í dag, 14. janúar 2017, klukkan 13. kona hans var Re- bekka Benedikts- dóttir, börn þeirra eru Jón Ólafur, Ester, Margrét Rósa, Þórólfur Benedikt og Eyþór. Sambýliskona Kjartans er Regína Eiríksdóttir. 3) Helga Jónsdóttir, f. 11 ágúst 1955 í Vestmannaeyjum, gift Arnóri Hermannssyni, börn þeirra eru Gyða, Davíð, Aron, Orri og Örvar. 4) Ástþór Jóns- son, f. 26. ágúst 1957. Dóttir Ástþórs er Ásta Steinunn. Kona Ástþórs er Ágústa Hafsteins- dóttir, börn þeirra eru Sigríður Helga, og Arna Hlín. 5) Heimir Jónsson, f. 13. desember 1963 í Vestmannaeyjum. Dóttir hans er Margrét Ósk. Fyrri kona Heimis var Þórdís Karla Grett- isdóttir, börn þeirra eru Grett- ir, Oddný Heimisdóttir, stjúp- dóttir Heimis og dóttir Þórdísar er Sigrún Ýr Kristjánsdóttir. Kona Heimis er Anna María Ólafsdóttir, börn þeirra eru Ró- bert Snær og Heiðný Embla. 6) Nú eru kaflaskil. Þegar foreldr- ar deyja fer maður ósjálfrátt að líta til baka, rifja upp og velta fyrir sér hver foreldri manns var í raun og veru. Undanfarið hef ég lagst í smá rannsóknarvinnu og skoðað gamlar myndir og blaðaúrklippur af pabba. Hann var formaður Verkalýðsfélags Vestmannaeyja í rúmlega þrjátíu ár og því er af nógu að taka. Hann var harður í horn að taka en atvinnurekendur hafa þó sagt mér að hann hafi allt- af reynt að vera málefnalegur. Fjölda yfirvinnubanna og verk- stöðvunar má sjá í blöðunum á tímabili, og ég veit að bróðir minn, sem þá vann í fiski, fékk nú stund- um að finna fyrir því að vera sonur Jóns Kjartanssonar í þessum deil- um. Pabbi var sá fyrsti til að vekja máls á veikri stöðu farandverka- manna. Hann stóð að námi fyrir fiskvinnslufólk, sem ég get stolt sagt að ég hef lokið og er því sér- hæfð fiskvinnslukona. Hann lét ágóða af 1. maí kaffi- og merkja- sölu renna til fatlaðra og var fyrsti formaður stjórnar um Verndaðan vinnustað þegar hann var stofn- aður sem síðar varð Heimaeyjar- kerti – ég man eftir ferð til Borg- undarhólms að skoða kertaverksmiðjur, það var meira spennandi en það hljómar. Það muna fáir af verkafólki í dag eftir hve ötullega pabbi barð- ist fyrir réttindum þeirra. Hvað þá verkakonurnar, en hann hafði stórar áhyggjur af réttindum þeirra sérstaklega. Tímarnir eru aðrir og mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og margt telst sjálfsögð réttindi í dag sem voru ekki þá. En einhver barðist jú fyr- ir þeim fyrst. Það sem pabbi kenndi mér var að ég mætti hafa skoðun, en ég varð að geta rökstutt hana. Stund- vísi væri mikilvæg því það væri dónaskapur að láta aðra bíða eftir sér. Ef þú sérð eitthvað sem þú veist að er rangt þá áttu að segja frá, sérstaklega ef einhver minni- máttar á í hlut, þeir geta ekki allt- af svarað fyrir sig. Ef þú gerir eitt- hvað áttu að gera það vel. Hann kveikti líka áhuga minn á tónlist og sögu og er líklega stór ástæða fyrir því að ég fór í sagn- fræði. Ég á líka stórskemmtilega minningu af matarboði með Gvendi Jaka, sem er frásögn út af fyrir sig. Við pabbi hlógum þegar við átt- uðum okkur á því að við enduðum alltaf á að tala um pólitík þegar við hittumst, síðasta myndin sem var tekin af okkur saman var á risa- mótmælunum við Austurvöll. Síð- asta daginn hans gerðist það að sjálfsögðu. Ég sótti hann og var varla búin að keyra út af bílastæð- inu þegar við vorum farin að tala um stjórnmál. Því er kannski við- eigandi að enda þessi orð á vanga- veltum um hvort honum myndi hugnast þessi nýja ríkisstjórn sem orðin er. Ég efast um það, því eins og hann ritaði sjálfur í grein eitt sinn: „Þegar kemur til þess að skipta þjóðarkökunni, er betra að sá, er á hnífnum heldur, sé hlynntur launafólki.“ Ég er stolt af pabba mínum. Hann var ekki allra en hann þorði að vera verkalýðsleiðtogi í bæ sem er þekktur fyrir allt annað en vinstrisveiflu. Það krefst hugrekk- is. Ég kveð hann og þakka honum fyrir allt sem hann kenndi mér. Ég gleymi aldrei kveðjuknúsinu hans á morgnana. Jóhanna Ýr Jónsdóttir. Elsku Jón afi. Það var erfitt símtalið sem ég fékk frá pabba, þegar hann færði mér fréttir af óvæntu andláti þínu, ég var að tala um það bara í sömu viku hvað ég var spennt að komast heim um jólin og kíkja í spjall til þín. Þó að sambandið á milli okkar hafi ekki alltaf verið gott er ég svo ótrúlega fegin því að hafa ræktað sambandið okkar vel núna síðast- liðin ár. Minningarnar sem ég á um þig eru margar og skemmtilegar. Ég man alltaf að á aðfangadag þá komstu með afmælispakka til mín ásamt jólapökkum, afmælis- pakkarnir frá þér voru alltaf þeir skemmtilegustu eitthvað sem ég gat dundað mér við yfir daginn til að dreifa huganum. Nýrri minningar frá því í vor þar sem við ásamt Sísí, Jóhönnu Ýr og Halldóri mættum til að mót- mæla ruglinu sem er í gagni í þjóðfélaginu og þú mættur með pott og sleif til að láta í þér heyra fyrir framtíð afkomenda þinna. Þá var ég svo sannarlega stolt af því að vera barnabarn þitt. Þú varst ótrúlega flottur maður með sterka réttlætiskennd og sterkar skoðan- ir á hlutum sem skipta máli og undan þér hafa komið ótrúlega flottar baráttukonur og baráttu- menn. Fallegasta minningin er líklega sú að alltaf þegar það sló á þögn herbergið þar sem áður var mikið spjall þá notaðirðu danska orða- tiltækið „Der gik en engel gennem stuen“ eða það gekk engill í gegn- um stofuna. Í hvert skipti hér eftir þegar það slær á þögn í herbergi sem áður var fullt af talandi fólki þá á ég eftir að hugsa til þín, elsku afi minn, engillinn minn. Þín Arna Hlín. Elsku yndislegi afi minn. Það er svo erfitt að trúa því að þú sért dáinn. Þetta er svo sárt, og svo óvænt. Þú varst svo hress og mik- ill töffari. Þegar ég sit hér og hugsa til þín, þá er mér efst í huga þakklæti og kærleikur. Ég á svo margar skemmtilegar minningar sem ég get yljað mér við. Ógleymanleg er Danmerkur- ferðin með þér ömmu og Jóhönnu Ýr. Þegar þú skelltir þér í rútu- ferð með mig og Jóhönnu Ýr í Legoland, einn með okkur skott- urnar af því að amma var slöpp. Þú varst samt ekkert allt of glaður með mig þegar ég tilkynnti þér að það hefði gerst „slys“ í miðri rútu- ferð. En mikið erum við búin að hlæja af þeirri minningu í gegnum árin. En það hefur líka alltaf fylgt sögunni að sjarmörinn og mynd- arlegi maðurinn var allt í einu kominn með allar konurnar í rút- unni til að hjálpa honum með barnabarnið. Ég hef alltaf verið svo stolt af því að geta sagt að Jón Kjartans verkalýðsforingi sé afi minn. Ég hlakkaði alltaf til að koma til Eyja og fara beint í heimsókn til þín nið- ur á Verkalýðsskrifstofu. Knúsa þig, finna góðu afalyktina, finna hlýja augnaráðið þitt og hlæja að lúmsku bröndurunum þínum. Ég var líka svo stolt af því hvað þú varst tæknivæddur, þér fannst allt sem viðkom tölvum mjög skemmtilegt og merkilegt. Það var svo gaman að tala við þig í víd- eóspjalli í gegnum netið, ég á mörg skjáskot af okkur, svip- brigðin okkar eru algjörlega frá- bær, auðvelt að sjá hvað við skemmtum okkur vel. Elsku afi, nú er ég á leiðinni til Eyja og skrítið að hugsa til þess að ég eigi ekki eftir að fá afa knús, við eigum ekki eftir að brosa til hvors annars með pírðu augunum okkar, þetta er svo óraunverulegt. Ég vil trúa því að núna eftir öll þessi ár ertu komin til ömmu, ég get rétt ímyndað mér að það hafi orðið fagnaðarfundir. Afi, ég elska þig, Jón Ólafur Kjartansson ✝ IngibjörgMagnúsdóttir fæddist 20. júlí 1923. Hún lést 1. janúar 2017. Foreldrar: Ragn- heiður Jónsdóttir, f. 22.12. 1901, d. 12.8. 1971, og Magnús Þorvarð- arson, f. 6.7. 1895, d. 27.2. 1926. Systkini: Björg- vin Magnússon, f. 1921, d. 1990, Vigdís, f. 1924, d. 1925, Magndís Ragna Pálsdóttir, f. 1931, og Ester Arilíusardóttir, f. 1941. Maki: Ástmundur Sæmunds- son, f. 23.10. 1910, d. 28.7. 1985. Börn þeirra eru: 1) Ástríður, f. 1938, d. 2013. Maki Ársæll Guðmundsson, börn þeirra eru a. Guðmundur, f. 1962, hans börn eru Rúnar, f. 1985, Ársæll, f. 1987, og Ásta Björk, f. 1991. b. Ingibjörg, f. 1964, hún á Örvar, f. 1987, og Nikulás, f. 2000, Örv- ar á Harald Aron, f. 2011, og Brynju Sif, f. 2013. c. Jón Ásti , f. 1971. d. Magnús, f. 1975, dætur hans eru Veronika, f. 2000, Hanna Karitas, f. 2003, og Ragnheiður, f. 2009. 2) Magnea Ragnheiður, f. Ingibjörg fæddist í Mið-- Meðalholtum í Gaulverjabæj- arhreppi. Hún missti pabba sinn þriggja ára og fór Ragnheiður móðir hennar í kaupamennsku að Sandvík í Sandvíkurhreppi og þar ílengdist Ingibjörg þegar Ragnheiður fór til annarra starfa. Ingibjörg ólst þar upp og gekk í skóla á Selfossi. Ingibjörg og Ástmundur giftu sig 4. jan- úar 1942. Þau hófu búskap á Stokkseyri og fluttu síðan að Eystri-Grund í Stokkseyrar- hreppi. Árið 1985 fluttu þau hjónin í Íragerði 11. Þegar þau höfðu búið þar í eina viku varð Ástmundur bráðkvaddur heima. Þaðan flutti Ingibjörg á Sólvelli á Eyrarbakka þá 83 ára og bjó þar til dauðadags. Þegar barnauppeldinu lauk fór hún út að vinna og vann í Hraðfrystihúsi Stokkseyrar og þegar fyrirtækið flutti til Þor- lákshafnar og varð Árnes fór hún þangað og vann þar til rúm- lega sjötugs. Ingibjörg lærði á bíl rúmlega fimmtug og sumarið 2015 rétti hún tengdasyni sínum bíllyklana og sagðist vera hætt að keyra, þá 92 ára. Ingibjörg prjónaði mikið alla tíð, hún var virk í starfi aldraðra á Stokkseyri og félagi í Kvenfélagi Stokkseyrar um langt árabil. Útför Ingibjargar fer fram frá Stokkseyrarkirkju í dag, 14. janúar 2017, og hefst kl. 15. 1945. Maki Ingimar Þorbjörnsson. Börn þeirra eru a. Ingi- gerður, f. 1965, börn hennar eru Ingunn, f. 1987. Ægir, f. 1991, Guð- mundur Ingi, f. 1997, og Ingimar, f. 2000. Ingunn á Arnar Magna, f. 2016, og Ægir á Hjálmar Guðjón, f. 2012. b. Bjarni, synir hans eru Heiðar Snær, f. 2004. Bjarni Valur, f. 2006, og Brynjar Ingi, f. 2011. 3) Sæmundur, f.1949. 4) Sig- ríður, f. 1954, maki Sigmar Ei- ríksson, þeirra börn eru a. Ást- mundur, f. 1975, hans börn eru Adam Sebastian, f. 1998. Sigríð- ur, f. 2004, og Guðmunda, f. 2011. b. Arnar, f. 1976, hans börn eru Silvía Dís, f. 2005. Em- ilíana Lárey, f. 2008. Einar Örn, f. 2011, og Eiríkur Hrafn, f. 2014. c. Eiríkur, hans dóttir er Linda Bíehl, f. 2016. d. Bylgja, f. 1991. 4) Sævar, f. 1961. Hans börn eru Hafþór Ari, f. 1985. Ástþór Ingi, f. 1993. Gunnþór Tumi, f. 1996, og Arndís Ósk, f. 2007. Ömmur eru englar í dulargervi og átti það svo sannarlega við hana Imbu ömmu. Alltaf hugsaði hún um okkur eins og við værum konungar því við vorum „elsku hjartans gullin hennar“. Alltaf var gaman að koma í heimsókn til hennar og voru þær ferðir æði margar. Þar tók hún á móti okkur og bauð alls kyns góðgæti, gamalt konfekt sem við fengum aldrei nóg af, kjötbollum og pönnukök- um í hundraðavís. Þegar við bræð- ur gistum inni í þorpi hjá ömmu var alltaf boðið upp á kokkteil- ávexti með miklum rjóma og sjón- varpsgláp út í eitt. Þessar gæða- stundir með ömmu er þær stundir sem við eigum eftir að sakna. Amma varði með okkur jólunum ár eftir ár hjá pabba á Grund og alltaf komu frá henni yndisleg gullkorn sem við gleymum seint: „Þið verðið alveg eins og hann pabbi ykkar – svona vitleysingar,“ en þetta sagði hún þegar henni blöskraði fíflagangurinn í okkur. Alltaf var Imba amma svo þakklát og ánægð með að eyða með okkur jólunum en sagði alltaf þegar hún fór: „Þetta eru nú sennilega þau síðustu,“ en þetta sagði hún alla- vega í 10 ár en kom alltaf aftur. Umhyggjusamari konu var erfitt að finna og vildi hún allt fyrir okk- ur „elsku hjartans kornin sín“ gera. Við bræður erum svo lán- samir að eiga fullt af fallegum og skemmtilegum minningum um hana Imbu ömmu sem munu um ókomna tíð gleðja okkur og aðra því hún var alltaf svo hress og kát. Elsku amma, minningin um þig lifir. Ástþór Ingi og Gunnþór Tumi Sævarssynir. Ein af fyrstu minningum mín- um um ömmu er þegar ég er lítil á Eystri-Grund og mamma og pabbi víðs fjarri, líklega að eiga annan hvorn yngri bræðra minna. Amma kemur út á hlað og kallar „matur“, ég fer af stað heim, beina leið út að hliði, því mér þótti maturinn hjá ömmu vondur – og reyndar mat- urinn hjá öllum, því ég var mikill gikkur. Svo var ég bara sótt þegar allir voru búnir að borða og amma gaf mér eitthvað mikið betra en það sem var í matinn. Ég minnist þess samt ekki að hafa athugað hvað var í matinn áður en ég fór. Svona var amma, vildi aldrei hafa nokkurn mann svangan. Amma hét líka Arndís að fyrra nafni en notaði það aldrei. Eitt sinn þegar ég kom til hennar í Íra- gerðið sagði hún að það hefði hringt til sín maður og spurt hvort Arndís væri heima, hann væri að vinna eitthvað með ættfræði. Amma sagði nei, hér býr engin Arndís en fattaði um leið og hún hafði lagt símtólið á að það var hún sjálf sem spurt var um og þegar Arndís Ósk frænka var skírð var ekki laust við að hún yrði stolt í hjartanu yfir nöfnu sinni. Eftir að ég flutti á Stokkseyri var ég að bera út póstinn um ára- bil og kom þá alltaf við hjá ömmu. Þá varð amma ekki lengur bara amma mín heldur líka vinkona og við gátum talað um allt milli him- ins og jarðar. Þarna sat ég og þáði kaffi og með því sem yfirleitt var jólakaka og eitthvert bakkelsi. Einu sinni man ég eftir að Jón Ásti bróðir kom í heimsókn þegar ég var að borða jólakökuna góðu. Amma verður himinlifandi og seg- ir: „Ertu kominn, elsku hjartað,“ stormar inn í herbergi og sækir konfekt handa honum. Við hlógum lengi að þessari mismunun en mér þótti vænt um að amma leit ekki lengur á mig sem gest heldur dag- lega rútínu. Mér er það minnisstætt að þeg- ar amma gaf okkur systkinunum gjafir, hvort sem það voru afmæl- isgjafir eða jólagjafir, stórar eða smáar, þá sagði hún alltaf: „Fyr- irgefðu nú þetta smáræði“ þegar hún afhenti þær. Svo sagði hún aldrei umslag heldur konfilukt. Sumt bara skilur maður ekki. Pabbi sagði mér um daginn að þegar hann hitti ömmu fyrst hefði hann komið heim að Grund og ver- ið að sækja mömmu sem ungur maður. Amma var úti á hlaði og pabbi segist vera kominn að hitta hana Ástu. „Hana Ástu mína,“ segir amma. „Átt þú hana?“ segir pabbi því hann hélt hún væri dótt- ir Ástu á vestari bænum. „Já, það hefði ég nú haldið,“ segir amma og snýr heldur betur upp á sig, í því kemur mamma út og þau fara. Mikið er ég fegin ömmu að hafa ekki rekið strákinn burtu, en þeim var alltaf vel til vina, ömmu og pabba, og hann var duglegur að rúnta með hana eftir að hún hætti að keyra sjálf enda sagðist hún sjá svo vel umhverfið þegar hún væri ekki sjálf að keyra. Ég kom stundum til hennar á Sólvelli og við gátum eytt miklum tíma í að ræða prjónaskap og handavinnu því þar áttum við sameiginlegt áhugamál. Á Sólvöll- um fannst ömmu mikið gott að vera og á starfsfólkið á Sólvöllum miklar þakkir skilið fyrir góða umönnun og gott viðmót. Elsku amma, takk fyrir allt og knúsaðu mömmu þegar þið hittist. Ingibjörg Ársælsdóttir. Elsku Imba amma. Það er sárt að missa þig en gott að vita að nú ert þú í öruggum höndum hans afa Ása á næsta við- komustað. Það sem fyrst kemur upp í hug- ann þegar við hugsum til þín er hlátur og glaðlyndi. Þú varst af- skaplega ljúf og góð kona og ótrú- lega nægjusöm. Undantekningar- laust gafst þú frá þér mikla ást og kærleik og tókst á móti okkur með faðmlagi og koss á kinn. Prjóna- skapur var þínar ær og kýr og átt- um við alltaf nóg af sokkum og vettlingum sem þú hafðir galdrað fram með prjónunum þínum. Þeg- ar þú og afi áttuð heima á Grund og við komum í heimsókn var ým- islegt góðgæti á boðstólnum, kök- ur, brjóstsykur og konfekt og allt- af fórum við heim með aur í vasanum – sem afi laumaði að okk- ur. Þegar afi var látinn og þú flutt- ir á Stokkseyri var áfram sama hlýjan þegar við komum í heim- sókn. Þú tókst á móti okkur með gleði í hjarta og bros á vör og alltaf svo ánægð og þakklát að fá okkur í heimsókn, allt fram til síðustu daga þinna hér á jörð. Elsku fal- lega amma okkar. Takk fyrir allar þær frábæru minningar sem þú gafst okkur. Þú verður ávallt mik- ilvægur hluti af lífi okkar og er stór hluti af hjörtum okkar tileink- aður þér. Við minnumst þín með gleði í hjarta því þú varst alltaf svo yndisleg, hress og kát. Hvíl í friði. Þín barnabörn. Ástmundur, Arnar, Eiríkur og Bylgja. Mín góða frænka, hún Imba á Grund kvaddi þetta líf á nýárs- dagsmorgun þá 93 ára gömul eftir veikindi undanfarna mánuði. Elsku Imba, 93 ár er langur tími, en langlífi er í ættinni og amma þín, hún Vigdís Magnúsdóttir, varð tæplega 103 ára svo ég hélt að þú ætlaðir að verða svo gömul því þú varst svo lengi hress. Þú varst líka alltaf svo dugleg og já- kvæð. Skelltir þér í að læra á bíl þegar þú varst orðin rúmlega fimmtug og keyrðir fram á síðasta ár. Hvert fór ég þegar ég missti Hörð minn, jú, þá lá leiðin til henn- ar Imbu, þangað gat ég komið og við talað saman um karlana okkar sem voru báðir farnir og um allt sem okkur lá á hjarta. Svo tókum Ingibjörg Magnúsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.