Morgunblaðið - 14.01.2017, Síða 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017
Haustið 1987
byrjaði ég í sálfræði
í HÍ. Þórarinn var
þá í hópi lengst
komnu nemendanna. Sem fertug-
ur byrjandi bar ég takmarka-
lausa virðingu fyrir eldri ungu
nemendunum, þar á meðal Þór-
arni, við þröskuld BA-gráðunnar.
Átta árum seinna fékk ég kenn-
arastöðu í sálfræði og uppeldis-
fræði í Menntaskólanum við
Hamrahlíð. Þar sá ég Þórarin aft-
ur og leiðbeindi hann mér um
verklag sálfræðikennara í skól-
anum. Í MH kenndum við saman
í 5-6 ár. Þórarinn var einstakur
að vinna með. Ég man ekki til að
hann skipti skapi. Hann virtist
telja öll vandamál sérhönnuð til
þess að æfa sig í að finna bestu
lausnir. Frá upphafi sálfræði-
kennslu í skólanum höfðu fyrri
kennarar lagt metnað sinn í
kennsluna og þróað hana. Við
tókum því við vönduðum pakka
sem við töldum okkur engan veg-
inn mega glutra niður. Þannig
var pressa á okkur að standa okk-
ur, og unnum við því mikið og af
miklum áhuga.
Að vinna með Þórarni var ekki
bara þægilegt vegna þess hve vel
hann vann með öðrum heldur líka
skemmtilegt, því Þórarinn hafði
þessa rólegu, eitursnjöllu kímni-
gáfu. Það held ég sé sá eiginleiki
sem ég sakna mest nú þegar
hann er horfinn.
Helga, konan hans, var heldur
nær mér í sálfræðiútskriftarröð-
inni og hittumst við, þá sjaldan
hún kom í heimsókn í skólann og
líka á kennaraskemmtunum, en
oftar núna á seinni árum. Þessi
síðustu ár eru búin að vera þeim
hjónum erfið og dáist ég að dugn-
aði þeirra beggja, einkum Helgu
að styðja Þórarin í erfiðum með-
ferðum og veikindum sem ögruðu
honum hvað eftir annað að rísa
upp, þó leikurinn væri ójafn.
Fyrsta veturinn sem við
kenndum saman eignuðust Helga
og Þórarinn soninn Elías Pétur.
Sá litli kom stundum næstu 2-3
árin í vinnuna til pabba, og hlýjan
augljós milli þeirra feðga. En
sonur Helgu, Jón Orri, eldra
barnið á heimilinu, vakti ekki síð-
ur umhyggju í orðum Þórarins.
Þeir tveir voru klárlega dreng-
irnir hans. Auk þess fannst mér
Þórarinn eiga hlut í öllum sínum
nemendum. Þau fáu skipti sem
ég sá til mætti hann þeim með
einstakri ljúfmennsku og áhuga.
Ofanrituð orð eru óþarflega
mörg. Eiginmaður minn, Geir,
lýsti Þórarni gagnort um leið og
ég færði honum andlátsfregnina
seint á aðventunni: „Já, Þórarinn,
ég sakna hans, hann var alltaf svo
vinsamlegur og þægilegur.“ Sú
minning hvílir í huga okkar allra
sem þekktu Þórarin, og er grunn-
urinn undir þeim samúðarkveðj-
um sem við færum Helgu, Elíasi
Pétri, Jóni Orra, litla ManU-
manninum Jökli Mána og öðrum
ættingjum og vinum.
Guðrún Bjarnadóttir.
Fallinn er frá einstakur vinur
og kollegi, Þórarinn Viðar. Við
kynntumst Þórarni í gegnum
sameiginlegan áhuga á réttarsál-
fræði og störf okkar hjá Fangels-
ismálastofnun, stofurekstri og
öðrum sameiginlegum verkefn-
um. Frá fyrstu stundu varð mikil
vinátta meðal okkar. Þórarinn
var alltaf léttur í skapi og ávallt
tilbúinn að hlusta og leiðbeina.
Hann hafði einstaklega þægilega
Þórarinn Viðar
Hjaltason
✝ Þórarinn ViðarHjaltason
fæddist 20. júlí
1962. Hann lést 17.
desember 2016.
Útför Þórarins
fór fram 12. janúar
2017.
nærveru sem gerði
hann farsælan í
starfi. Líklega var
það viðhorf hans
gagnvart fólki sem
skipti þar mestu en
hann dæmdi aldrei
fólk og bar ávallt
virðingu fyrir því
sama hvað það hafði
áður gert. Við störf-
uðum saman á stofu
við að veita þeim
sem höfðu gerst brotlegir við lög
meðferð. Á tímabili sáum við okk-
ur sem faglegt teymi með húm-
orinn í lagi sem á sér helst hlið-
stæðu í Boston Legal-þríeykinu,
nema auðvitað sálfræðingar. Já,
við ætluðum okkur að sigra heim-
inn saman.
Skemmtilegustu stundir okkar
voru líklega þegar við vorum á
ráðstefnuflakki víða um heim.
Fyrir utan að njóta fræðslu bestu
fyrirlesara á sínu sviði nutum við
þess að borða góðan mat, drekka
góð vín og versla í „mollum og
outlettum“, einkum vestanhafs.
Oftast voru samverustundir okk-
ar þó hér heima, eftir að dagleg-
um vinnutíma lauk, og við unnum
saman við að þróa áfram mat og
meðferð bæði ungra og fullorð-
inna gerenda kynferðisbrota.
Þrátt fyrir að verkefnin hafi verið
alvarleg var þó stutt í léttleikann,
jafnvel þegar við unnum þrjú
saman, ásamt mörgum góðum
samstarfsfélögum, á Fangelsis-
málastofnun. Þar komu fram
margar frjóar hugmyndir, þeirra
best var uppfinning Þórarins á
töskudansinum víðfræga sem var
stiginn oftar en ekki á skemmt-
unum stofnunarinnar.
Við munum sakna þessara
góðu stunda með Þórarni. Við
sendum Helgu og fjölskyldu inni-
legar samúðarkveðjur, megi
minningin um Þórarin lengi lifa.
Anna Kristín,
Ólafur Örn.
Kær samstarfsmaður okkar og
vinur, Þórarinn Viðar, er fallinn
frá langt fyrir aldur fram. Með
honum er genginn ekki aðeins
öflugur fagmaður heldur líka ein-
stakur maður sem ávann sér
virðingu, traust og vinsemd sam-
ferðamanna hvarvetna sem hann
fór.
Það var okkur mikið gleðiefni
þegar Þórarinn sótti um stöðu
forstöðumanns Stuðla snemma
árs 2012. Áður hafði hann starfað
um hríð sem sálfræðingur á
Stuðlum í leyfi frá Fangelsis-
málastofnun. Enn fremur hafði
hann um árabil verið í teymi sér-
fræðinga sem veitti börnum með
sértækan vanda greiningu og við-
eigandi sálfræðimeðferð eftir til-
vísun Barnaverndarstofu. Þórar-
inn var því vel þekktur af störfum
sínum þegar hann tók við starfi
forstöðumanns Stuðla, en þar
starfaði hann fram í byrjun árs
2015. Þá þáði hann boð um að
gegna stöðu sérfræðings á
Barnaverndarstofu.
Á því árabili sem sjúkdómur-
inn miskunnarlausi herjaði á Þór-
arin sýndi hann af sér fádæma
æðruleysi. Hann gekk í gegnum
erfiðar læknismeðferðir og kom
til baka til að fást við verkefni sín
eins og ekkert hefði í skorist.
Þrátt fyrir veikindin var freist-
andi að fela honum flókin verk-
efni vegna hæfni hans og reynslu
og þannig kaus hann líka að hlut-
irnir gengu fyrir sig. Jákvætt
lífsviðhorf hans var smitandi,
hann var hlýr maður og með góða
nærveru, hógvær og lítillátur en
gat verið fastur fyrir ef því var til
að skipta. Samstarfsfólk hans átti
létt með að leita til hans, vinsam-
legt viðmót, djúp þekking og ör-
yggi virkaði eins og segull. Þór-
arinn sá gjarna skoplegar hliðar
tilverunnar og því fylgdi samveru
við hann glaðværð sem einkum
getur verið dýrmætur kostur í
starfi sem eðli máls samkvæmt
telst fremur til alvarlegri eða
jafnvel sorglegri hliða tilverunn-
ar.
Það fór ekki framhjá okkur
samstarfsmönnum Þórarins að
hann gerði sér góða grein fyrir
því sem að stefndi. Þá kom skýrt
fram hversu mikils virði fjöl-
skyldan var honum. Helga, eig-
inkona Þórarins, var sem klettur
í lífi hans eins og raunar fjöl-
skyldan öll. Gleðiblikið í augum
Þórarins verður okkur ætíð
minnisstætt þegar hann sagði frá
veiðiferðunum með Elíasi Pétri,
syni sínum, sem hann var svo
stoltur af. Og Þórarni tókst það
sem að var stefnt, að upplifa fæð-
ingu frumburðar Jóns Orra,
stjúpsonarins, sem var sem hans
eigin sonur. Það er bjart yfir
minningu Þórarins. Starfsmenn
Barnaverndarstofu votta fjöl-
skyldu og ástvinum Þórarins ein-
læga samúð.
Bragi Guðbrandsson.
Hvernig er hægt að kveðja
æskuvin sinn og félaga? Frá
þrettán ára aldri og fram að tví-
tugu varði ég meiri tíma með
Þórarni en nokkrum öðrum. Við
unnum saman, tókum út þrosk-
ann saman, hérlendis og erlendis,
og brölluðum ýmislegt sem vekur
ýmist hlátur eða hneykslan þegar
það er rifjað upp í dag.
Þó að strengurinn á milli okk-
ar hafi lengst með árunum hefur
sambandið alltaf verið sterkt og
strengurinn fjarri því að slitna.
Fjölskylduferðir, veiðiferðir,
ferðir með gömlum vinum og fjöl-
margir fundir í hádeginu héldu
vinskapnum við. Einnig eru þau
skipti sem ég hef leitað ráða hjá
Þórarni fleiri en tölu verður á
komið.
Það brjótast um í manni ólíkar
tilfinningar. Ef ég tryði á æðri
máttarvöld væri ég þeim eflaust
reiður en trúin og ég höfum ekki
átt samleið til þessa og tilgangs-
laust að reiðast því sem maður
hefur enga tengingu við. Enda er
mér ekki reiði í huga þegar ég
hugsa um Þórarin. Ég syrgi vin
minn en þakka fyrir að hafa verið
honum samferða og fagna því
hversu vel hann varði sínu allt of
stutta lífi. Þórarinn var afar vin-
margur og farsæll í einkalífi og
vinnu. Auðvitað siglir enginn í
gegnum lífið án átaka og erfið-
leika en Þórarni auðnaðist að tak-
ast á við sitt mótlæti betur en
flestir aðrir. Þórarinn þarf því
ekki að kvíða dómum samferða-
manna sinna. Hann var elskaður
og virtur af vinum, samstarfs-
mönnum og fjölskyldu. Hann
hafði einstakan hæfileika til að ná
til fólks. Einu sinni fór ég með
Þórarin í heimsókn til afa míns og
ömmu. Afi heitinn var afar hrif-
inn af þessum skemmtilega pilti
sem var ættaður að vestan rétt
eins og ég. Á þessum eina
klukkutíma komst hann nær
þeim gamla en ég komst allt mitt
líf. Ég gæti fyllt margar blaðsíð-
ur með sögum af Þórarni og það
sama gætu margir aðrir og flest-
ar bera með sér að þar fór maður
sem lifði lífi sínu vel.
Þórarinn hefur glímt við erfið
veikindi í nokkur ár. Allan þann
tíma hef ég dáðst að því hvernig
hann og hans nánustu hafa tekist
á við veikindin. Í samræðum okk-
ar bar aldrei á reiði eða örvænt-
ingu. Hann tókst á við vágestinn
með æðruleysi og kvaddi þennan
heim á sama hátt. Fjölskyldan
stóð sem klettur við bak Þórarins
og auðveldaði honum sporin. Þór-
arinn skilur eftir sig fríðan flokk
sem er fær um að halda áfram án
hans. Ég get ekki hugsað mér
betri eftirmæli um Dodda, og
Helgu, en það.
Kristinn Þorsteinsson.
Þórarinn, eða Doddi eins og
hann var ávallt kallaður, var vin-
ur minn, einstakur vinur. Helen
Keller sú merka kona sagði að
heldur vildi hún ganga með vini
sínum í myrkri en ein í ljósi.
Þannig var að umgangast Dodda.
Hann var sannur félagi sem gaf
mikið með nærveru sinni, húmor,
hjálpsemi og góðmennsku. Það
eru forréttindi að ná að kynnast
og eignast vin eins og hann. Við
vissum hvor af öðrum strax í
grunnskóla en vinátta okkar
hófst fyrir alvöru í Flensborg,
ekki síst þegar við héldum saman
í hálfs árs heimsreisu um tvítugs-
aldur. Eftir það bjuggum við
hvor á sínum staðnum í yfir tvo
áratugi og misstum örlítið tengsl-
in en áttum síðan mörg góð ár
með gamla vinahópnum úr
grunnskólanum.
Síðustu ár, þ.e. frá því að ég
flutti til Reykjavíkur hafa hins-
vegar verið tími mikilla og góðra
samskipta. Við unnum saman á
Stuðlum, þar sem Doddi starfaði
sem forstöðumaður. Við þvæld-
umst saman víða um land í veiði,
en báðir erum við forfallnir veiði-
menn á byssu og stöng. Ég segi
erum því ég veit að Doddi hættir
ekki að veiða hvar sem hann er. Í
sumar veiddi hann, raunar fár-
veikur af hinum skelfilega sjúk-
dómi sínum sinn stærsta lax, 95
cm langan. Þreytti hann í yfir 40
mín., þar af helming tímans með
brotna stöng. Þá mátti ekki á
milli sjá hvor var þreyttari, lax-
inn þegar hann synti út í hylinn
eftir að hafa verið sleppt eða
Doddi sem sat eftir með sigur-
bros á vör. En ekki vildi hann
hjálp við viðureignina. Já, hann
var einstakur hann Doddi og það
að hafa kynnst honum hefur gert
mig að betri manni, breytt að
mörgu sýn minni á lífið og til-
veruna. En Doddi gat líka alveg
verið stríðinn, ákveðinn, jafnvel
þrjóskur og staðið fast á sínu
t.a.m. þegar taka þurfti erfiðar
ákvarðanir. Hann var líka upp-
fullur af keppnisanda bæði í
íþróttum sem og í veiðinni en
gladdist samt alltaf yfir árangri
veiðifélaganna, ekki síst Elíasar
sem ávallt veiddi mest sama hvað
við reyndum sem með honum
vorum. Samband þeirra feðga
var einstakt og gaman að hafa
upplifað það að sjá Elías breytast
úr ungum dreng í fullorðinn
ábyrgan mann sem stóð þétt við
hlið föður síns og móður síðustu
árin. Það var líka alltaf hægt að
treysta á Dodda steðjuðu erfið-
leikar að eins og við vitum svo vel
í minni fjölskyldu, þar var hjálp
hans ómetanleg.
Kæra Helga, Elías og Jón
Orri. Sorgin er sár og lífið er
stundum hræðilega ósanngjarnt.
En góðu minningarnar lifa áfram
sem betur fer. Eftir sitja líka
systkini hans og móðir og ekki
síst hinir fjölmörgu vinir og
syrgja góðan dreng. Við hjónin
þökkum fyrir þann tíma sem við
fengum með Dodda, auðvitað
hefði hann samt mátt vera lengri.
Takk fyrir allt, kæri vinur.
Kristján Sigurðsson.
Það er þyngra en tárum taki
að kveðja Þórarin Viðar Hjalta-
son, fyrrverandi samstarfsfélaga
hjá Fangelsismálastofnun, en
hann lést fyrr í mánuðinum eftir
langa og stranga baráttu við
krabbamein. Þórarinn hóf störf
sem sálfræðingur hjá stofnuninni
árið 2003. Strax við fyrstu kynni
fundum við sem með honum unn-
um að á ferðinni var einstakur
maður. Þórarinn hafði sérstakt
lag á að taka á málum af skyn-
semi, hlýju og yfirvegun. Þeir
mannkostir gerðu hann fljótlega
mjög vinsælan meðal skjólstæð-
inga stofnunarinnar en ekki síður
meðal samstarfsfélaga. Eins og
gefur að skilja eru ýmis málefni
flókin sem koma upp á svona
vinnustað og oftar en ekki varð
viðkvæðið á fundum þegar taka
þurfti erfiðar ákvarðanir: „Hvað
ætli Þórarinn segi um þetta?“ Af-
staða Þórarins varð því eins og
skynsemismælikvarði fyrir okk-
ur hin þegar verkefnin voru flók-
in. Vinnufélagar leituðu einnig
gjarnan til hans þegar eitthvað
bjátaði á í einkamálefnum og
leita þurfti ráða um viðkvæm
mál.
Auk þess að vera mikill fag-
maður í starfi var Þórarinn mikill
húmoristi, hafði góða nærveru og
náði vel til allra samstarfsfélaga.
Andrúmsloftið á kaffistofunni var
alltaf létt og skemmtilegt þegar
Þórarinn var á staðnum. Við
söknum Þórarins mikið og biðj-
um fjölskyldu og vinum hans allr-
ar blessunar.
Fyrir hönd vina og samstarfs-
félaga hjá Fangelsismálastofnun,
Páll Winkel.
Þegar nóttin kemur og færir þér svefn-
inn að gjöf þegar hin dularfullu skip
rökkursins flytja anda þinn á ókunn
mið,
þá hlustarðu ekki lengur á lagið
sem forlögin leika á fiðlu þína
Nóttin hefur fært þér svefninn að gjöf,
og þú mátt sofa þar til nóttin verður
dagur.
(Gunnar Dal)
Við kveðjum Þórarin Hjalta-
son; Dodda, traustan og
skemmtilegan vinnufélaga um
tíma og þaðan í frá ætíð kæran
vin. Við vorum öll svo ung þá –
misung, en ung og bjartsýn og
meira en grunaði að við gætum
lagt okkar af mörkum til að
breyta heiminum. Búðagerðið
var góður vinnustaður, einkennd-
ist af samheldni og góðum anda.
Skemmtilegustu stundirnar voru
þó í ferðalögunum, helgarferðum
í bústað Önnu á Þingvöllum,
veiðiferð á Arnarvatnsheiði, án
þess að væri svo mikið sem nart-
að í öngul (nema hjá Dodda) og
dásamlegri ferð á Austfirðina þar
sem við meðal annars dvöldum í
Viðfirði á ættaróðali Dodda. Það
var alltaf gaman, stundum
dreypt svolítið á hinum dýrari
veigum og mjög oft sungið „Ég er
svo glaður, svo glaður í kvöld …“
– bullkvæðið sem Doddi kenndi
okkur. Og Doddi sagði sögur af
mönnum og málefnum og ferðum
í veiðiár og um heiminn. Hann
hafði frásagnargleðina og hæfi-
leikann til að segja frá þannig að
allir höfðu gaman af. Doddi var
einstaklega lundgóður og yndis-
legur í allri umgengni. Hann var
ákveðinn og fylginn sér en alltaf
málefnalegur og reyndist góður
og traustur fagmaður.
Með tímanum dreifðumst við í
allar áttir, fundum fækkaði, en
við hittumst þó einstaka sinnum
og alltaf var jafn gaman.
Síðustu ár höfum við fylgst
með baráttu Dodda við krabba-
meinið, oft verið með öndina í
hálsinum en af ótrúlegum krafti
og baráttuvilja hefur hann ítrek-
að risið upp og náð nokkurri
heilsu. Honum lánaðist þannig að
eiga mörg góð ár með mörgum
góðum veiðiferðum og vænum
löxum þrátt fyrir veikindin. Og
þannig kjósum við að sjá hann í
eilífðarlandinu – í vöðlunum á
veiðum og að minnsta kosti nart-
að.
Elsku Helga, við sendum þér
og strákunum; Elíasi Pétri og
Jóni Orra, og öðrum aðstandend-
um okkar innilegustu samúðar-
kveðjur. Við höfum misst góðan
dreng en eigum áfram góðar og
fallegar minningar um hann.
f.h. Búðagerðisgengisins,
Hjördís Hjartardóttir.
Þórarinn Viðar Hjaltason er
fallinn í valinn eftir áralanga bar-
áttu við krabbamein. Á bónda-
daginn eftir rúma viku hefðum
við sjö félagarnir átt að koma
saman til okkar árlegu matarhá-
tíðar en nú verður Þórarinn að-
eins með okkur í anda. Til þessa
félagsskapar, sem stundum hefur
verið kallaður ýldufélagið, var
stofnað seint á síðustu öld af
áhugamönnum um alþýðlega ís-
lenska matarhefð. Þrír okkar fé-
laganna komum úr Menntaskól-
anum við Hamrahlíð en þar
kenndi Þórarinn með okkur áður
en hann fór til framhaldsnáms í
sálfræði í Danmörku.
Í okkar félagi var Þórarinn
fulltrúi vestfirskrar matarhefðar
og lagði meðal annars til selkjöt
og súrsaða selshreifa sem var
ágætt mótvægi við skaftfellska
fýlinn sem var ríkjandi á hátíðum
félagsins á upphafsárum þess.
Það var til þess tekið hvað Þór-
arinn var ódeigur við fýlsátið
strax frá byrjun. Reyndar má
segja að það var sama hvaða rétt-
ir voru á borð bornir og suma
kunnum við ekki við að nefna,
öllu tók Þórarinn með opnum
huga og át af hjartans lyst. Þetta
sýnir hvað Þórarinn var sannur
veiðimaður og mikið náttúrbarn.
Við efum ekki að fordómaleysi
og hugrekki Þórarins hefur verið
hvati til þess að hann gat beitt
sálfræðiþekkingu sinni þar sem
hann taldi að hennar væri mest
þörf meðal fanga og unglinga í
erfiðleikum. Við urðum þess
stundum varir á fundum okkar að
hann hafði verið að takast á við
mjög erfið mál en við vissum að
hann var maður til þess. Í um-
ræðum okkar á milli kom Þórinn
oft með óvænt sjónarhorn á mál-
um og mannþekking hans og
skarpskyggni veitti okkur sem
voru kennarar og stjórnendur
nýja sýn á mannleg samskipti.
Hugmyndaflug Þórarins var
oft með ólíkindum, hann gerði til-
raunir með dáleiðslu á okkur fé-
lögunum en kostulegast var þeg-
ar hann var búinn að skilyrða
köttinn sinn þannig að hann gerði
alls kyns sirkuskúnstir eins og að
heilsa fólki með handabandi og
hoppa í gegnum gjörð. Þeim okk-
ar sem áttu samskipti við Þórarin
utan félagsins í íþróttum og veið-
um bar saman um að Þórarinn
bjó yfir miklu keppnisskapi og
baráttugleði hvort sem var á ár-
bakka að etja kappi við lax eða
með tennisspaðann í hönd. Þessir
eiginleikar sýndu sig best þegar
hann tókst á við krabbameinið af
miklum styrk og reisn. Eins og
við allir var Þórarinn gleðimaður
og húmoristi og hans verður sárt
saknað á fundum félagsins en við
munum minnast hans og hugsa til
hans um leið og við sendum fjöl-
skyldunni samúðarkveðjur.
Andrés Guðmundsson,
Gísli Sigurþórsson,
Hákon Óskarsson,
Helgi Gunnarsson,
Pálmi Magnússon,
Þorsteinn Þórhallsson.
Kynni okkar Þórarins voru
ekki löng í árum talið. Það var ár-
ið 2008 að sálfræðingur á Stuðl-
um fór í ársleyfi og þurfti að ráða
annan til afleysinga og Þórarinn,
sem var þá sálfræðingur á Fang-
elsismálastofnun, var tilbúin að
sækja um ársleyfi og koma á
Stuðla í eitt ár.
Það var mikill fengur fyrir
Stuðla að njóta starfskrafta Þór-
arins þó að ekki væri nema eitt ár
að því sinni. Þórarinn vann hug
og hjarta bæði skjólstæðinga og
starfmanna. Það var sama á
hverju gekk, hann skipti aldrei
skapi og var alltaf jafn rólegur,
hlýr og jákvæður á hverju sem
gekk. Hann hafði einstakt lag á
að ræða við skjólstæðinga og fá
þá til að hugsa málin að nýju og
finna jákvæðar lausnir. Hann var
umhyggjusamur og fylgdist vel
með hvernig skjólstæðingum og
starfsfólki leið og ef eitthvað kom
fyrir var hann boðinn og búinn til
að styðja og vinna að úrlausn.
Þegar ég hætti störfum á
Stuðlum um mitt ári 2012 voru
breytingar á döfinni. Því var mik-
ilvægt að við tæki maður sem
þekkti starfsemina, gæti stýrt
breytingum með hag skjólstæð-
inga í huga og í fullri sátt við
starfsfólk og aðra. Það var því
mikið gleðiefni að það varð Þór-
arinn sem tók við sem forstöðu-
maður á Stuðlum.
Það var mikið reiðarslag þegar
Þórarinn veiktist nokkrum mán-
uðum síðar. Hann starfaði áfram
á Stuðlum en svo fór að hann
skipti um starfsvettvang og fór til
starfa á Barnverndarstofu.
Ég hitti hann nokkrum sinnum