Morgunblaðið - 14.01.2017, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 14.01.2017, Qupperneq 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017 TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@gmail.com Flókin og fáguð lög skapaekki endilega fegurðina,staðreynd sem liðsmenn Suðs virðast vita fullvel af. Stund- um eru lögin hröð og beinskeytt, með bjöguðum og skítugum hljóm, í anda gæðasveita eins og Dino- saur Jr, Seam og Hüsker Dü...“ Þessi rándýru orð voru skrifuð af pistilhöfundi fyrir rúmum sautján árum og eiga þau við um frumburð Suð, plötuna Hugs- anavélin. Þetta var auk þess fyrsti plötudómurinn sem ég skrif- aði fyrir Morgunblaðið – fyrstu skrifin sem birtust eftir mig á þeim vettvangi á prenti – og til- finningin sem fylgir því að skrifa á nýjan leik um þessa ágætu sveit er því dálítið skrítin. Þægilega nostalgískur fiðringur leikur um mig þar sem ég skrifa og hlusta. Tvíburarnir Helgi og Kjartan Benediktssynir skipa Suð ásamt Magnúsi Magnússyni og á þetta tríó heiðurinn af frumburðinum – sem og þessari plötu sem hér er til umfjöllunar. Tildrögin að þessari seinni plötu eru skondin og má lesa um þau á sud.is. Sveitin lagð- ist sumsé í híði skömmu eftir 2000 en 2014 var ákveðið að láta til sín taka á ný. Meðlimir komust þó fljótlega að því að allt fingraminni var gufað upp. Hvorki gekk né rak að spila lög, hvort heldur þeirra eigin eða annarra. Loks var brugðið á það ráð að semja bara nýtt efni, til að stytta sér leið, og sjá, lögin hófu að hrannast upp og minnisgloppustíflan brast. Albert Finnbogason var fenginn til að taka upp og hljóðblanda og Finn- ur Hákonarson hljómjafnaði svo. Meira Suð! er góð plata. Hugsanavélin innihélt hrátt og einlægt nýbylgjurokk að amerísk- um sið; sveitir sem gáfu út hjá Matador Records augljós áhrif, lágfitlshetjur eins og Pavement og einnig mátti heyra í þeim sveitum sem ég nefni í upphafi (er samt ekki viss um Dinosaur og Hüsker, svona eftir á að hyggja!?). Hugs- anavélin var um margt vel heppn- aður gripur og líkt er með þessa plötu hér þar sem róið er á sömu mið fagurfræðilega sem stemn- ingslega. Og það sem ég meina með „góð“ er að hún er einfald- lega góð og þessir merkimiðar sem ég hef verið að flagga skipta engu máli þegar á heildina er lit- ið. Hljómur er góður; þéttur, djúp- ur og kraftmikill, lagasmíðar góð- ar og glúrnar þar sem ekki er keyrt á sömu formúlunni allan tímann, líkt og var reyndar gert á Hugsanavélinni. Spilamennska er flott og hæfir efniviðnum og and- inn – og það er það mikilvægasta – einhvern veginn heilnæmur og frískur. Það var greinilega gaman að hræra í eina plötu loksins! Ég sagði í þessum fyrsta, sautján ára gamla dómi, að Hugsanavélin gæfi fögur fyrirheit. Það hefur ræst. Og ég enda á sömu orðum og þar: Þetta er „fínasta plata sem með- limir geta verið stoltir af“. Meira gítar- surg úr grasrótinni Nýbylgjurokk Suð er skipuð þeim sömu og gáfu út plötu fyrir 17 árum. Nýbylgjurokkhljómsveitin Suð gaf út plötuna Hugsanavélin fyrir sautján árum en sneri aftur síðasta haust með plötunni Meira Suð! Sömu þremenningarnir skipa sveitina og tónlistin er og í svipuðum dúr. Er það vel. »Hugsanavélin varum margt vel heppn- aður gripur og líkt er með þessa plötu hér þar sem róið er á sömu mið fagurfræðilega sem stemningslega. Grímur Helgason klarinettuleikari og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari halda tónleika í 15.15 tónleiksyrp- unni í Norræna húsinu á morgun sem bera heitið Síðdegi sónatín- unnar. Á þeim verður sjónum beint að sónatínunni, tónsmíðaformi sem segja má að sé styttra og sjaldgæf- ara afbrigði hefðbundinnar sónötu, en á tónleikunum gefst tóm til að heyra fjórar sónatínur fyrir klarin- ettu og píanó, að því er fram kemur í tilkynningu. Sónatínur Bohuslav Martinu og Arthur Honegger, sem eru samdar um miðbik 20. aldarinnar, eru meðal mest leiknu verka sinnar gerðar fyr- ir klarinett og píanó, en áhrifa djass- tónlistar og austurevrópskrar þjóð- lagatónlistar gætir í verkunum. Heldur sjaldheyrðari er eftirtekt- arverð sónatína pólska tónskáldsins Antonis Szalowskis og svipmikið ís- lenskt verk prýðir einnig efnis- skránna; Sónatína Áskells Másson- ar, skv. tilkynningu. Tónleikarnir hefjast kl. 15.15, eins og heitir rað- arinnar ber með sér. Síðdegi sónatínunn- ar á 15.15 tónleikum Síðdegistónleikar Grímur Helga- son og Hrönn Þráinsdóttir. Dansverkið A Guide to the Perfect Human verður frumsýnt í kvöld kl. 19 í Tjarnarbíói. Því er lýst sem sýningu um hina fullkomnu mann- eskju. „Hver er hin fullkomna manneskja? Hvað þarf til þess að verða hin fullkomna manneskja?“ er spurt á vef leikhússins. Sýningin er annað samstarfsverkefni Gígju Jónsdóttur, Guðrúnar Selmu Sigurjónsdóttur, Loja Höskulds- sonar og Eleni Podara en þær Guðrún og Gígja eru höfundar verksins og flytja það með Loja o.fl. Loji semur tónlistina og um leikmynd og búninga sér Eleni Podara. Athygli hefur vakið að í hverri sýningu fer fram raunveru- leg hjónavígsla. Hver er fullkomin manneskja? Morgunblaðið/Eggert Samstarf Guðrún og Gígja . The Flaming Lips, sýr- urokksveitin áhrifamikla, sendi frá sér plötu í vikunni og nefnist hún Oczy Mlody en á henni má m.a. finna lög sem áður hafa verið gefin út, þ.e. „Sunrise (Eyes of the Young)“, „How??“, „The Castle“ og lagið „We a Famly“ sem sveitin gerði með poppsöngkonunni Miley Cyrus. Platan er sú fyrsta sem hljóm- sveitin vinnur án samstarfs við aðra tónlistarmenn í ein fjögur ár. Sú síðasta, The Terror, kom út árið 2013 en platan Cyrus & Her Dead Petz sem kom út árið 2015 var unn- in í samstarfi við Cyrus. Oczy Mlody hefur hlotið jákvæða gagn- rýni til þessa, á heildina litið. Ný plata með Flaming Lips Umslag Oczy Mlody Miðasala og nánari upplýsingar 2D ÍSL TAL - SÝND KL. 2, 5 SÝND KL. 8, 10.40 2D ENS TAL - SÝND KL. 8, 10.40 SÝND KL. 2, 10.25 SÝND KL. 2 SÝND KL. 8, 10.15 2D ENS TAL - SÝND KL. 5, 8 TILBOÐ KL 2 TILBOÐ KL 2 TILBOÐ KL 2 bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar Enn einn dagur í Paradís Bez t á fi skinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.