Morgunblaðið - 14.01.2017, Síða 39
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017
✝ Haukur fædd-ist 1. júní 1935
á Hauksstöðum á
Jökuldal. Hann lést
á hjúkrunar-
heimilinu Upp-
sölum, Fáskrúðs-
firði, 4. janúar
2017.
Foreldrar Hauks
voru Svanfríður
Björnsdóttir frá
Hólsseli á Fjöllum,
d. 1965, og Guðmundur Guð-
mundsson frá Ekkjufellsseli í
Fellum, d. 1971. Haukur ólst
upp á Hauksstöðum en þar
hófu þau Svanfríður og Guð-
mundur sinn búskap um 1930.
Eignuðust þau tvö börn, Guð-
nýju, f. 24. mars 1932, lengst af
húsfreyja á Hauksstöðum, nú
búsett á Egilsstöðum, og Hauk.
Synir Svanfríðar af fyrra
hjónabandi eru Björn og Sig-
urður Magnússynir. Björn lést
árið 1991 en Sigurður, f. 1. júlí
1930, býr í Fella-
bæ.
Haukur gekk í
Skjöldólfsstaða-
skóla eins og
skyldan bauð, en
Skjöldólfsstaða-
skóli tók til starfa
1945 og var Hauk-
ur með fyrstu nem-
endunum þar. Þá
var hann einn og
hálfan vetur í Al-
þýðuskólanum á Eiðum á ár-
unum 1952-3.
Á sínum yngri árum var
Haukur á vertíð, bæði í Eyjum
og á Seyðisfirði en lengst af
rak hann og keyrði eigin vöru-
bíl, fyrst um sinn við vegagerð
en lengi vel keyrði hann fóður
fyrir loðdýrabændur.
Útför Hauks fer fram frá
Egilsstaðakirkju í dag, 14. jan-
úar 2017, kl. 11. Hann verður
jarðsettur í grafreitnum í Fella-
bæ.
Ertu frá Hauksstöðum? Já.
Ertu þá ekki skyld honum
Hauki á Hauksstöðum? Jú, mik-
ið rétt, það er ég, hann Haukur
var móðurbróðir minn. Ótrúleg-
asta fólk sem ég hef hitt í gegn-
um lífsleiðina þekkti hann Hauk
og kunni af honum sögur, sem
reyndar oftar en ekki tengdust
drykkju hans á einhvern hátt,
enda fylgdi Bakkus honum stór-
an hluta ævinnar.
Hann Haukur frændi minn
var um margt sérstakur, hann
bjó t.a.m. í vegagerðarskúr stór-
an hluta ævi sinnar og það þrátt
fyrir að eiga á löngu tímabili líka
einbýlishús. Af hverju? Ja, það
var kannski bara betra að búa í
skúrnum. Hann átti líka marga
bíla í einu, kannski fimm en
jafnvel 10. Af hverju? Ja,
kannski bara til að hafa til skipt-
anna. Ég get ekki sagt hvað
hann Haukur frændi minn hugs-
aði, en ég get sagt hvað ég
hugsa um Hauk frænda minn.
Þegar ég minnist Hauks
frænda míns koma fyrst upp í
hugann vörubílar og vegagerð.
Þegar ég var krakki var Haukur
oft í vegagerð m.a. á Jökuldaln-
um og ég minnist þess að hafa
setið með honum í vörubílnum
heilu dagana. Ekki man ég hvað
okkur fór á milli í bílnum, er
ekki viss um að það hafi endi-
lega verið margt en í hádeginu
fengum við okkur pípu saman.
Haukur reykti sína venjulegu
pípu og ég fékk pípuhaus sem ég
lagði ofan á pípuna hans, svo pú-
uðum við ógurlega og hlógum að
öllu saman.
Nú svo þurfti líka að dæla olíu
á vörubílinn og skipta um
smurningu af og til og í minn-
ingunni var ég alltaf með blöðr-
ur í lófunum eftir að hafa hand-
dælt olíunni tímunum saman.
Enginn smurkoppur mátti held-
ur gleymast í smurningavinn-
unni. Enn þann dag í dag verður
mér alltaf hugsað til Hauks þeg-
ar ég finn ákveðna olíulykt.
Ekki var vegagerðaráhugi
minn heldur einskorðaður við
það að sitja í bílnum hjá Hauki
heldur þurfti ég líka að fá sand
heim í hlað þar sem ég gat lagt
mína eigin vegi út um allar triss-
ur. Haukur færði mér síðan
stöðugt nýja bíla í útgerðina.
Dúkkuleikir voru því ekki endi-
lega aðalmálið þegar maður átti
frænda sem átti alvöruvörubíl.
Haukur átti stóran hluta ævi
sinnar allnána samleið með
Bakkusi. Ekki leist mér nú alltaf
á frænda þegar hann var upp á
sitt versta, enda ekki alltaf
frýnilegur þegar sá gállinn var á
honum. Túrarnir gátu verið
langir og stundum var tvísýnt
hvernig þeir myndu enda en
alltaf náði þó kall að rétta sig
við.
Í seinni tíð, þegar ég var orð-
in fullorðin og komin með eigin
fjölskyldu, kynntist ég Hauki
upp á nýtt. Ég hitti hann m.a. í
fjölskylduboðum þar sem hann
lét yfirleitt lítið fyrir sér fara,
sagði ekki endilega margt en
hafði samt sínar skoðanir. Þar
kom líka barngæska hans ber-
lega í ljós og t.a.m. sóttu allir
synir mínir í það á ákveðnu ald-
ursskeiði að vera hjá Hauki.
Mínar síðustu minningar um
Hauk eru af honum sitjandi við
stýrið í einum af „hundunum“
sínum, keyrandi Nesið, á sínum
hraða. Þannig ætla ég að geyma
minninguna um hann Hauk
frænda minn, þar til við endum í
sama póstnúmeri aftur.
Þórunn Hrund Óladóttir.
Haukur
Guðmundsson
eftir að hann var farinn að vinna
hjá Barnaverndarstofu og leitaði
þá til hans eftir ráðum varðandi
ýmislegt sem ég var með á prjón-
unum.
Þórarinn var alltaf til í að
hlusta og leiðbeina og sýna
áhuga. Það var á við margar
kennslustundir í réttarsálfræði
að ræða við Þórarin. Hann var
ekki aðeins skemmtilegur og
fróður viðmælandi heldur einnig
mjög örlátur á þekkingu sína og
reynslu og þar fór saman traust
fagleg þekking, skarpur skilning-
ur og samhugur með þeim sem
standa höllum fæti.
Ég sendi Helgu, Elíasi og öðr-
um í fjölskyldunni innilegar sam-
úðarkveðjur.
Sólveig Ásgrímsdóttir.
Veiðifélagið Rebbarnir er
framsækið veiðifélag sem ávallt
heldur árshátíð sína á fyrsta í
jólabjór. Stórt skarð hefur nú
verið höggvið í hópinn við brott-
hvarf Dodda. Að baki eru ótelj-
andi veiðiferðir með tilheyrandi
tilhlökkun mánuðina á undan.
Með Dodda hverfur einn af þess-
um sterku persónuleikum, nær-
vera hans var alltaf þægileg og
forréttindi að eyða með honum
dögum í veiði. Æðruleysið í glím-
unni við illkynja sjúkdóm vakti
ætíð aðdáun okkar og fram á síð-
ustu ferð virtist úthald hans síst
minna en okkar veiðifélaganna.
Já, Doddi, við söknum þín en eig-
um endalausar minningar sem
við munum búa að um ókomin ár.
Fallegt var einnig að fylgjast
með sambandi ykkar Elíasar og
þeim mikla stuðning sem þú hafð-
ir af hendi fjölskyldunnar.
Veiðifélagið Rebbarnir sendir
fjölskyldu Dodda sínar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Bogi Sigvaldaon
Brynjar Emilsson,
Fróði Steingrímsson,
Gísli Baldursson,
Steingrímur Davíðsson,
Þorsteinn Sigvaldason.
Kveðja frá Sálfræð-
ingafélagi Íslands
Fallinn er frá góður félagi eftir
erfið veikindi.
Fljótlega eftir að Þórarinn
fékk starfsleyfi sem sálfræðingur
fékk Stéttarfélag sálfræðinga og
síðar Sálfræðingafélag Íslands að
njóta krafta hans. Hann var
tryggur félagi og óspar á vinnu-
framlag sitt sem félagið naut allt
þar til hann lét af störfum vegna
veikinda árið 2014. Hann sinnti
ýmsum trúnaðarstörfum fyrir fé-
lagið af alúð m.a. sem stjórnar-
maður, fulltrúi í námsmatsnefnd
og siðanefnd. Hann var stofn-
félagi og virkur félagi í Fagdeild
um réttarsálfræði.
Þórarinn naut mikils trausts
og virðingar kollega sinna enda
hafði hann brennandi áhuga á
faginu. Það var gott að leita til
hans og starfa með honum. Hann
fór sér að engu óðslega, sinnti
sínum verkefnum vel, var róleg-
ur, fastur fyrir ef þörf var á en
um leið léttlyndur og oftar en
ekki með góðlátlegt bros á vör.
Þórarins verður sárt saknað af
félagsmönnum og vinum.
Helgu og fjölskyldu sendi ég
okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Hrund Þrándardóttir,
formaður SÍ.
Okkur starfsmönnum á Stuðl-
um langar að kveðja fyrrverandi
vinnufélaga okkar hann Þórarin.
Þórarinn starfaði fyrst sem
sálfræðingur á Stuðlum og svo
síðar sem forstöðumaður. Störf
hans einkenndust af jákvæðni og
virðingu fyrir því starfi sem við
sinnum. Hann var góður félagi
innan sem utan Stuðla. Það voru
ófáar góðar stundir utan vinnu og
það var ávallt stutt í gleði og fjör.
Það var mikið happ fyrir okkur
að fá að kynnast og starfa með
Þórarni þessi ár. Við kveðjum
góðan vin og vinnufélaga og vott-
um fjölskyldu hans okkar dýpstu
samúð.
Hann er að sveima um höfin
blá
og huliðsgeima víða.
Hann er að dreyma ós og á
og æskuheima blíða.
(Skúli Guðjónsson.)
Kveðja, fyrir hönd starfsfólks
Stuðla,
Sigurður Garðar Flosason.
Það er með mikilli sorg sem ég
kveð vin minn, kollega og fyrrum
kennara Þórarin Viðar Hjalta-
son.
Þórarni kynntist ég fyrst í
MH, þar sem hann kenndi mér
þroskasálfræði. Hann var þá nýr
kennari við skólann og hafði lokið
BA-prófi í sálfræði við HÍ. Hann
var fullur áhuga á faginu sem
hafði mjög hvetjandi áhrif á okk-
ur nemendurna. Hann var mikill
húmoristi og það var honum auð-
velt að nýta sér þann eiginleika
til að gera kennsluna áhugaverða
og skemmtilega. Við kynntumst
lítillega persónulegu lífi hans í
gegnum kennsluna og honum
tókst að vera persónulegur kenn-
ari á faglegan hátt.
Þegar ég nokkrum árum síðar
fór í Cand.psych. nám í Árósum
gladdi það mig mikið að hitta
hann aftur og þá með konunni
sinnu Helgu og yngri syninum
Elíasi. Það var fyrir tíma sam-
félagsmiðla og mikilvægt fyrir
okkur Íslendingana að kynnast
og geta hjálpast að við ýmislegt
sem þörf er á í nýju landi fjarri
okkar tengslaneti. Hópurinn náði
vel saman og við urðum hálfgerð
fjölskylda sem hittist á hátíðum
og afmælum, hjálpuðumst að við
flutninga og að útvega það sem
þurfti á nýjum stað. Þórarinn og
Helga buðust til að hjálpa okkur
við að flytja í íbúð á 4. hæð í lyftu-
lausu húsi, sem var mikil hjálp
fyrir okkur. Þórarinn var mjög
greiðvikinn og umhyggjusamur,
sem allir sem kynntust honum
fundu áþreifanlega fyrir. En
hann kunni líka að slaka á og
njóta lífsins. Danska ölið og
flæskesvær var nokkuð sem hann
kunni vel að meta. Þeir vinirnir
Þórarinn og Binni tóku dönsku
listinni að „hygge“ af fullum
þunga og tóku nokkrum útlitsleg-
um breytingum í kjölfarið sem
þeir gerðu óspart grín að. Þór-
arinn var þeim dýrmæta eigin-
leika gæddur að geta gert grín að
sjálfum sér. Hann sagði
skemmtilega frá og hafði húmor
sem höfðaði vel til okkar í hópn-
um. Einu sinni sóttum við
fræðsluerindi sem var flutt á
undan nemendafélagsfundi og
fyrir seinni fundinn voru bornar
fram veitingar. Við nenntum ekki
að vera á þeim fundi en nældum
okkur í kjúklingaspjót af vagn-
inum á leið okkar út úr salnum
þar sem Þórarinn fór fremstur í
flokki. Ein vinkona okkar varð
hálfhneyksluð á ósómanum og lét
vandlætingu sína í ljós en Þór-
arinn var snöggur til svars, glotti,
yppti öxlum og sagði kæruleys-
islega: „Hvað er það versta sem
gæti gerst?“
Á þessum námsárum gerðist
auðvitað margt og það var hópn-
um ómetanlegt að hafa hvert
annað í gleði og sorg. Þórarinn
var mér alltaf einstaklega góður
og umhyggjusamur og mér
fannst hann alltaf vera sálfræð-
ingur af Guðs náð. Hann var
mjög vel lesinn, metnaðarfullur
og kunni sitt fag en það voru ekki
síst persónulegir eiginleikar
hans; mikil samkennd, um-
hyggjusemi og góð nærvera sem
skjólstæðingar hans nutu líkt og
vinirnir, sem ég fann vel þegar ég
vann með honum á Stuðlum. Þór-
arinn flutti heim strax eftir námið
en sagðist glettinn hafa íhugað að
sækja um stöðu á Grænlandi þeg-
ar auglýst var eftir sálfræðingi
og gríðarlegar veiðilendur kynnt-
ar ýtarlega í auglýsingunni, því
veiðar voru honum mikil ástríða.
Mikið munum við sakna hans.
Elsa Bára Traustadóttir.
Hún Elín vin-
kona mín er dáin.
Þetta er ekki setn-
ing sem ég hélt að
ég þyrfti að skrifa á næstunni,
hélt alltaf að við hefðum nægj-
an tíma, en svo var nú ekki. Að
eiga Elínu sem vinkonu var æv-
intýri og eins og öll ævintýri
voru partar sem voru minna
spennandi en aðrir, en allir
nauðsynlegir til að sagan virk-
aði. Endalaust margar sögur
koma upp í hugann þegar mér
verður hugsað til okkar vináttu
og þar sem plássið er takmark-
að, þá verða tvær að duga hér.
Árið var 1999 og Elín og ég
fórum að kaupa okkur farsíma.
Já, það er bæði svona stutt og
langt síðan við fengum okkur
gemsa. Við fórum í bæinn og
völdum okkur Nokia 5110 sem
voru og eru bestu símarnir. Á
kassanum borguðum við og
fengum símanúmerspakka, en
ekki gátum við ákveðið núm-
erin heldur var þetta svona
númeralottó. Elín fór í nei-
kvæðnisgírinn og ákvað að
hennar númer yrði ömurlegt og
ekkert flott.
Þá sagði ég að ef hennar
væri ömurlegt myndi ég leyfa
henni að fá mitt og við það var
hún tilbúin. Númerið hennar
var flott, endaði á 99 og hún
var sátt. Svo opnaði ég minn
pakka og eins og venjulega þá
var ég heppnari en hún (ég
fékk hana sem vinkonu og hún
mig svo þið skiljið mig). Ég
fékk númerið á eftir hennar
númeri og mitt endaði á 00 og
þá kom upp sú staða að ég var
búin að lofa að hún fengi flott-
ara númerið og að mínu leyti
var ég með það. Ég reyndi að
gefa henni það en hún sagðist
vera sátt með sitt. Og svo pöss-
uðu númerin svo vel við okkur,
hún í oddatölunum og ég í
sléttu tölunum, ólíkar en alltaf
hlið við hlið. Síðan þá höfum við
verið hlið við hlið í símanum og
Elín Ólafsdóttir
✝ Elín Ólafs-dóttir fæddist
15. ágúst 1974 .
Hún lést 16. desem-
ber 2016.
Útför Elínar fór
fram 5. janúar
2017.
líka í lífinu og
verðum það áfram.
Á þessum tíma
bjó Elín í kjallara-
herbergi í blokk-
inni hjá foreldrum
sínum og þar var
vanalega fullt af
vinkonum saman
komnar. Við vorum
duglegar að skella
okkur út á lífið og
ekki var það ónýtt
að Skítamórall væri að spila
fyrir dansi. Eins og stelpna er
lagið, þá vildum við vera sem
sætastar þegar við vorum að
skemmta okkur og auðvitað
var sparslað og málað eftir
kúnstarinnar reglum fyrir
framan spegilinn. Fyrir eitt
kvöldið hafði ég lesið um að
það gæti gert kraftaverk fyrir
útgeislun okkar að hafa nóg
sjálfsálit. Til að ná því ættum
við að standa fyrir framan
spegil og þylja upp fallega
hluti um okkur. Þetta kvöld
stóðum við fyrir framan speg-
ilinn og þuldum upp hversu
sætar við vorum á milli þess að
við hlógum okkur máttlausar.
En fjandakornið, þetta svín-
virkaði og var brúkað óspart í
nokkurn tíma eða þangað til
Elín nældi í hann Ragga og
hann sá um alla gullhamrana
þaðan í frá. Hann Raggi laum-
aðist fram hjá mér eitt skiptið
er ég skrapp í reisu til útlanda
og það varð ekki aftur snúið.
Ég reyndi að vísu lítið að slíta
þar á milli, ég sá fljótlega að
hvorki væri það góð hugmynd
né að það myndi eitthvað virka
að reyna að slíta þau bönd. Ég
er svo heppin að hún fann
hann, þar sem hann tók mér
sem vini frá byrjun sem er
ekkert lítið þar sem ég er
þekkt fyrir að vera frek á at-
hygli.
Elsku Raggi, Viðar og Júlía,
hún elskaði ykkur endalaust og
út fyrir lífsins mörk gerir hún
það enn. Knús,
Jónína (Nína).
Haustið 2008 komum við
saman í Kennaraháskóla Ís-
lands, 26 manna hópur, fullur
tilhlökkunar. Fólk frá flestum
landshornum, bæði karlar og
konur, til að læra að verða öku-
kennarar.
Einn heltist úr lestinni á
meðan á náminu stóð og nú eru
tvö úr hópnum fallin frá. Elsku
Elín lést 16. desember síðast-
liðinn í Svíþjóð eftir erfið veik-
indi. Hún var kennari að mennt
en starfaði sem flugfreyja,
fyrst hjá Flugfélagi Íslands og
síðar hjá Icelandair.
Útskriftin sem ökukennari
var haldin í desember árið 2009
að loknum tveimur lokaritgerð-
um og ótal verkefnum. Við tók
ökukennslan hjá okkur flestum
þar sem hún blómstraði við það
að leiðbeina og kenna ökunem-
um að aka bíl. Hún var mjög
vel liðin bæði af samstarfsfólki
og okkur samnemendum henn-
ar. Hún var mörgum kostum
gædd en hún vildi ekki endilega
sýna þá hverjum sem er. Hún
var nefnilega ekkert fyrir það
að vera í sviðsljósinu, jafnvel
hlédræg í stórum hópi. En við
fengum að kynnast henni vel
meðan á náminu okkar stóð.
Hún var nefnilega alger húm-
oristi og oft stutt í prakkara-
hláturinn. Einnig var hún
metnaðargjörn, klár og útsjón-
arsöm, sem nýttist henni við
bæði störfin.
Hún var líka ofurmamma og
mikil fjölskyldumanneskja.
Þegar hún talaði um börnin
sín, Viðar og Júlíu, og Ragga
manninn sinn ljómaði hún öll.
Hún studdi þau bersýnilega af
miklum krafti sama hvað þau
tóku sér fyrir hendur.
Viljum við senda okkar inni-
legustu samúðarkveðjur til
fjölskyldu og vina hennar sem
nú eiga einkar sárt um að
binda. Nemendahópur okkar
var mjög samrýndur og nú
hefur myndast stórt skarð í
hann og hann verður aldrei sá
sami. Ökukennaranúmerið
hennar 0910 verður ávallt í
heiðri haft.
Fyrir hönd útskriftarhóps
ökukennara árið 2009,
Birgitta María
Vilbergsdóttir.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
MAGNÚS KRISTJÁNSSON,
Háaleitisbraut 121,
lést á hjúkrunarheimilinu Grund 1. janúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
.
Sigurbjörg Ólafsdóttir,
Ólafur Magnússon, Katrín Indíana Valentínusdóttir,
Elfur Magnúsdóttir, Sæmundur Jónsson,
Þóra Eyland Elíasdóttir, Stefán Guðbjartsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð við
andlát og útför elskulegrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu, langömmu og
langalangömmu,
ÓLAFAR RAGNHEIÐAR
GUÐJÓNSDÓTTUR.
.
Kolfinna Ketilsdóttir,
Birna Ketilsdóttir,
Hjördís Ketilsdóttir,
Kristín Ketilsdóttir,
Guðjón Ketilsson
og fjölskyldur.