Morgunblaðið - 14.01.2017, Page 36

Morgunblaðið - 14.01.2017, Page 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017 ✝ Kristín Harð-ardóttir fædd- ist í Reykjavík 13. maí 1945. Hún lést í Stykkishólmi 8. janúar 2017. Foreldrar Krist- ínar voru Hörður Ólason, f. 29. nóv- ember 1916, d. 28. október 2001 og Sigrún Margrét Vilhjálmsdóttir, f. 17. apríl 1920, d. 25. nóvember 1974. Kristín átti þrjá bræður: Jóhann, f. 6. júní 1941, Ásmund- ur, f. 16. mars 1944, Gunnar, f. 16. janúar 1954. Kristín eign- aðist tvær dætur með fyrri eig- inmanni sínum Grétari Kérúlf Ingólfssyni, f. 3. febrúar 1945: 1) Guðrún Margrét, f. 18. desem- ber 1964, börn hennar með fyrr- verandi eiginmanni Sæmundi Tryggva Halldórssyni, f. 21. október 1961 eru: a) Karen Rós, f. 5. janúar 1982. b) Hörður Óli, f. 20. október 1984. c) Vilborg Hrefna, f. 14. júní 1988. d) Helga Rut, f. 11. apríl 1991. 2) Kol- brún, f. 8. september 1969, börn hennar með fyrrverandi sam- býlismanni Kristjáni Magna Oddssyni, f. 27. september 1966, eru: a) Eva Kristín, f. 7. janúar 1988. b) Ingólfur Örn, f. 20. júlí ember 1998. b) Heiðbrá Ósk, f. 1. október 2006. 6) Stefán Már, f. 27. ágúst 1979, dóttir hans með fyrrverandi eiginkonu Vildu Ro- senblad, f. 28. mars 1980, er Charlize Signý, f. 12. apríl 2001. Kristín og Sigurður tóku einnig að sér og ólu upp sem sín, systurbörn Sigurðar sem þá voru 9 og 5 ára gömul: 7) Júlíus Sigmar, f. 25. ágúst 1968, börn hans og eiginkonu hans Örnu Svansdóttur, f. 23. janúar 1970 eru: a) Jóhann Svanur, f. 20. ágúst 1987, d. 1. mars 2016. b) Linda Ósk, f. 20. ágúst 1987. c) Hugrún Lind, f. 28. júní 1990. 8) Jóhanna Kristín, f. 23. ágúst 1972, börn hennar og unnusta hennar Ágústs Jónssonar, f. 16. ágúst 1968, eru: a) Daníel Jó- hann, f. 6. júní 1993. b) Guðbjörg María, f. 21. október 1995. c) Al- exander Freyr, f. 9. febrúar 2006. Langömmubörn eru orðin 15 talsins. Kristín var virk í íþróttastarfi á yngri árum og varð meðal annars Íslandsmeistari í lang- stökki, keppti í handbolta með Breiðabliki og Ármanni og spil- aði með landsliðinu. Hún útskrifaðist úr Hús- mæðraskólanum á Laugarvatni árið 1963 og vann ýmis störf til lands og sjávar á ævinni. Hún vann alla tíð við hlið eiginmanns síns við fyrirtækjarekstur hans. Þau hjónin fluttust aftur í Stykkishólm 2012. Útför Kristínar fer fram frá Stykkishólmskirkju í dag, 14. janúar 2017, klukkan 14. 1990. Sambýlis- maður Kolbrúnar er Jóhann Alberts- son, f. 24. júlí 1958. Árið 1976 giftist Kristín eftirlifandi eiginmanni sínum Sigurði Stefáni Júl- íussyni, f. 11. sept- ember 1942, dætur Sigurðar af fyrra hjónabandi og stjúpdætur Krist- ínar eru: 3) Kristín Viktoría, f. 10. febrúar 1963, synir hennar og eiginmanns hennar Brian Douglas Rose, f. 11. júlí 1960, d. 20. júlí 2016, eru: a) Robert Thomas f. 21. mars 1991. b) Pat- rick Brent, f. 14. apríl 1995. 4) Kolbrún Hildur, f. 20. febrúar 1968, sonur hennar með fyrr- verandi sambýlismanni Sigurði Baldri Magnússyni, f. 10. apríl 1967, er Konráð Ingvi, f. 18. ágúst 1988. Núverandi sam- býlismaður hennar er Rúnar Sigurbjartsson, f. 27. júní 1964, og er sonur þeirra Ingólfur, f. 4. september 1998. Saman eignuðust Kristín og Sigurður tvo syni: 5) Sigurður Ingvar, f. 19. apríl 1977, börn hans og eiginkonu hans Hall- dóru Guðrúnar, f. 30. apríl 1976, eru: a) Sævar Ingi, f. 3. sept- Stína amma hefur alltaf ver- ið mikill klettur í lífi okkar systkinanna. Það var alltaf hægt að treysta á hana, hún kunni allt og var alltaf með allt á hreinu. Við fjölskyldan og vinir hennar vorum alltaf í fyrsta sæti, sama hvað. Við Eva Kristín og Ingólfur vorum ótrú- lega heppin að alast upp með ömmu og afa í nálægð við okk- ur, það voru forréttindi að fá að eyða miklum tíma með þeim og amma gerði allt fyrir okkur. Jafnvel of mikið stundum. Við geymum ótal margar minning- ar í hjörtum okkar. Um það bil 25 dásamleg jól, jólaboð og aðr- ar fjölskyldustundir, afmæli, sumarbústaðaferðir og síðast en ekki síst þessar hversdags- legu stundir sem voru okkur svo mikilvægar. Í seinni tíð reyndum við að gefa henni til baka og það voru ófáar hringingar vegna tækni- legra erfiðleika. Þá var nú bara best að setjast upp í bíl og keyra yfir í hólminn því eins og allir vita var það ekki sterkasta hlið hennar ömmu að bíða og það skiljum við systkinin vel þar sem við erum bæði mjög lík henni. Amma var hlý kona með sterka réttlætiskennd. Hún var með stórt hjarta og ekki mikið minna keppnisskap. Það mátti ekki mikið hjálpa henni ömmu, því hún var sko með allt á hreinu og gat allt. Sterkari ein- stakling finnum við ekki og það fengum við öll að sjá á hennar síðasta ári þegar hún tókst á við erfiðan sjúkdóm. Alltaf var bjartsýnin, viljinn og trúin til staðar. Hún er okkar helsta fyrirmynd og við höfum reynt að tileinka okkur margt ef ekki allt úr hennar fari og lífi. Við erum stolt af því að líkjast henni og berum höfuðið hátt sem barnabörn Kristínar Harð- ardóttur. Þín verður sárt sakn- að, elsku amma, og við verðum þér ævinlega þakklát. Minn- ingu þinni munum við halda á lífi og segja börnum okkar sög- ur af ömmu Stínu. Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. Leiddu svo ömmu góði guð í gleðinnar sælu lífsfögnuð, við minningu munum geyma. Sofðu svo amma sætt og rótt, við segjum af hjarta góða nótt. Það harma þig allir heima. (Halldór Jónsson frá Gili) Þín barnabörn, Eva Kristín, Ingólfur Örn, makar og börn. Elsku amma okkar. Niður kinnar okkar renna tár, tár sorgarinnar, tár sökn- uðar, tár ástar og væntum- þykju en jafnframt tár þakk- lætis, það er erfitt að trúa því að þú sért farin en við vitum vel að þú ert komin á betri stað og líður mun betur. Við erum rosalega þakklát fyrir það að hafa fengið að hafa þig hjá okk- ur þann tíma sem okkur var gefinn, að hafa fengið að njóta þeirrar ástar og umhyggju sem þú gafst okkur. Þakklát fyrir þær minningar sem þú bjóst til með okkur bæði frá barnæsku og til dagsins sem þú kvaddir, jóladagur á Borgarflötinni, kvöldkaffi, myndbandsspólurn- ar sem voru sendar til okkar því við vorum ekki með Stöð 2, bústaðaferðirnar, tjaldútileg- urnar, veislurnar, ömmusullið svo eitthvað sé nefnt. Síðast en ekki síst erum við svo þakklát fyrir það að hafa átt jafn ynd- islega, hjartahlýja, góða og fal- lega konu sem þig fyrir ömmu. Amma var kona sem alltaf var til staðar, yndisleg og falleg kona með stórt hjarta úr gulli. Hún hugsaði vel um sína og lét sig aldrei vanta þegar kom að einhverju tengdu fjölskyldunni. Amma var mikil fyrirmynd og er hvergi hægt að finna sterk- ari eða baráttumeiri konu en hana. Tárin streyma niður á kinn, elsku engillinn minn. Amma mín þú fórst okkur frá, en betri stað þú komin ert á. Söknuðurinn er sterkur, í sálum okkar nú er verkur. Við allt viljum þakka, amma mín, indæl og blíð faðmlög þín Vakir þú yfir okkur, amma mín, við elskum þig af öllu hjarta, Kveðja, barnabörnin þín, Karen Rós, Hörður Óli, Vilborg Hrefna, Helga Rut og fjölskyldur. Nú er lokið hetjulegri bar- áttu vinkonu okkar, Kristínar Harðardóttur, við illvígan sjúk- dóm sem kom í ljós fyrir fáein- um misserum. Tekist var á við verkefnið með sömu einurð og ákveðni og einkenndi hana alla sína tíð, þó svo að að þessu sinni hafi orðið að lúta í lægra haldi. Kynni okkar hófust haustið 1972 þegar Stína, eins og hún var kölluð í daglegu tali, flutti til Stykkishólms með fjöl- skyldu sína. Síðan þá hefur ver- ið nánast óslitinn kunnings- skapur og vinskapur gegnum þykkt og þunnt. Um árabil var hún starfsmaður Sæferða ehf. sem undirritaður veitti for- stöðu. Þar sinnti hún þá ýmsum störfum, aðallega við fram- leiðslustörf og við skipulagn- ingu í veitingaþjónustu fyrir- tækisins. Síðast í þjónustu Sæferða vann hún sem lager- og birgða- stjóri ásamt afgreiðslustörfum. Öllum þessum störfum sinnti hún af einstakri kostgæfni og nákvæmni og án þess að kasta rýrð á neinn verður að segjast að þessi hluti starfseminnar hafi aldrei verið í betra lagi en þegar Stína hélt utan um málin. Hún var föst á sínu og vildi að hlutirnir væru í lagi og því var líka hægt að treysta. Þegar eitthvað hefur farið úrskeiðis hjá fyrirtækinu í þessum mál- um eftir að Stína hætti hefur viðkvæðið verið „nú vantar Stínu“. Auk þessarar vinnu- tengdu samveru hefur verið góður vinskapur gegnum tíðina við þau hjón Sigga Júl og Stínu og margra ánægjustunda að minnast og fyrir það erum við þakklát. En nú er komið að leiðarlokum hjá Stínu og við sem eftir sitjum minnumst hennar með þakklæti. Við Svana vottum Sigga og allri fjölskyldunni okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að halda verndarhendi sinni yfir þeim öllum í sorginni. Pétur og Svanborg. Kær skólasystir og vinkona sem við munum ætíð minnast með virðingu og hlýhug er fall- in frá. Við vorum 38 frískar stelpur sem mættum á haust- dögum 1962 í Lindinni Hús- mæðraskólanum á Laugarvatni til að læra að verða fyrirmynd- arhúsmæður, þetta var lær- dómsríkur og skemmtilegur Kristín Harðardóttir ✝ SigurðurHannesson Árnason fæddist 16. júní 1926. Hann lést á dvalarheim- ilinu Uppsölum, Fáskrúðsfirði, 3. janúar 2017. Hann var sonur hjónanna Árna Einarssonar og Þórdísar Sig- urbjargar Hann- esdóttur sem bjuggu lengst af á Hólalandi í Borgarfirði eystra. Árni og Þórdís eignuðust þrett- án börn og var Sigurður sjötti í aldursröðinni. Fjögur þeirra lifa bróður sinn. Systkinin eru, talin í aldursröð: 1) Hannes Guðmundur, f. 15.8. 1918, d. 2001. 2) Valborg, f. 9.9. 1919, d. 1978. 3) Guð- björg Sigríður, f. 9.3. 1921, d. sama ár. 4) Ingibjörg, f. 20.7. 1922, d. 2008. 5) Einar, f. 30.11. 1924, d. 2004. 6) Sigurður Hannesson, f.16.6. 1926, d. 2017. 7) Tryggvi Þór, f. 18.1. tekna. Sigurður hafði alla tíð mikinn áhuga á hrossum og hrossarækt og var hann liðtæk- ur við tamningar sem hann stundaði einkum framan af ævi. Eftir að hann flutti í Breiðdal- inn tók hann mikinn þátt í upp- byggingu hestamennsku, meðal annars stofnun og starfi hesta- mannafélagins Geisla. Sigurður stundaði ýmis verkamannastörf á Breiðdalsvík eftir að hann fluttist í Breiðdal en kaus helst að vinna að búskapnum í Felli, hjá Einari, bróður sínum, og fjölskyldu hans, og hafði þar bæði fé og hross. Meðal starfa utan búsins voru störf við fisk- vinnslu, svo sem síld og saltfisk. Hann var einnig um tíma starfs- maður Breiðdalshrepps, vann við girðingarvinnu fyrir bænd- ur í sveitinni og sinnti tamn- ingum . Hefðbundinn eft- irlaunaaldur þvældist ekkert fyrir honum og hélt hann áfram ýmsum störfum eftir að þeim aldursmörkum var náð. Sig- urður hélt sig nær alla ævi við Austurlandið. Fyrst í Loðmund- arfirði, þá í Borgarfirði og síð- ast í Breiðdal. Borgarfjörðurinn stóð honum næst. Útför Sigurðar fer fram frá Heydalakirkju í dag, 14. janúar 2017, kl. 14. 1928. 8) Aðalsteinn, f. 10.4. 1930, d. 2016. 9) Lára Hall- fríður, f. 20.7. 1931. 10) Friðjón, f. 30.11. 1933, d. 1991. 11) Arnþór, f. 16.9. 1935. 12) Ragnheiður Sig- urbjörg, f. 26.7. 1938, d. 2013. 13) Davíð Sæberg, f. 15.6. 1940. Sigurður er fæddur í Neshjá- leigu í Loðmundarfirði og var tólf ára gamall þegar fjöl- skyldan flutti í Hólaland. Sig- urður bjó í foreldrahúsum á Hólalandi til fullorðinsára og bjó síðan félagsbúi með for- eldrum sínum og nokkrum bræðrum á meðan faðir hans lifði. Eftir það með bræðrum sínum, einum eða fleirum, í ýmsu formi félagsbúskapar til ársins 1972. Sigurður fór í tímabundin störf sem til féllu í sveitinni og þorpinu Bakka- gerði til þess að afla sér auka- Þeim fækkar stöðugt föður- systkinum mínum frá Hólalandi í Borgarfirði eystra. Fjögur úr þrettán systkina hópi horfa nú á bak Sigurði bróður sínum. Ég hef átt því láni að fagna að kynnast flestum Hólalands- systkinum vel en engu þó eins vel og Sigga frænda. Bæði vegna þess að þeir voru nánir pabbi og hann og svo bjó hann um árabil hjá foreldrum mínum í Felli. Okkur Sigga kom ætíð vel saman. Það var helst að hann fyndi að því hversu lítinn áhuga ég hef á hrossum og hesta- mennsku. Fannst mér illa úr ætt skotið fyrir vikið. Það var gaman að sjá hann sitja hesta sína. Þar var hann á heimavelli og naut sín, innilega stoltur ef gripurinn var góður og bar sig vel. Ég leit ávallt inn hjá Sigga í húsinu hans á Breiðdalsvík þeg- ar ég átti ferðir austur. Þá var ekki við annað komandi en að þiggja kaffi. Hann var stoltur af því að geta boðið upp á pönnu- kökur sem hann bakaði sjálfur. Ég notaði þá oft tækifærið til þess að ræða við hann um liðna daga og fékk hann til þess að leiða hugann að uppvexti sínum í Borgarfirðinum og búskapnum á Hólalandi. Þá kom vel í ljós hversu vænt honum þótti um Borgarfjörðinn og brosti hring- inn þegar hann rifjaði upp sög- ur af lífinu og fólkinu þar. Það gladdi Sigga mikið að sjá íbúðarhúsið á Hólalandi ganga í endurnýjun lífdaga í höndum okkar í Hólalandsfélaginu og vildi endilega fá að vera með þegar við komum þar saman í vinnuferðir. Fyrir nokkrum ár- um þegar við vorum þar nokkr- ir frændur saman að stússa og hann orðinn það heilsuveill að geta ekki tekið til hendinni sagði hann að það væri þó skárra en ekkert að fá að horfa á Hóllendinga vinna. Það fannst mér hrós í okkar garð. Siggi var ákafamaður til vinnu og verka. Stundum var kappið meira en forsjáin og að- gætnin. Mér er það minnisstætt þegar ég var enn í foreldra- húsum og var settur í að hjálpa honum við að kljúfa rekavið sem pabba hafði áskotnast. Siggi mundaði sleggjuna og barði ótt og títt en ég hafði það hlutverk að halda fleygunum kyrrum á meðan þeir voru að festast. Ég var þess fullviss að fá sleggjuna í hausinn eða að minnsta kosti hendurnar og var fljótur að koma mér úr færi um leið og fleygur náði að festast. En allt slapp þetta og sé haus- inn á mér í ólagi er það ekki honum að kenna. Mér þótti því gaman að sjá hversu gætinn og hugsunarsamur hann var við krakkana mína þegar þau dvöldu hjá afa sínum og ömmu í Felli. Hann vissi sem var að hættur geta víða leynst óvitum og ókunnugum og var ekki í rónni nema hann hefði þau í augsýn. Hrakandi heilsa Sigga frænda leiddi meðal annars til þess að hann átti stöðugt erf- iðara með að tjá sig með orðum. Þegar ég heimsótti hann í sum- ar var svo komið að við gátum ekki átt samtal og þótti báðum erfitt. Eftir að ég hafði romsað upp úr mér því sem nýlega hafði drifið á mína daga og minna, sátum við saman drjúg- an tíma í erfiðri þögn. Við vor- um báðir tárvotir þegar við kvöddumst en það breytir því ekki að ég sé hann fyrir mér glaðan á góðum degi segjandi sögur og fréttir úr sveitinni og af fólkinu sínu. Far vel, frændi. Árni Einarsson. Elsku Siggi frændi. Ég hélt ég yrði tilbúin þegar að þessu kæmi en áttaði mig svo á því að svo var ekki. Senni- lega er það bara alltaf þannig. Ég ætla þó að leggja sjálfselsk- una til hliðar og viðurkenna að það er ekki hægt að hafa fólkið sitt hjá sér alltaf, nema jú í hjartanu. Ég man í raun ekki eftir mér öðruvísi en að þú hafir verið svo ótrúlega stór hluti af fjölskyldunni. Afabróðir minn, en samt svo mikið meira. Ég er glöð og þakklát fyrir allar sam- verustundir okkar og að sam- skipti okkar einkenndust alltaf af virðingu og kærleik. Ég hef dáðst að æðruleysi þínu og dugnaði og það var unun að fylgjast með þér gera litla húsið þitt fínt þótt þú værir kominn af léttasta skeiði. Eins og þú sagðir sjálfur: „Einu sinni var þetta ljótasta húsið í þorpinu en nú er þetta það flottasta“ og ég held það sé nærri lagi. Ég veit að þú varst sáttur við þitt hlut- skipti og tilbúinn í ferðalagið mikla og yfir því getum við glaðst, í það minnsta þegar frá líða stundir. Ég geri ráð fyrir að þið afi Einar séuð að sjóða ykkur svið í stórum potti, já eða borða spikfeitt, saltað hrossa- kjöt. Þið getið þá ímyndað ykk- ur svipinn á mér, þann sama og ég setti upp við eldhúsborðið í Felli, þar sem þið sporðrennduð feitu kjöti eins og enginn væri morgundagurinn. Það var ekki fyrir mig og er ekki enn og verður mér hugsað til ykkar bræðra í hvert sinn sem ég kemst í tæri við slíkt. Þegar raunir þjaka mig þróttur andans dvínar þegar ég á aðeins þig einn með sorgir mínar. Gef mér kærleik, gef mér trú, gef mér skilning hér og nú. Ljúfi drottinn lýstu mér, svo lífsins veg ég finni láttu ætíð ljós frá þér ljóma í sálu minni. (Gísli á Uppsölum) Elsku Siggi frændi, takk fyr- ir að vera allt það sem þú varst mér. Hvíldu í friði. Þín, Katrín Heiða. Það blása blíðir vindar golan strýkst við kinn, kerti þitt er slökknað þig kveð í hinsta sinn, hljóma strengir þýðir, skyggja fer í sveit, því sest er sól í sæinn við þinn fagra reit. (K.E.P.) Kæri Siggi. Ég kveð þig með söknuði en jafnframt með gleði fyrir þína hönd. Ég er viss um að þú þeysir nú um grundir Sumar- landsins á gæðingi ásamt bræðrum þínum. Hafðu þökk fyrir allt. Herborg. Sigurður var fjalltraustur, heill og örlátur í vináttu og mik- ið náttúrubarn. Hann var lengi við bú í Felli með Einari, bróð- ur sínum, og Stellu eiginkonu hans og þar lágu leiðir okkar fyrst saman. Ég um ferming- araldur og stutt milli Heydala og Fells. Og þangað kom ég oft, naut gestrisni og vináttu með heimilisfólki, og ekki síður reyndust þau foreldrum mínum traust og hjálpsöm. Sigurður við eldhúsborðið, brosmildur og hress, talaði við alla, líka óreyndan unglinginn. Eitt sumar fékk ég tækifæri til þess að vinna með Sigurði við að girða í Heydölum. Það var einstakur lífsins skóli. Ég ung- ur maðurinn þurfti að hafa mig allan við til að halda í við Sig- urð. Hvert handtak og verk þekkti hann svo vel, numið frá kynslóð til kynslóðar og miðlaði Sigurður Hannes- son Árnason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.