Morgunblaðið - 14.01.2017, Qupperneq 47
MENNING 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017
Hvernig biður maður ein-hvern um að vera vin-ur sinn? Að þessu spyrein persóna Ræm-
unnar eftir Annie Baker sem
frumsýnd var á Nýja sviði Borg-
arleikhússins á 120 ára afmæli
Leikfélags Reykjavíkur í vikunni
sem leið. Leikritið, sem hlaut Pu-
litzer-verðlaunin árið 2014, beinir
sjónum að einmanaleika, tengsla-
leysi, vonbrigðum og draumum
um betra líf sem mismiklar líkur
eru á að rætist.
Umgjörð leiksins er kvikmynda-
húsið Ræman, sem er eitt fárra
húsa þar sem kvikmyndir eru enn
sýndar með gamla laginu, þ.e. á
35mm sýningarvél en ekki á staf-
rænu tæki. Þetta heillar tvítuga
kvikmyndanördinn Andrés (Davíð
Þór Katrínarson), sem ráðið hefur
sig til starfa við þrif og miðasölu í
tímabundnu hléi frá háskólanámi.
Á nýja vinnustaðnum kynnist
hann Sigga (Hjörtur Jóhann Jóns-
son), sem gengur erfiðlega að
klífa metorðastigann og býr enn í
foreldrahúsum þótt hann sé orð-
inn hálffertugur, og Rósu (Kristín
Þóra Haraldsdóttir), sem glímir
jafnt við drykkju og skuldir. Siggi
rennir hýru auga til Rósu, en hon-
um til ómældrar gremju hefur
hún mun meiri áhuga á nýja
starfskraftinum. Þeir Andrés og
Siggi stytta sér stundir við þrifin
milli kvikmyndasýninga með því
að Andrés rekur saman leikara í
anda samkvæmisleiksins Bacon í
sex skrefum, eða „Six Degrees of
Kevin Bacon“. Fljótlega verður þó
ljóst að ótrúlega góð kvikmynda-
þekking Andrésar kemur ekki
bara til af góðu heldur helst í
heldur við þunglyndi og fé-
lagsfælni.
Peningar drífa plottið áfram,
því Siggi og Rósa sannfæra Andr-
és um að taka þátt í smávægilegu
svindli til að drýgja lág launin.
Hann samþykkir með semingi,
enda hræddur um að vinnuveit-
andinn láti hann fjúka húðlitar
síns vegna komist svindlið upp.
Þýðing Halldórs Laxness Hall-
dórssonar er þjál og hann gerir
sitt besta til að láta staðfærsluna
ganga upp, oft á tíðum við nokkra
kátínu leikhúsgesta. Hins vegar
verður að setja spurningarmerki
við þá ákvörðun að staðfæra verk-
ið, því mismunandi þjóðfélags-
staða aðalpersónanna þriggja hef-
ur gjörólíka merkingu í annars
vegar bandarísku og hins vegar
íslensku samfélagi.
Leikurinn er staðsettur í eina
sýningarsal Ræmunnar, sem er
skemmtilega útfærður af hálfu
Helgu I. Stefánsdóttur, sem einn-
ig hannar búningana. Áhorfendur
sitja andspænis sjö rauðum sæta-
röðum og eru því staðsettir þar
sem hvíta tjaldið ætti að vera.
Tveir inngangar eru aftast sem
leiða fram í anddyri og upp í sýn-
ingarherbergi, sem sjá má glitta í
bak við hljóðeinangrandi gler
ofarlega á bakveggnum. Nostrað
hefur verið við smáatriðin, því
ekki aðeins eru viðeigandi tyggjó-
klessur undir sessum heldur leyn-
ast skítablettir á réttum stöðum á
veggjum, gólfteppi og hurðum auk
þess sem það rignir sífellt meira
poppi í myrkvunum milli atriða
sem Siggi og Andrés geta enda-
laust sópað upp.
Stóran hluta verksins klæðast
starfsmennirnir vinnuklæðnaði
kvikmyndahússins, sem er svartur
og drappaður þótt snið og sam-
setning breytist. Rósu leyfist
meira frjálsræði í klæðaburði
meðan hún stýrir sýningarvélinni,
en þarf áður en yfir lýkur að und-
irgangast útlitskröfu nýs eiganda.
Lýsing Þórðar Orra Péturssonar,
tónlist Valdimars Jóhannssonar
og hljóð Garðars Borgþórssonar
er vel unnið og fangaði vel upplif-
unina í kvikmyndasalnum.
Hversdagsleikinn með öllum
sínum endurtekningum er Annie
Baker greinilega hugleikinn.
Framvindan í verkinu minnir á
stundum á hugleiðslu í hægagangi
sínum og sem dæmi er æsilegasta
uppákoman þegar Siggi sprengir
popppoka í bræðikasti og dreifir
innihaldinu yfir sætaraðirnar.
Sama rýmið er þrifið óteljandi
sinnum í verkinu af einstaklingum
sem kvikmyndahúsagestir gefa
sjaldnast neinn gaum. Þremenn-
ingarnir eru þannig hluti af ósýni-
lega þjónustufólkinu sem aldrei
fær þakkir fyrir vel unnin störf en
hiklaust skammir séu hlutirnir
ekki nóg vel gerðir.
Ræman er fyrsta leikstjórnar-
verkefni Dóru Jóhannsdóttur hjá
Borgarleikhúsinu og hún leysir
það afar vel af hendi. Sviðs-
umferðin er snurðulaus og per-
sónur dregnar skýrum dráttum.
Kómíkin í grátbroslegum að-
stæðum þremenninganna fær að
njóta sín til fulls áhorfendum til
upplyftingar. Leikurinn er raun-
sæislegur og hentar innihaldinu
vel en á stundum detta leikarar í
þá gryfju að muldra textann eða
fara svo hratt með hann að lítið
sem ekkert skilst.
Hjörtur Jóhann Jónsson var
frábær í hlutverki Sigga og tókst
að miðla sársauka hans og von-
brigðum með öllum líkamanum,
því þögull leikur hans sagði oft
miklu meira en nokkur orð. Krist-
ín Þóra Haraldsdóttir dregur upp
fína mynd af Rósu, sem á yfir-
borðinu er töffari en býsna við-
kvæm undir harðri skelinni.
Óborganlegt var að sjá hana
dansa í trylltri tilraun til að koma
Andrési til við sig og vonbrigðin
þegar það tókst ekki leyndu sér
ekki.
Davíð Þór Katrínarson þreytir
frumraun sína í íslensku atvinnu-
leikhúsi í hlutverki Andrésar.
Hann hefur góða sviðsnærveru og
tókst afskaplega vel að fanga
feimni og óöryggi persónu sinnar.
Flutningur hans á eintalinu sem
Samuel L. Jackson gerði ódauð-
legt í kvikmyndinni Pulp Fiction
og byggir á Esekíel 25:17 var
kraftmikill. Gaman hefði verið að
sjá glitta í örlítið af þeim krafti og
ástríðu þegar hann las upp bréf
sitt fyrir Sigga fyrr í verkinu. Ey-
steinn Sigurðarson átti tvær
stuttar innkomur, annars vegar
sem kvikmyndahúsagestur og
hins vegar sem nýr starfsmaður,
og leysti hvoru tveggja vel af
hendi.
Heilt yfir er Ræman hin prýði-
legasta skemmtun og vel útfærð.
Ljósmynd/Grímur Bjarnason
Dans „Óborganlegt var að sjá [Rósu] dansa í trylltri tilraun til að koma Andrési til við sig og vonbrigðin þegar það
tókst ekki leyndu sér ekki,“ segir í rýni. Kristín Þóra Haraldsdóttir og Davíð Þór Katrínarson í Ræmunni.
Borgarleikhúsið
Ræman bbbmn
Eftir Annie Baker. Íslensk þýðing: Hall-
dór Laxness Halldórsson. Leikstjórn:
Dóra Jóhannsdóttir. Leikmynd og bún-
ingar: Helga I. Stefánsdóttir. Lýsing:
Þórður Orri Pétursson. Tónlist: Valdimar
Jóhannsson. Hjóð: Garðar Borgþórsson.
Leikgervi: Elín S. Gísladóttir. Leikarar:
Hjörtur Jóhann Jónsson, Kristín Þóra
Haraldsdóttir, Davíð Þór Katrínarson og
Eysteinn Sigurðardóttir/Arnar Dan
Kristjánsson. Frumsýning á Nýja sviði
Borgarleikhússsins miðvikudaginn 11.
janúar 2017.
SILJA BJÖRK
HULDUDÓTTIR
LEIKLIST
Brostnar vonir
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
MAMMA MIA! (Stóra sviðið)
Lau 14/1 kl. 20:00 141. s Sun 29/1 kl. 20:00 147. s Lau 18/2 kl. 20:00 153. s
Sun 15/1 kl. 20:00 142. s Lau 4/2 kl. 20:00 148. s Sun 19/2 kl. 20:00 154. s
Lau 21/1 kl. 20:00 143. s Sun 5/2 kl. 20:00 149. s Fim 23/2 kl. 20:00 155. s
Sun 22/1 kl. 20:00 144. s Fös 10/2 kl. 20:00 150. s Fös 24/2 kl. 20:00 156. s
Fim 26/1 kl. 20:00 145. s Lau 11/2 kl. 20:00 151. s Lau 25/2 kl. 20:00 157. s
Lau 28/1 kl. 20:00 146. s Fös 17/2 kl. 20:00 152. s
Glimmerbomban heldur áfram!
Blái hnötturinn (Stóra sviðið)
Lau 14/1 kl. 13:00 26.s Sun 22/1 kl. 13:00 29.s Lau 11/2 kl. 13:00 32. s
Sun 15/1 kl. 13:00 27.s Sun 29/1 kl. 13:00 30. s Sun 19/2 kl. 13:00 33. s
Lau 21/1 kl. 13:00 28.s Lau 4/2 kl. 13:00 31. s Lau 25/2 kl. 13:00 34. s
Nýr fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar
Ræman (Nýja sviðið)
Lau 14/1 kl. 20:00 2. sýn Mið 18/1 kl. 20:00 4. sýn Fös 20/1 kl. 20:00 6. sýn
Sun 15/1 kl. 20:00 3. sýn Fim 19/1 kl. 20:00 5. sýn Mið 1/2 kl. 20:00 aukas.
Nýtt verk sem hlaut Pulitzer-verðlaunin 2014!
Hún Pabbi (Litla svið )
Lau 14/1 kl. 20:00 4. sýn Lau 21/1 kl. 20:00 6. sýn Fim 2/2 kl. 20:00 9. sýn
Fim 19/1 kl. 20:00 aukas. Fös 27/1 kl. 20:00 7. sýn
Fös 20/1 kl. 20:00 5 sýn Lau 28/1 kl. 20:00 8. sýn
Í samstarfi við leikhópinn Trigger Warning
Illska (Litla sviðið)
Fim 2/3 kl. 20:00 Fös 10/3 kl. 20:00
Fös 3/3 kl. 20:00 Lau 11/3 kl. 20:00
Samstarfsverkefni við Óskabörn ógæfunnar
Vísindasýning Villa (Litla svið )
Fim 2/2 kl. 14:00 Fors. Sun 5/2 kl. 13:00 2. sýn Lau 18/2 kl. 13:00 5. sýn
Fös 3/2 kl. 14:00 Fors. Lau 11/2 kl. 13:00 3. sýn Sun 19/2 kl. 13:00 6. sýn
Lau 4/2 kl. 13:00 Frums. Sun 12/2 kl. 13:00 4. sýn
Ferðalag fyrir börn um töfraheim vísindanna.
Salka Valka (Stóra svið)
Þri 17/1 kl. 20:00 4. sýn Mið 25/1 kl. 20:00 9. sýn Mið 8/2 kl. 20:00 14. sýn
Mið 18/1 kl. 20:00 5. sýn Fös 27/1 kl. 20:00 10.sýn Fim 9/2 kl. 20:00 15 sýn
Fim 19/1 kl. 20:00 6. sýn Mið 1/2 kl. 20:00 11. sýn Sun 12/2 kl. 20:00 16.sýn
Fös 20/1 kl. 20:00 7. sýn Fim 2/2 kl. 20:00 12. sýn
Þri 24/1 kl. 20:00 8. sýn Fös 3/2 kl. 20:00 13. sýn
Ein ástsælasta saga þjóðarinnar í leikstjórn verðlaunaleikstjórans Yönu Ross
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Djöflaeyjan (Stóra sviðið)
Sun 15/1 kl. 19:30 34.sýn Fim 26/1 kl. 19:30 36.sýn Lau 11/2 kl. 19:30 38.sýn
Fös 20/1 kl. 19:30 35.sýn Lau 4/2 kl. 19:30 37.sýn Lau 18/2 kl. 19:30 39.sýn
Kraftmikill söngleikur um skrautlegt mannlíf í braggahverfum Reykjavíkur!
Maður sem heitir Ove (Kassinn)
Lau 14/1 kl. 20:00 Akureyri Fös 27/1 kl. 19:30 35.sýn Lau 11/2 kl. 19:30 39.sýn
Sun 15/1 kl. 20:00 Akureyri Lau 4/2 kl. 19:30 36.sýn Fös 17/2 kl. 19:30 aukasýn
Sun 22/1 kl. 19:30 aukasýn Sun 5/2 kl. 19:30 37.sýn
Fim 26/1 kl. 19:30 34.sýn Fös 10/2 kl. 19:30 38.sýn
Siggi Sigurjóns og Bjarni Haukur sameina krafta sína í bráðfyndnum einleik!
Óþelló (Stóra sviðið)
Lau 14/1 kl. 19:30 5.sýn Fös 3/2 kl. 19:30 9.sýn Fös 17/2 kl. 19:30 11.sýn
Fös 27/1 kl. 19:30 6.sýn Fim 9/2 kl. 19:30 10.sýn Lau 25/2 kl. 19:30 12.sýn
Lau 28/1 kl. 19:30 7.sýn Fös 10/2 kl. 19:30 aukasýn
Fim 2/2 kl. 19:30 8.sýn Fim 16/2 kl. 19:30 aukasýn
Vesturport tekst á nýjan leik á við Shakespeare!
Gott fólk (Kassinn)
Lau 14/1 kl. 19:30 4.sýn Lau 21/1 kl. 19:30 6.sýn Sun 29/1 kl. 19:30 8.sýn
Fim 19/1 kl. 19:30 5.sýn Lau 28/1 kl. 19:30 7.sýn
Nýtt og ágengt íslenskt verk um ungt fólk, ástarsambönd, ofbeldi og refsingu
Fjarskaland (Stóra sviðið)
Sun 22/1 kl. 13:00 Frums Sun 5/2 kl. 13:00 3.sýn
Sun 29/1 kl. 13:00 2.sýn Sun 12/2 kl. 13:00 4.sýn
Nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Góa!
Gísli á Uppsölum (Kúlan)
Sun 15/1 kl. 14:00 Fim 19/1 kl. 19:30 Mið 25/1 kl. 19:30
Mið 18/1 kl. 19:30 Sun 22/1 kl. 14:00
Einstakt leikverk um einstakan mann í uppfærslu Kómedíuleikhússins.
Mið-Ísland að eilífu (Þjóðleikhúskjallarinn)
Lau 14/1 kl. 20:00 4.sýn Lau 21/1 kl. 22:30 10.sýn Fim 2/2 kl. 20:00 16.sýn
Lau 14/1 kl. 22:30 5.sýn Fim 26/1 kl. 20:00 11.sýn Fös 3/2 kl. 20:00 17.sýn
Fim 19/1 kl. 20:00 6.sýn Fös 27/1 kl. 20:00 12.sýn Fös 3/2 kl. 22:30 18.sýn
Fös 20/1 kl. 20:00 7.sýn Fös 27/1 kl. 22:30 13.sýn Lau 4/2 kl. 20:00 19.sýn
Fös 20/1 kl. 22:30 8.sýn Lau 28/1 kl. 20:00 14.sýn Lau 4/2 kl. 22:30 20.sýn
Lau 21/1 kl. 20:00 9.sýn Lau 28/1 kl. 22:30 15.sýn Fim 9/2 kl. 20:00 21.sýn
Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika!
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 1/2 kl. 20:00 Mið 22/2 kl. 20:00 Mið 15/3 kl. 20:00
Mið 8/2 kl. 20:00 Mið 1/3 kl. 20:00 Mið 22/3 kl. 20:00
Mið 15/2 kl. 20:00 Mið 8/3 kl. 20:00 Mið 29/3 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Lofthræddi örninn Örvar (Kúlan)
Lau 14/1 kl. 15:00
Hrífandi einleikur fyrir börn um hugrekki.
Íslenski fíllinn (Brúðuloftið)
Lau 4/2 kl. 13:00 Lau 11/2 kl. 13:00 Lau 18/2 kl. 13:00
Lau 4/2 kl. 15:00 Lau 11/2 kl. 15:00 Lau 18/2 kl. 15:00
Hrífandi brúðusýning fyrir alla fjölskylduna!