Morgunblaðið - 14.01.2017, Page 42

Morgunblaðið - 14.01.2017, Page 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017 Jakob Þór Einarsson, leikari og ráðgjafi hjá VR, á 60 ára afmæli ídag, en hann fór m.a. með aðalhlutverkið í tveimur af vinsæl-ustu myndum íslenskrar kvikmyndasögu, Hrafninn flýgur og Óðal feðranna. „Ég er búinn að vera á fimmta ár hjá VR, byrjaði sem atvinnuráð- gjafi en eftir því sem ástandið á vinnumarkaðinum hefur batnað hef ég einnig sinnt ýmsum öðrum störfum þar. Svo er leiklistin auka, það eru alltaf einhverjir sem muna eftir mér og hafa samband. Ég var að- eins í myndinni Eiðnum og ef ég verð ekki klipptur í burtu á ég eftir að birtast í sjónvarpsþáttaröðinni Föngum.“ Jakob Þór er staddur í Edinborg ásamt fjölskyldu sinni í afmælis- ferð, en konan hans, Valgerður Janusdóttir, átti einnig stórafmæli fyrir rúmum þremur vikum. „Hún er orðin sviðsstjóri skóla- og frí- stundasviðs á Akranesi og þá ákváðum við að flytja aftur á heimaslóð- ir eftir áratugi í burtu. Það stóð ekkert til en svo opnaðist þessi mögu- leiki og okkur líkar rosalega vel þar. Við vorum heppin með stað og hús, erum á mörkum sveitarinnar og bæjarins og það sem blasir við okkur er golfvöllurinn og víðáttan. Ég hef alltaf haft gaman af því að hlaupa og hef gert í 30 ár, bæði úti og inni, og það er dásamlegt að hlaupa á Skaganum og maður er laus við allar brekkur. Nú keyri ég á milli í vinnuna og það er bara góð stund til að setja daginn í gang í keyrslunni. Það koma auðvitað veður á Kjalarnesinu en ég hef ekki lent í neinu ennþá.“ Börn Jakobs Þórs og Valgerðar eru Janus Bragi, Þórunn og Arnaldur Bragi. Hjónin Jakob Þór og Valgerður eru bæði Skagamenn að uppruna og eru nýflutt aftur á Akranes eftir áratuga fjarveru. Snúinn aftur á heimaslóðirnar Jakob Þór Einarsson er sextugur í dag B jörk Axelsdóttir fæddist á Ytri-Brekkum á Langanesi 14.1. 1942 en flutti með fjölskyldunni til Þórshafnar og gekk þar í skóla. Hún var síðan í fóstri á Svalbarði í Þistilfirði hjá afasystur sinni fram á unglingsár. Björk lauk landsprófi frá Lauga- skóla 1958, stundaði nám við Hús- mæðraskólann á Laugum 1958-59, lauk stúdentsprófi frá öldungadeild MA 1983, kennaraprófi frá KHÍ 1991 og M.Ed-prófi frá Háskóla Íslands 2010. Björk var kennari við Höfðaskóla á Skagaströnd í nokkur ár, verkstjóri við saumastofu á Skagaströnd í tvö ár, kennari á Húnavöllum 1986-98 og kennari við Engjaskóla í Reykjavík 1998-2012 og loks við Vættaskóla við sameiningu skólanna 2012-2014. Björk sat í stjórn Kvenfélagsins Einingar 1966-79, var formaður þess 1976-79, formaður Framsóknarfélags Austur-Húnvetninga 1983-89, sat í stjórn Kjördæmissambands NV, átti sæti í miðstjórn Framsóknarflokks- ins um árabil, sat í stjórn Kennara- sambands NV 1989-91, var ritari Sambands austurhúnvetnskra kvenna, í orlofsnefnd SAHK 1985-90, deildarstjóri í Höfðadeild Kaupfélags Húnvetninga 1974-79, var formaður úthlutunarnefndar atvinnuleysisbóta á Skagaströnd. Hún sat í stjórn verkamannabústaða á Skagaströnd og í heilbrigðisnefnd Höfðahrepps. Þau hjónin lögðu stund á hesta- mennsku á sveitasetri sínu Kúskerpi í Refasveit: „Við keyptum Kúskerpi árið 1989, rákum þar hestaleigu í nokkur sumur og erum þar enn í góðu yfirlæti yfir sumartímann. En nú verjum við tíma okkar gjarnan til skógræktar, ferðumst á húsbílnum Björk Axelsdóttir, kennari og íslenskufræðingur – 75 ára Sælustund í Kúskerpi Björk og Jón Sveinn slappa af, ásamt sumum barnanna, tengdafólki og barnabörnum. Við íslenskukennslu í dreifbýli og þéttbýli Gömul fjölskyldumynd Hjónin með Sigurði, Þorláki, Rannveigu og Páli. Reykjavík Halldór Sig- urðsson fæddist 11. janúar 2016 kl. 13.13. Hann vó 3.615 g og var 54 cm lang- ur. Foreldrar hans eru Alma Rut Þorleifsdóttir og Sigurður Freyr Björg- vinsson. Nýir borgarar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Snjóblásarar ÞÓR FH Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga frá kl 8:00 - 18:00 Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.